Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

miðvikudagur, maí 17, 2006

Prófa

Hæhæ :) Já mér finnst alltaf svo gaman að prófa e-ð nýtt og þess vegna ákvað ég að gera nýja síðu sem ég ætla að reyna að halda gangandi og vona að þið sem lesið bloggið mitt verðið duglegri við að commenta og svona ;) en slóðin er www.123.is/scorpion og kíkja svo :) !

mánudagur, maí 15, 2006

Fjögur ár búin

Já eins og þið vitið þá er lokað inn á blogspot.com í skólatölvunum og þeim sem eru á vistinni :s ADNALEGT ! Þannig að mér finnst ég ekki hafa verið neitt voðalega dugleg við að blogga en ákvað að reyna að segja nokkur orð þar sem núna er ég á Dósinni hjá systu & co og kemst sem sagt í tölvuna þeirra :)

Á fimmtudag hitti ég Höllu mína og við vorum alveg saman í slatti góðan tíma :) rúntuðum, töluðum, hlógum og átum svo á okkur gat á Ábæ þar sem við fengum okkur pítsu og bragðaref *mmm* Takk fyrir frábæran dag !

Á föstudaginn var brunað yfir á AK með Gunnari :) VÁ hvað mér finnst seinni helmingurinn leiðinlegur, þarna þegar maður er kominn geggt nálægt AK, ég veit bara ekki af hverju :s þar hittum við Jökul, Jónu og Lillu og kíktum öll niður í bæ í búðir. Ég fann EKKI NEITT sem mig langaði í... skrítið... yfirleitt finn ég alltaf e-ð, kannski er ég að verða of gömul fyrir svona... *hugs* gæti verið... En alltaf gaman að hitta fólk sem maður þekkir og þykir ógó vænt um :* C u guys !

Eftir þessa ferð var brunað yfir á Krók og pakkað inn afmælisgjöf handa Sóley og svo brunað yfir á Dósina þar sem afmælisveislan fór fram. Já kella varð tvítug á laugardaginn en hélt upp á það á föstudegi. Til hamingju sæta :) gaman að fá að gleðjast með þér á þessum degi og VÁ ekkert smá flott ljóðið frá mömmu þinni ! Við vorum alveg slatti mörg og þetta var bara allt voða gaman. Og ekkert smá góðar kökur og matur ! Það var svo bjór og annað vín fram eftir nóttu og svo bara fengið að gista hjá þeim á Urðarbrautinni :) Sóley, ég vona að þér hafi líkað gjöfin !

Á laugardaginn var hangið hérna á Dósinni e-ð fyrripartinn. Ég og Gunnar vorum fengin til að passa Þórð Pálma jr. :) já gott að æfa sig ! Svo var farið yfir á Krók þar sem við áttum "deit" við Jón Þorstein en hann var að losa mig við ísskápinn sem var inni hjá mér. Lærði svo e-ð smá og kvöldið var tekið í leti með Gunnari og vinum hans og góðri tónlist :) tókum meira að segja rúnt út í Varmahlíð þar sem Jóhann og frú voru með bústað, grill og áfengi handa heilum her !

Á sunnudaginn vaknaði ég snemma, þrátt fyrir að hafa hundsað vekjaraklukkuna :s Oh langaði svo að sofa lengur ! En mín fór á fætur og var dugleg við að lesa um meltingu, þvagfæri, æxlun, þroska og þess háttar :) kúrði svo aðeins hjá Gunnari áður en ég fór í sturtu. Fengum okkur bakarís mat í hádeginu og ég held bara að þetta sé í fyrsta skipti sem við förum svona snemma út á sunnudegi eftir að við vöknum :s ekki verra, verðum að gera það oftar :) það var horft á Joey þættina og svo var Gunnar svo mikil elska og eldaði pasta með þessari frábæru sósu *slef* Já gott að eiga mann sem kann að elda gott handa manni ;) Svo lét ég hann taka með fullt af dóti þegar hann fór suður... já skrítið að sofa í hálf tómu herbergi í nótt :s

Var ekkert að nenna að læra í gærkvöldi og afsakaði mig frá lestrinum með því að klára að pakka fullt niður og þrífa e-ð af herberginu :) Já er sem sagt búin í prófunum og held bara að þau hafi öll gengið mjög vel. Gat meira að segja það sem mér þótti erfiðast í þessum áfanga sem ég var í í morgun. Já þetta var síðasta prófið mitt í fjölbraut :) ! Fór svo í lit og plokk eftir prófið og leið og ég labbaði út þar þá hringdi systa og sagðist vera komin á Krókinn :) Já ég fékk þessa elsku til að ná í mig og restina af dótinu mínu :) Já þau verða að þola mig alveg 1 1/2 viku ;) Takk æðislega fyrir það ! Er ekki búin að skila af mér herberginu þótt ég hafi klárað að þrífa og taka dótið mitt, en það var rosalega skrítið að yfirgefa vistina með það í huga að ég fer aldrei þangað aftur, að ég sé bara búin og fái hvíta húfu á kollinn á föstudaginn í næstu viku :s ! VÁ ÉG HLAKKA SVO TIL :) !

Dagurinn var góður og svo kúrði ég mig aðeins hjá kisu og steinsofnaði :s jebb mín er soldið þreytt eftir prófin.

Já er varla að trúa því að ég sé að verða stúdent, að ég sé að flytja suður til kærastans og fara að vinna og vera svona hrikalega fullorðin... já ég er að fara að verða fyrirmynd fyrir börn þar sem ég fékk vinnu á leikskóla í Grafarvogi :) er rosalega spennt ! Já taka pásu frá námi og lifa aðeins !

En ætla að kveðja í bili og fara að nota augun í e-ð annað en þennan tölvuskjá :)

Au revoir !

sunnudagur, maí 07, 2006

Parle vous francais?

Ég sit hérna inni í herbergi hjá Sollu nágranna og er að trufla hana við prófalestur og fá að nota tölvuna hennar aðeins til þess að blogga. Þar sem að ég kemst ekki inn á síðuna mína í heimavistartölvunum eða upp í skóla :s helvítis drasl ! En ekkert við því að gera, bara finna tölvu til að heimsækja, eins og þessa hérna ;)

En prófin eru byrjuð og ég er samt bara búin að taka eitt, þar sem að prófin hjá mér röðuðust geðveikt asnalega upp, alltaf á fimm daga fresti, enda bara þrjú próf sem stúlkan þarf að taka :) en ég tók ensku 603 á föstudaginn og það gekk bara alveg rosalega vel og ég mun pottþétt ná því prófi. Það var nú samt ekkert ýkja langt, nokkrir krossar og svo stór ritunarspurning. Og ég var rosalega heppin að kunna Macbeth utan af :) svo byrjaði ég að læra undir frönsku 403 á föstudaginn og lærði eins og brjáluð og líka á laugardag. Já ég ætla sko að ná þessum áfanga ! Gengur vel að læra en held ég verði e-ð að biðja hann Eric að hjálpa mér aðeins með passe compose og imparfait en það er soldið að vefjast fyrir mér. En ég kann stigbeyginguna nokkuð vel held ég með bien og bon, og svo get ég notað sagnirngar y og en í verkefnum, þannig að ég hef greinilega lært e-ð :) svo er það bara lol-ið sem er síðasta prófið og þá þarf að lesa mikið !

En ég er samt ekkert að nenna að læra, og er líka búin að liggja í leti í dag og vera bara hálf eirðarlaus :s en það er kannski allt í lagi svona einn dag. Ég ákvað að sofa bara út í dag, ekkert vera að stilla klukkuna eins og ég hef gert síðustu morgna. Og svaf alveg til hádegis. Þá var farið í sturtu og komið sér á fætur. Bjó meira að segja um rúmið svo ég myndi ekki freistast til þess að leggjast aftur niður og fara að sofa :s rölti svo heim til hennar Kristínar og við kíktum á rúntinn, átum ís, kjöftuðum og hlógum :) VÁ ég á eftir að sakna þín sæta !

Mig langar alveg rosalega í geisladiska með Jack Johnson, en það er nebbla alltaf verið að spila lög með honum í útvarpinu og hann er með guðdómlega rödd og syngur flott lög :)

Sóley er flutt af vistinni... skrítið :s fékk eiginlega bara fráhvarfseinkenni þar sem núna sé ég hana ekki á hverjum degi. Ég sakna þín og við sjáumst vonandi fljótlega !

Ég hef eignast gæludýr :) loksins ! Það eru nebbla nokkrar flugur sem ákváðu að flytja inn í herbergið mitt þegar ég opnaði gluggana einn daginn vegna hita :s en ég er góð og leyfi þeim að vera þarna, á meðan þær eru til friðs ;)

Það er búið að vera frábært veður síðustu daga. Svo gott og heitt og OMG ! Maður á ekki að læra í svona góðu og fallegu veðri. Maður á að vera að gera e-ð alllt annað !

Ég er farin að sakna vistarinna strax, samt er ég ekki farin. Mun sakna allra vina minna svo mikið og sérstaklega góðu nágrannanna hérna á ganginum.

Held þetta sé orðið gott, nenni ekkert að skrifa meira og ætla frekar að fara að horfa á TV og reyna að hugsa sem minnst um þessa BÍP frönsku sem er farin að ásækja mig á nóttunni :s einhver frönsku snillingur sem er tilbúinn til að kenna mér fyrir prófið ? ? ?

Au revoir...!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Allt hefur enda

Ekki getur maður alltaf sagt að lífið sé sanngjarnt. Allt sem til er, tekur einhvern tíma enda og hverfur á braut. Þótt það sé misjafnlega erfitt þá verðum við að reyna að muna allt það góða en ekki bara sjá gallana. Þegar manneskja deyr getur sorgin oft verið rosalega erfið. Sumir gefast alvg upp, en þá er gott að eiga góða að. Reynum að muna það fallega og góða um manneskjuna sem kvaddi okkur og vitandi það að hún sé á betri stað. Ekki birgja sorgina inni, leyfum okkur að gráta og syrgja, en munum líka manneskjuna í hjarta okkar og geymum hana þar.

Í gær fékk ég þær fréttir að frænka mín, Jóhanna Hafsteinsdóttir, sé búin að kveðja þennan heim en hún var búin að berjast við krabbamein í nokkurn tíma. Ég vil senda aðstandendum hennar og vinum alla mína samúð og ég vona svo heitt og innilega að þið komist gegnum þetta.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Winnie the Pooh´s

Helsta í fréttum er það að Víkingur Leon litli frændi minn varð 3 ára á fimmtudaginn sem leið, þann 27. apríl. Og var afmælisveislan haldin á laugardaginn síðasta. Það var ekkert smá flott og mættu mjög margir. Víkingur var ekkert smá ánægður með allt og auddað var ég sett í það að kenna honum á tölvuleikinn sem ég gaf honum. Ég reyndar festist svo í leiknum heillengi :s já en komst svo í raunveruleikann aftur. Og BTW bananatertan var ÆÐISLEGA jummy :) ! Verð að fá uppskriftina ;)

Vil óska Eydísi og Davíð turtildúfum til hamingju með laugardaginn síðasta. En þá áttu þau skötuhjú 2 ára afmæli og settu upp hringa í tilefni dagsins :) Til hamingju með það elskurnar mínar.

Blush rósavín er GEÐVEIKT gott :) ! Nú er ég sjúk. Verð að komast í ríkið og kaupa mér svona.

Gærdagurinn var frábær. Eyddi honum að mestu með systu & co. Vaknaði tiltölulega snemma (á mínum mælikvarða, miðað við hvíldardag) og fór út að leika með strákunum og systu. Vorum að kríta á stéttina og fljúga flugdreka og vá ég bara komst á barndóm við þetta :) þetta var rosalega gaman og bara hressandi að vera úti að leika sér. Svo var auðvitað tekinn góður labbitúr um Dósina og fór allt fjölskyldufólkið með :) Takk fyrir góða helgi :* og takk systa fyrir æðislega gott spjall, þú ert frábær systir :)

Búin að taka til í herberginu mínu og færa rúmin. Þá get ég farið að læra undir próf, get nebbla ekki lært undir lokapróf með herbergið á hvolfi :s

Enska 603 er 5. maí, franska 403 er 10. maí og lífeðlis- og líffærafræði 203 er 15. maí. Hmmm fá próf en þau dreifast yfir allan prófa tímann :s

Hvernig er hægt að láta sambönd vera góð ?

Anyway, er farin að bulla, er svöng og það er allt of heitt :s enda komið sumar :) þarf svo að fara að panta mér tíma í litun og klippingu hjá Kúnst. Einhverjar hugmyndir um hvað ég ætti að láta gera við hárið á mér ? ? ?

föstudagur, apríl 28, 2006

Dimmetering

Hérna eru nokkrar myndir frá dimmeteringunni sem ég fékk lánaðar frá henni Lilju nágranna :) vonandi eiga einhverjir fleiri myndir :)

Hákon, Þráinn og Kalli tóku sig til og sungu upp á borðum við undirspil Binna. Þarna eru svo kisurnar Sólborg og Vildís.
Valdi var svo driverinn okkar :) gefum honum gott klapp *klapp klapp*
Sigríður komin upp á borð í flottu dressi ;) þarna sést svo Sigrún hermaður og Kristín og Guðrún Hanna að spjalla saman.
Björg, Sunna og Solla. Þær voru sko í hörkustuði og ekki annað hægt :)
Sumir urðu mjög þreyttir og þá virkaði borðið sem hinn fínasti koddi... Zzzzz....
Halla, ég og Solla. Já hvað erum við eiginlega að horfa á? Það allavega virkar mjög merkilegt :) man ekkert eftir að þessi hafi verið tekin.
Helga Rós, ég og Kristín komnar upp á heyvagninn eftir mikið erfiði. Urðum að fá hjálp til að komast upp enda við soldið litlar og í glasi ;)
Solla og Lilja í rosa góðum fíling. Tekinn sameiginlegu súludans ;)
Jökull og Addi í góðum fíling. Jökull var ofur bjallan, kölluðum hann bara Maríu ;) hann var ekki sáttur.
Hehe hér er ein góð frá dimmeteringunni. Ég hlammaði mér bara á hana Kristínu mína þar sem ekkert sæti var laust úti. Þarna átti mikill hlátur sér stað :)

Já dimmeteringin var rosalega skemmtileg og held bara að flestir hafi skemmt sér mjög vel :) það var drukkið, borðað snakkerí, sungið, spilað, spjallað og dansað alla nóttina og auddað var svo farið á heyvagni inn á Krók. Þar tók við að vekja kennara og nemendur á heimavistinni. Svo fengum við þennan frábæra morgunmat á vistinni, þ.e. egg, bacon, bakaðar baunir og brauð *slúrp* Söfnuðum svo saman kennurum og fórum í leiki, og afhentum þeim svo viðurkenningar. Já það var erfitt að vaka svona lengi en þess virði :) fór svo að sofa e-ð um 10 í gærmorgun og svaf eins og steinn til hálf sex, hefði alveg geta sofið lengur en ákvað að koma mér á lappir. Var samt ekkert að hafa fyrir því að klæða mig. fór bara út á náttbuxum, ullarsokkum og flíspeysu :) skil ekki afhverju fólk horfði svona mikið á mig ;) hehe. Ég, Sóley, Oddur, Solla, Lilja og Jói vorum svo öll hjá Jóni í gær þar sem var grillað, spilað nokkurs konar trivial og spjallað og hlegið. Var meira að segja það dugleg að ég kláraði að lesa smásöguna í frönsku og skilaði svörum og úrdrætti :)

Er svo að fara á Dósina á eftir með Sóley en fer svo aftur hingað á morgun til að tjútta með kallinum mínum og vinum :) Er að fara í afmæli til hans Víkings Leon litla frænda á morgun en hann varð 3 ára í gær :) til hamingju frændi. Kem og knúsa ykkur öll á eftir :)

En já í dag er síðasti skóladagurinn minn :) !

Eigiði góða helgi, ég veit að það ætla ég að gera :) !

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Rostungar hafa litla vængi

Hey hérna er svona smáræði til að setja saman og hafa gaman af :) mæli með því að þið gerið þetta og commentið svo útkomuna ykkar !

Veldu mánuðinn sem þú fæddist:

Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaðiá

Veldu núna afmælisdaginn þinn:

1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskifting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara

Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu:

A- Afþví að ég elska súkkulaði
B- Afví að mér leiddist
C- Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að ég þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Afvþví mér finnst egg góð
H- Afþví að ég er á sýru
I- Afþví ég misteig mig
J- Afþví ég er með vörtu
K- Afþví mér líkar Cheer
L- Afþví að ég var skökk/skakkur
M- Afþví ég var full/ur
N- Afþví að mamma sagði mér að gera það
O- Afví ég er hýr
P- Því ér er einmanna
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Afví að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
W- Afþví að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska prump
Ö- Því ég er að safna rassahárum

Vá vá vá... ! Önnin er að verða búin og ég er að fara að útskrifast ! Þetta er bara alveg hreint og beint ótrúlegt, er varla að ná þessu. Maður er eiginlega búinn þessa síðustu skólaviku því suma tímana þarf maður ekkert að mæta aftur í. Fer samt í munnlegt próf í ensku 603 á föstudag, þarf að skila spurningum og úrdrætti í frönsku 403 og svo er hugleiðing í tíma í íslensku 633 á föstudag um ,,Brothers Grimm" og ævintýri. Já smá eftir en samt ekki svo mikið. Og svo eru það bara þrjú lokapróf og svo bara búið.

Já afi minn, hann Árni Jónsson, átti afmæli á laugardaginn. En hann var 77 ára kallinn. Til hamingju með það afi minn, ég elska þig :*

Ég og Halla höfðum nóg að gera í dag. Fyrst rúntur á meðan við hlustuðum á rassalagið okkar sem er SNILLD ! Svo Skaffó þar sem keypt var brazzi og jarðaberja svali. Loks var það bakaríið þar sem við fengum okkur sykur til þess að hlaða okkur og vakna. Röltum svo yfir í blómabúðina á Króknum þar sem við lögðum inn pantanir fyrir okkur vegna útskriftarinnar. Pöntuðum hvíta nellikku með brúðarslöri til þess að setja í barminn. Og svo lá leiðin heim til Höllu. Fékk að sjá útskriftarfötin hjá stelpunni og VÁ þau eru geðveikt flott :) svo lánaðí hún mér tösku og gúmmítúttur ;)

En það er ógó geðveikt frábært veður og sól úti, og þar sem Lilja nágranni var að fiska eftir félagsskap þá ætla ég að rölta með henni út og fá mér ferskt loft. Fyrst þarf ég að pissa... er alveg í spreng....

Bæ bæ