Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

mánudagur, október 31, 2005

Nölli???

Hmmm ég veit ekki hvort það eigi að kalla þetta gott eða slæmt? Ég tjáði mig hérna e-ð í morgun og er að fara að reyna að tjá mig meira. Eða svona gera e-ð hálfgert klukk/kitl dæmi eða e-ð þannig. Þetta er sko "7 hlutir" og þá nefnir maður sjö hluti um ýmislegt =) æj þið fattið þegar ég er búin að skrifa meira!

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

 1. Klára stúdentinn
 2. Ferðast
 3. Road trip gegnum Bandaríkin
 4. Festa mitt ráð
 5. Kannski háskóla nám
 6. Vera í góðri vinnu
 7. Vera ánægð með það sem ég hef

7 hlutir sem ég get gert:

 1. Lesið endalaust
 2. Samið ljóð
 3. Gert pirrandi tikk
 4. Sofið mikið
 5. Verið afbrýðisöm
 6. Unnið vel
 7. Skemmt mér vel án áfengis

7 hlutir sem ég get ekki gert:

 1. Get ekki sungið
 2. Get ekki tekið ákvarðanir
 3. Get ekki fundið góðann strák
 4. Get ekki gert tvennt í einu
 5. Get ekki ferðast í bát *pjúk*
 6. Get ekki hlustað á píkupopp
 7. Get ekki horft á drama myndir

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

 1. Augun
 2. Varirnar
 3. Brosið
 4. Hendurnar
 5. Bakið
 6. Hárið
 7. Húmor

7 frægir karlmenn sem heilla mig:

 1. Johnny Depp
 2. Haldapokarnir
 3. James Blunt
 4. Heath Legder
 5. Owen Wilson
 6. Herkúles
 7. Mario

7 frægir kvenmenn sem heilla mig:

 1. Cristina Ricci
 2. Halle Berry
 3. Marlyn Manroe
 4. Angelina Jolie
 5. Móðir Teresa
 6. Vigdís Finnbogad.
 7. Ragga Gísla

7 orð sem ég segi oftast:

 1. Ekki þessu
 2. Dísess
 3. Nölli
 4. OMG
 5. Æði
 6. Tútta/Kleina
 7. Ég er svöng!

Vá þetta tók engann smá tíma enda þurfti ég fullt að hugsa, úff smá brunalykt ;) hehe

Tarot sönn eða spott?

Ég er þessi manneskja sem trúi á tarot spil, stjörnuspár og öllu dulrænu sem því við kemur =) veit ekki alveg akkuru en ég geri það. En samt má ekki taka þetta of alvarlega því þetta verður líka að vera gaman og spennandi! En ég dreg stundum tarot spil á www.spamadur.is og núna í morgun fékk ég spilið elskundur sem þýðir þetta :

Þú stendur frammi fyrir ákvörðun sem þú ættir ekki að draga á langinn. Leystu sjálfan þig úr ánauð hins þekkta og gakktu inn í hið óþekkta ef sjálfið segir svo. Hér birtast vegamót sem þú ert um það bil að ganga í gegnum og ættir að ákveða hvora leiðina þú kýst að velja. Valið er eflaust erfitt fyrir þig þessa stundina. Eftir að þú hefur ákveðið þig er ekki aftur snúið því líf þitt mun taka miklum stakkaskiptum. Ekki skapa lausnir á vandamálum og skapa með því ný vandamál. Ígrundaðu val þitt hverja stund og hugaðu að því hvort þetta val, sem þú stendur frammi fyrir, leiði til lífsfyllingar og hamingju fyrir þig.
Já þetta fatta ekki allir en þetta er ég alveg að skilja og ég held bara að það sé nokkuð til í þessu =/ það er kannski ekki slæmt í sjálfu sér enda þá er þetta bara ég =)
Ég þarf virkilega að fara að leggja mín spil og sjá hvað þau segja mér svona okkar á milli. Best að gera það á næstunni, frekar en seinna!
BTW, ég á afmæli eftir aðeins 12 daga =) bara svona láta ykkur vita ;)

sunnudagur, október 30, 2005

Engin ritstífla hér!

Já einhvern veginn finnst mér eins og ég hafi ekkert gert á þessari helgi, að ég hafi bara legið í leti og sofið ZZzzzz! En NEI það gerði ég sko ekki =) Mér finnst ég bara hafa afrekað helling á þessari helgi. Ég nebbla náði að klára sálfr. 303 ritgerðina mína. WTF! Já byrjaði á henni í gær og er búin =) þetta tók ekki nema 4-5 tíma en vá það er gott að vera búin með e-ð af þessu lærdómsflóði sínu =) En svo er ég komin með innganginn í uppeldisfr. 203 ritgerðina og þar finnst mér ég vera að sýna mikið af tilfinningum, það getur varla verið slæmt =) alltaf gott að koma með e-ð persónulegt í ritgerðir. En ég fór líka smá rölt með henni Lilju minni =) æðislega fín stelpa! Gaman að kynnast fólki. Svo horfði ég tvisvar á DVD á helginni. Fyrst á "Princess diaries 2" með Lilju, Lólu og Baldúnu. Svo á "Who´s your daddy" með Lilju. Hmmm.... hvað get ég sagt um þessar myndir??? *HUGS* Sú fyrri var mjög fyndin og soldið sæt en hin seinni mjög dirty ;) svona e-ð allavega og soldið vandræðaleg. En ég horfi ekki oft á stelpumyndir en það er gott að gera það stundum. En ég kýs FREKAR hryllingsmyndirnar mínar góðu =) ah! LOVE THEM! Svo var það svaka rúntur og snjótorfærur í gær með Höllu =) gaman að tjatta við hana um allt milli himins og jarðar!

Svo var mér sagt á föstudaginn að ef stelpa sem vill klippa hárið sitt stutt þá þýðir það annaðhvort að hún sé lessa eða sé í sorg yfir strák.... Hmmm stelpur, er e-ð til í þessu eða er þetta rugl? Commenta plz =)

Hmmm svo barst talið að mótelum í gær og ég fór að pæla hvernig það virkar á mig. Þegar ég heyri orðið mótel þá minnir það mig alltaf á e-ð úr bandrískri mynd þar sem fólk hittist laumulega til að stunda kynlíf =) hvað finnst ykkur???

Á næstunni, hvað er planið mitt? Jú mæta vel í skólann og fara til Reykjavíkur á fimmtudaginn. Já ég er að fara í píningu hjá tannsanum mínum, eða í "The Murder House" eins og Kíví-in kalla þetta =) hehe. Á bara eftir að bjalla í stóra bró og fá gistingu hjá honum í Hamraborginni =) Verður gott að hitta hann og þetta skipti ÆTLA ég að vera e-ð heima =)

Það merkilega sem gerðist á þessum degi fyrir 27 árum, þá fæddist mín yndislega systir Hrefna =) Til hamingju með daginn sæta mín og ég vona að dagurinn hafi verið góður fyrir þig =)

Ég kveð þá í bili =)

föstudagur, október 28, 2005

Kindin vill kleinur!

Vá mér leið ekkert smá vel í gær =) var alveg hiper ofvirk og brosandi hringinn *don´t know why* en það skiptir kannski engu máli því mér leið svo vel =) lalalalalala úps ofvirknin að brjótast fram aftur! Var að skokka og lyfta í gær niðrí sal og djöfull tók ég á, bolurinn blautur í gegn og mín bara hress eftir þetta sport fyrir antisportista =) hehe. Svo fékk ég líka loksins langþráðann hrísmjölsgraut. En ég hafði beðið þær í mötuneytinu að hafa þannig og viti menn, það fékk ég =) þetta var líka GEÐVEIKT góður grautur. Best að fara að heimta meira svona sem manni finnst gott ;) ! svo átti ég að fara að vinna á barnum í gær en þurfti þess svo ekki =/ soldið ósátt en það er í lagi, maður lætur það ekki spilla restinni af deginum. Var annars bara á tjillinu í gærkvöldi. Talaði aðeins við ÆÐI-bitann minn, las í stóru kynlífsbókinni *rifja upp* ;) og svo sofnaði ég bara!

Hmmm í dag fékk ég coco puffs =) það borða ég bara einu sinni í viku *slef* En svo var ég ekkert á því að vilja fara upp í skóla, enda crazy ógó veður úti =/ ! En þá kom góða síða úlpan með eskimóa hettunni sér vel =) ah þá varð mér ekkert kalt, svo náttla vettlingar og húfa! En maður þurfti að vaða snjó alveg upp að hnjám bæði upp í skóla og til baka, þar sem að enginn er búinn að moka *álfar* en þá leit maður líka út eins og snjókall =) öll út í snjó! En vá ég væri alveg til í að fara út og leika mér í snjónum þótt ég sé orðin þetta GÖMUL =)

En planið fyrir helgina.... ekki er það tjill! Nei stúlkan ætlar að vera dugleg og byrja á tveimur ritgerðum. Já þið lásuð rétt! Uss veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því. Í sálfr. 303 er ég að fara að fjalla um kvíðaraskanir og undirflokka þess, það mun taka soldið á =/ og svo í uppeldisfr. 203 ætla ég að skrifa um heimilisofbeldi (pör/hjón) og það mun líka taka á, maður verður svo reiður á að lesa um svona ! En kannski maður tjilli smá, pítsa og videó eða e-ð til að slaka sig niður =) !

Hmmm þetta plan þarna með að breyta út beyglu yfir í kleinu er að virka e-ð skrítið, til að byrja með þá fattar þetta enginn *wonder why* og svo er mig bara farið að langa óstjórnlega mikið í kleinur! Verð að fara að gera e-ð í þessu, sko með löngunina í kleinu, hitt þarf ekkert að laga, fyndið að sjá svipinn á fólki þegar það er kallað kleina =) hehe!

En jæja, kindin þarf víst að fara að vaða þennan snjó aftur til að mæta í félagsfr. tíma!

*Snjókorn falla, á allt og alla, börnin leika og skemmta sér* SHIT ég er að fá jólafíling í mig!

þriðjudagur, október 25, 2005

Kysstu snjóinn!

Vá það er pottþétt kominn vetur brrr....! Það er farið að snjóa alveg rosalega mikið og það er orðið frekar kalt líka. En það er orðið samt svo jólalegt að sjá allan þennan snjó, vantar bara ljósin og þá er þetta komið =) svona nokkurn veginn! En þá er bara gott að eiga góða úlpu, vettlinga og húfu og þá þarf maður ekkert að óttast kuldann =) svo ef skapið er rétt þá er alltaf gaman að fara að gera snjókalla. Það reyndar þarf að bíða aðeins með það, enda vantar meiri snjó =) En hann kemur! Og þá verður stuð.

Ég er búin að reyna að vera dugleg, enda ekki annað hægt þegar maður er latur námsmaður ;) nei segi svona, ég á mín moment! En ég er búin að vera að reyna að laga svefntímann minn, sem sagt fara snemma að sofa svo ég hafi nú orku í skólann og heimanám og annað =) og það er vel að virka, mæti alltaf aktív í skólann og er ofvirk =) flott það.

Svo er þetta greinilega þessi árstími eða e-ð þannig, en það eru pör út um ALLT! Vá ég sé pör hvert sem ég lít, skil það ekki. Og ef fólk er ekki á föstu þá er það að para sig með einhverjum á þessari stundum sem við tölum. Skil þetta reyndar alveg, það er bara e-ð svo gott að geta leitað í heitan arm ástvinar þegar það er kalt og skammdegið að skella á! Hmmmm *dreymið augnaráð*

Er einhver veira í gangi eða er fólk svona rosalega ástfangið? Það eru allir að trúflofa sig og flestir að þessu fólki hafa varla verið það lengi saman til að þekkja hina manneskjuna nógu vel. Eða er þetta bull í mér? Er ástin svona rosalega sterk? Commenta plz =) opin fyrir þessu samt!

Hey svo ætla ég að hætta að segja ,,beygla" við fólk heldur fara að segja kleina =) meina þetta er bæði brauðmeti, akkuru þá ekki bara að breyta aðeins til =) hehe

Hey hafiði pælt í því að þegar það er mjólkusamlag þar sem eintómir karlmenn vinna, hvaðan mjólkin kemur ;) ? *hugs hugs*

Er hætt að drekka í bili af því að... hey ég þarf ekki að réttlæta mig, eins og ég var að læra í sálfræði 303 =) ég ætla bara að hætta að drekka í bili =) og hana nú! Eða hæna nú...

Anyway, stúlkan er farin að gera e-ð annað!

mánudagur, október 24, 2005

HúbbaBúbba!

Ég var hérna að rifja upp með hinum helmingnum mínum, henni Beggu minni =) þegar við vorum yngri fundum við upp á því að kalla okkur "HúbbaBúbba" þegar við vorum saman, enda vorum við fastar saman eins og tyggjóklessur =) eða það segir hún allavega. Held að ég hafi verið Húbba og hún Búbba =) man það samt ekki alveg. En ég sakna þess að hanga svona með þér Begga mín =/ við vorum alveg ótrúlegar, kynntumst fyrst í leikskóla, vorum náttla í sama bekk í grunnskóla enda jafngamlar en við sátum alltaf saman og töluðum mjög mikið af tímanum, lékum okkur saman í frímínútum og eftir skóla og svo gistum við oft hjá hvor annarri... VÁ! Við eyddum miklum tíma saman enda voru það smá viðbrigði að hafa enga Beggu eftir að 10. bekk lauk. Skondið hvernig lífið er =) SAKNA ÞÍN!!!

Latibær!

Á föstudaginn var farið í afmælið til E & D =) þarna var mikið af fólki saman komið til að gleðjast með þeim og mikið spjallað og hlegið og drukkið e-ð smá =) einnig var farið í drykkjuleikinn "Aldrei hef ég aldrei..." sem ég var að prófa í fyrsta skipti og ég get svo svarið það að ég komst að OF miklu um fólkið þarna sem ég þekki *WOW* en bara gaman af því ;) ég reyndar var ekki lengi enda maginn búinn að vera að stríða mér allan daginn þannig að ég fór bara upp á vist að sofa ZZzzzzz.....!

Á laugardaginn fór ég með Eydísi og Davíð á Shellið þar sem var fengið sér að eta =) *slef* þessar kjúklingapítur þeirra eru geðveikt góðar. Svo fékk ég far með þeim yfir á Dósina seinnipartinn. Ég reyndar var varla komin inn fyrir dyrnar á húsi nr. 13 þegar ég þurfti að mæta í vinnuna. Mætti niður í félagsheimili þar sem ég hitti samstarfsfólkið =) Erlu & Mumma, Anne, Siggu og Lee Ann, alltaf gaman að vinna með þeim =) svo voru Þeysi og Einsi í dyrunum og Kári & frú voru þarna líka e-ð að hjálpa. Stuð það. Þetta voru e-ð um 115 manns sem komu þarna að borða, ég var reyndar geðveikt feimin fyrst en svo var þetta bara geðveikt gaman og ég var svo að fíla mig þarna og hjálpa til og þjóna =) fengum svo náttla að borða líka, þetta dýrindis lambakjöt, lax og eftirrétt =) Mmmmm bara gott! Svo spurðu þau hvort ég gæti þjónað í þremur veislum í nóvember og ég náttla strax JÁ =) jess e-ð að gera! Sem sagt einhver árshátíð 12. nóvember, afmæli 19. nóvember og svo jólahlaðborð 26. nóvember =) bara gaman af því.

Í gær vaknaði ég svo snemma, Hrefna hélt ég myndi sofa fram að hádegi en ég var komin á lappir um 10 =) fór í sturtu og klæddi mig. Svo var maður bara með familíunni yfir daginn. Það var bökuð skúffukaka og Heiðar, Hugrún, Helga og strákurinn hennar komu í heimsókn =) svo tóku ég, Hrefna og strákarnir labbitúr til að láta kökuna sjatna =) Fór svo yfir með Heimi eftir kvöldmat, var eina stelpan =/ hitt voru Mundi, Skafti og Þorri =) Gaman gaman! Sofnaði svo um hálf ellefu í gær. Vá mín bara farin að vera dugleg og fara snemma að sofa, flott það =) !

Já ég held ég hafi lært latabæjarlagið utan af á helginni.... WHAT?! Já ég á svona krútt frændur sem elska Latabæ =) hehe

En ég er búin í dag, þar sem það verður ekki uppeldisfræði því allar konur hætta 14:08 í dag og við stelpurnar fáum punktalaust í dag =) Jess!

Já ég mæli svo með því að þið stelpur prófið KEEPER =) þetta er magnað apparat!

Mee mee í bili!

föstudagur, október 21, 2005

Gleði gleði gleði!

Uss þá er kominn föstudagur, þessi vika var mjög fljót að líða og ég náði loksina að fara snemma að sofa =) geðveitk stolt af sjálfri mér. Sofnaði sem sagt e-ð um 10 í gær, enda alveg fáránlega sjúklega mikið þreytt en glaðvaknaði svo um þrjú í nótt.... hmm.... ekki sátt.... en eftir nokkra snúninga þá sofnaði ég aftur og vaknaði endurnærð í morgun =) og er búin að vera ofvirk og í geðveikt góðu skapi í allan dag, alltaf að jókerast og BROSA =) það er gaman að brosa og fá bros á móti =) ! Vá smá flipp hér í gangi. En sem sagt skólinn búinn í dag og ég get hætt að hugsa um lærdóm í nokkra klukkutíma, flott það.

Hey vitiði hvað strútur er??? Kivi á sterum =) hahahahaha. Sko kivi er fugl út í Nýja Sjálandi ef þið vissuð það ekki sko. Þetta var Muzz e-ð að djóka með ;)

Einu sinni voru tvær appelsínu að labba á bryggjunni þegar ein þeirra dettur allt í einu út í. Þá öskrar hin: ,,Fljót fljót, skerðu þig í báta!" Vá hvað ég grenjaði úr hlátri þegar ég heyrði þennan, samt eftir smá tíma er þetta ekkert fyndið en samt hélt ég áfram að hlægja =) SNILLD!

Hey ég ætla að prófa að gera svona "Núverandi" eins og margir eru með. Þetta er sem sagt núverandi í dag =) hvað annað...döh....!
 • Núverandi föt : Bláar blend gallabuxur, blá vero moda peysa og grænn síður bolur undir frá kiss.
 • Núverandi skap : Ofvirk, kát og brosandi =)
 • Núverandi hár : Í tagli og spennt niður.
 • Núverandi pirringur : Að komast ekki heim í næstu viku.
 • Núverandi lykt : Naomagic.
 • Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera : kannski læra e-ð.
 • Núverandi skartgripir : hálsmen með nafninu mínu og eyrnalokkar.
 • Núverandi áhyggja : Fjármál og vinnuleysi.
 • Núverandi uppáhaldsleikari : Johnny Depp *slef*
 • Núverandi löngun : Svið og hveitikökur.
 • Núverandi tónlist : Ensk disney lög.
 • Núverandi ósk : Fara heim.
 • Núverandi texti á heilanum : Hakúna Matata lagið.
 • Núverandi undirföt : G-string og bra ;) svart og hvítt!
 • Núverandi eftirsjá : Eins og er... ekkert.
 • Núverandi display pic : Engin.
 • Núverandi áætlanir fyrir kvöldið : afmæli á barnum hjá Eydísi og Davíð.
 • Núverandi vonbrigði : að vera blönk og fá enga vinnu.
 • Núverandi skemmtun : litla röddin í höfðinu á mér ;)
 • Núverandi msn manneskjur : Hlynur tae kwon do dude.
 • Núverandi ást : Fjölskyldan og vinir.
 • Núverandi manneskja sem ég foraðst : Engin.
 • Núverandi hlutir á veggnum : Mynd af Bubba M. og rasta dót e-ð.
 • Núverandi bók : Prozac nation (og bönns af skólabókum).
 • Núverandi uppáhalds mynd : Gaukshreiðrið. Mr. Cheswick er ÆÐI =)
 • Núverandi uppáhalds hljómsveit : Lucy Pearl.
 • Núverandi uppáhalds þáttur : CSI.
 • Núverandi uppáhalds lag : Man ekki nafnið ,,I´m not telling she´s a golddigger, she´s not messing with no broke niggers" það byrjar þannig.
 • Núverandi lag sem þú hlusta á : Hakúna matata.
 • Núverandi inneign : 25 kr.
 • Núverandi símavinur : Halla.
 • Núverandi hlutur til að vera stolt af : Ég náði öllum miðannarprófunum *þumla upp*
 • Núverandi pæling : Akkuru eru ekki ælu pokar í rútum, bara í bátum og flugvélum.

Síðasta mynd sem ég sá er Gaukshreiðrið og við horfðum á hana í sál303 og ég var þvílíkt að fíla þessa mynd =) mæli með því að þið horfið á hana sem fyrst. Mr. Cheswick er uppáhalds persónan mín í henni, hann er æðislegur!

Jæja, þetta er komið nóg, er orðin svöng og það er kominn kaffitími... hmmm drekk ekki kaffi.... það er kominn drekku tími =)

fimmtudagur, október 20, 2005

Ég er svangt...!

Vá ég er ekki búin að blogga lengi enda reyna að láta skólann ganga aðeins fyrir elskurnar mínar ;) miðannarprófin eru náttla búin og ég náði öllu =) til hamingju ég! Fékk 9 í uppeldisfræði, 8 í sálfræði, 6,1 í lol-inu og ég veit ég náði íslensku en er ekki samt búin að fá einkunnina. Ég er bara helvíti sátt sko með þess frammistöðu =) !

Ég talaði við Ingileif á þriðjudaginn, bara um það hvernig mér líður og svona, og það lagaði fullt bara það að ræða við einhvern um tilfinningar sína =) þannig að mér er farið að líða soldið betur og það er bara stórgott SJIBBÝ =) ! Enda ég á líka frábæra fjölskyldu og vini sem eru dugleg við að rífa mig upp af rassinum og fá mig til að gera e-ð! Stórgott það.

SMÆLAÐU HEIMINN, ÞÁ MUN HEIMURINN SMÆLA ÞIG =) !

Hmmm framundan í skólanum hjá mér er mikið af stórum verkefnum =/ úff mikil vinna þar en það reddast. Gera ritgerð í sál303 og ég valdi að gera um kvíðaraskanir og fimm undirflokka þess, í upp203 valdi ég að gera um heimilisofbeldi og svo í fél403 erum við að fara að leggja könnun í skólanum og vinna úr því =) þannig að eins og þið sjáið þá mun ég verða vel upptekin á næstu vikum.

Svo helgin sem er framundan, þá fer ég í sameiginlegt afmæli á barnum á morgun hjá Eydísi og Davíð, krúttunum mínum. En hún verður 19 ára á morgun þann 21. og hann verður 20 ára þann 27. nóvember. Ég og Hall keyptum saman gjöf sem er í senn heimilisleg og dónaleg ;) kemur allt í ljós. Svo á laugardaginn fer ég með þeim yfir á Dósina svo ég komist til Hrefnu & co og er að fara að vinna um kvöldið á Árshátíð sem Árbakkinn sér um, vonandi að það gangi vel =)

En ég jarma á ykkur seinna, segi ykkur frá tjútti og vinnu seinna!

P.s. Ég elska mömmu & pabba, litlu bræður mína, stóra bróðir minn, systur mína og fjölskylduna hennar, og vini mína =) !

mánudagur, október 17, 2005

Kvíða hvað?

Mánudagar eru yfirleitt ekki skemmtilegir en maður lifir þá samt af eins og flesta daga, en í morgun þá var minn mánudagsmorgunn ekki sá besti. Fyrsti tíminn var sálfræði 303 enég var e-ð voðalega undarleg í skapinu og leið e-ð skrítið, en pældi voða lítið í því. En svo var mér farið að verða svo heitt og líða asnalega að ég hljóp á klósettið. Þá svimaði mig geðveikt, og fékk svona dofa tilfinningu í líkamann, ofandaði og svo á tímabili gat ég varla andað =/ Vá ég varð hrædd! Talaði við kennarann og hún sendi mig heim og vill svo að ég komi sem fyrst og tali við hana, sem var náttla planið hjá mér. En ég held þetta hafi verið kvíðakast eða e-ð.... En hún spurði samt fullt hvort það væri mikið á seiði hjá mér og e-ð þannig. Hmmm mér sem finnst þokkalega óþægilegt að tala um hvernig mér líður að þá verð ég að tala við hana, systa er líka að ýta mér út í það, enda betra að líða vel en illa =)

Jæja, er enn e-ð óstöðug eftir morguninn, ætla að hvíla mig aðeins og sjá hvort ég geti ekki mætt í LOL-ið á eftir.

sunnudagur, október 16, 2005

Fyllerí & þynnka!

Jæja það var farið á barinn í gær eins og var planað. Ég og Halla mættum sem svakalegar pæjur, í pilsum og alles =) Þarna var fullt af fólki sem maður þekkti og dansaði helling við og bara mjög skemmtilegt. Eh svo rann bjórinn vel niður, kannski einum of enda varð maður vel í því og þynnkan í dag er ekki góð =/ *pjúk* En ég komst samt upp á vist og upp í rúm þannig að ég er sátt. En vil biðjast afsökunar við einn dreng hér, hann veit hvað ég er að meina.

Svo e-ð eftir hádegi var bankað hjá mér og ég var ekki mikið að meika það að fara til dyra en þetta var hún systa =) hún og Hugrún voru nebbla hjá miðlum. Miðillinn sagði ekkert um mig, enda ekki skrítið, ég hálf dauð upp í rúmi og ekki mikið hægt að ná sambandi við mig hehe. En við kikkuðum saman á Ábæ þar sem var troðið í vömbina pítsum og frönskum og auðvitað gosi, ekki annað hægt í svona þynnku =) en þetta lagaði magann minn helling.

En svo var ég að fatta að helgarnar fram í miðjan nóvember eru planaðar hjá mér, það gerist ekki oft að ég hafi e-ð planað langt fram í tímann.

Jæja, magaverkur og hausverkur að gera vart við sig, skjáumst!

laugardagur, október 15, 2005

Bossar & brækur!

Í gær ætlaði maður að liggja í leti og gera ekkert, helst bara sofa. En nei það gengur aldrei. Það var tekin upphitun fyrir kvöldið í kvöld. Skellti mér á nokkra thule og svo komst ég í vodkann hans Ómars. Það var komið við á Kaffi Krók og svo einhverra hluta vegna var kíkt inn á ballið á barnum, þar sem voru bara lambakjöt inni.... ekki gott mál það!

Til að byrja með á kvöldinu var bossinn minn e-ð umræðuefni.... hmmm.... jú hann er bara svona flottur =) eða það var mér sagt! Og eins og á flestu djammi þá fær hann ekki frið fyrir káfi eða klípingum.... uss! Gera e-ð í þessu, skilja hann eftir heima.... ef það væri hægt..... en þá væri reyndar mjög asnalegt að sitja.... damn þá verð ég bara að taka hann með....! Svo varð ég geggt vandræðaleg þar sem að það var lambakjöt að reyna við mig, ekkert sko bara ári yngri, NEI heldur þremur árum yngri! WTF!

Einnig komst umræðu efnið yfir í brækur, fórum e-ð að tala um hvernig brókum stelpur og strákar gengu í. Og þá var það náttla þessi mikla auknig á g-strengs notkun. Þá var sagt ,,áður þurfti að lyfta brókinni frá til að sjá rassinn, nú þarf að klemma rassinn í sundur til að sjá brókin" en þetta kom hann Ómar með og það er bara soldil speki í þessu ;)

En ætla að fara að fá mér pítsu með Höllu minni, er komin með leið á grasi ;) en svo er það tjútt og blenni í kvöld =) kannski á pilsi ef ég verð í þannig skapi =)

föstudagur, október 14, 2005

Thule.... best í heimi!


Vildi bara séra með ykkur elskunni minni, þetta er THULE =) einn besti bjór sem ég veit um! Hann er bara góður og við ætlum að eiga góða stund annað kvöld ásamt fleira liði =) *slef* Einnig er það barinn þar sem við borgum 1200 kr inn og drekkum frítt kaldan í gleri frá 23-02 =) það kallar maður gott. En smá spæling hvort rollur hafi gott af þessu? Jú það hlýtur að vera, öll þurfum við vökva í líkamann ;) Allt sem rennur, samt ekki skauta, sleða eða skíði ;) anyway, kindin jarmar með ykkur á morgun á tjúttinu!

fimmtudagur, október 13, 2005

Svefninn góði!

Okay okay þetta er sad, ég er geðveikt þreytt og leiðist en NEI samt NENNI ég EKKI að fara að sofa, heldur sit ég hér upp á vist í tölvunum ásamt fullt af fólki og reyni að finna e-ð sniðugt að skoða. Þar sem að ég er ekki beint tölvuvædd og hef litla sem enga þekkingu á tölvum þá get ég lítið unnið í síðunni =/ vantar að setja eitt og annað inn, kannski er góð sál þarna úti með tölvukunnáttu sem er til í að hjálpa mér =) En ég fékk mail frá bubblunni minni að heiman og þetta eru spurningar og ég ætla að dunda mér við að svara þeim hér þar sem að ég hef ekkert skárra að gera =) !

 1. Hvernig býrð þú? Eins og er á heimavist, en annars hjá settinu.
 2. Hvaða bók ertu að lesa núna? Prozac nation!
 3. Hvaða mynd er á músamottunni? Það er engin.
 4. Uppáhalds spil? Fer eftir skapinu. Trivial pursuit er skemmtilegt.
 5. Uppáhalds tímarit? Vikan eða Bleikt & Blátt ;)
 6. Uppáhalds ilmur? Af nýslegnu grasi og vetrarlykt snemma á morgnana.
 7. Hræðilegasta tilfinning í heimi? Ef e-ð kemur fyrir ástvini mína.
 8. Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnanna? Aðeins lengur....
 9. Rússíbani, hræðilegur eða spennandi? Örugglega bæði, adrenalín kikk bara.
 10. Hvað hringir síminn oft áður en þú svarar? Fer eftir því hver er að hringja.
 11. Hvað eiga ókomin börn þín að heita? Það er mitt að vita.
 12. Uppáhalds matur? Soðin ýsa með kartöflum, lifrarbuff, svið og hveitikökur.
 13. Súkkulaði eða vanilla? Vanilla. En allt sem tengist vanillulyk = OJ!
 14. Finnst þér gaman að keyra hratt? Já stundum.
 15. Sefur þú með tuskudýr? Já einn sætann sem passar mig, Begga gaf mér hann.
 16. Óveður, spennandi eða hræðilegt? Stundum spennó, ef einhver er til að halda utan um mann.
 17. Í hvaða stjörnumerki ertu? Sporðdrekanum ;) merki kynlífsins!
 18. Borðar þú stönglana af brokkóli? Já alveg eins.
 19. Ef þú mættir velja hárlit þinn hver væri hann? Er sátt við minn.
 20. Uppáhalds myndir? Englar Alheimsins, Freddy Krueger serían og fleiri.
 21. Uppáhalds búð? Vero Moda, Mótor og Hagkaup =)
 22. Uppáhalds þættir? O.C., Nágrannar og e-ð meir.
 23. Notarðu fingrasetninguna á lyklaborðinu? Eh tek varla eftir því, jú kannski e-ð.
 24. Hvað er undir rúminu þínu? Það var ryk en ég fjarlægði það =)
 25. Hverju safnar þú? Minningum og árum.
 26. Hvað myndir þú vilja finna upp? E-ð nothæft.
 27. Uppáhalds talan þín? 12

Vá þetta er smá listi, en þetta eyddi smá tíma og gerði mig enn þreyttari sem er gott mál, þá get ég háttað mig og fundið náttfötin mín og lagst upp í rúm með góða tónlist og sofnað við það! Nú er Lucy Pearl í græjunum. Á undan var Bob Marley greyið búinn að vera slítt út og Bubbi!

Zzzzz......!

*Kitl*

Jæja þá er mín búin að vera að eyða óhemju tíma í að setja linka inn, fyrst var það nú ekki að takast en svo fann ég orsökina, það vantaði tvær kommu =/ ehe en mín er SNILLI SNILLI og lagaði það =) þannig að lömbin mín hafa fylgt mér á þessa síðu frá þessari gömlu.

Miðannarprófin klárðust hjá mér í dag og verð ég að segja að ég er mjög fegin enda fór öll orka í lestur og að reyna að láta e-ð troðast inn í hausinn á manni. Sumt fór betur inn en annað... vá misskilið ;) en miðað við síðustu vikur (þar sem margt gekk á afturfótunum) þá fannst mér ég mjög dugleg við lærdóminn og er því sátt =) En ég var í LOL103 í dag og það er bara þannig að stúlkukindin var svo helvíti þreytt og sat upp við vegg, og þegar maður hallaði sér að veggnum og lokaði augunum.... Zzzzzz..... já ég sofnaði næstum! Í prófi! Vá það hefði orðið vandræðalegt!

En Strullan mín kitlaði mig og þá verð ég að koma með fimm athugasemdir um það sem ég get alls ekki gert. Þetta er annað afbrigði af klukk dæminu... Binni okkar kom þessu víst af stað. Látum reyna á það =)
 1. Ég get alls ekki sofið nakin! Verð alltaf að sofa í einhverju, veit ekki akkuru en þannig er það nú hjá mér.
 2. Ég get alls ekki borðað skinku.... það er e-r skrítnir hvítir harðir bitar í þeim sem ég fæ klígju af!
 3. Ég get alls ekki sofið með silki/satín rúmföt. Úff það fer alveg rosalega í mig.
 4. Ég get alls ekki drukkið bjór ef miðinn ef rifinn af en samt er svo skrítið að þegar ég er að drekka þá ríf ég miðann ósjálfrátt af.... hmmm....
 5. Ég get alls ekki verið á fjölskyldunnar minnar!

Jæja þetta tókst en þetta er mikið meira hugsunar vesen en klukk dæmið. Ég KÍTLA þá næst Höllu, Eydísi Ingu, Hrefnu og Tinnu =) Þá eigið þið sem sagt að koma með fimm atriði sem þið getið alls ekki gert og kítla svo fleiri. Stuð stuð!

Me í bili!

Meee...!

Uss ég ákvað að færa mig og sjá hvort að þetta sé ekki betra gras handa rollunni hérna megin við girðinguna ;) svona svo maður fái e-ð sniðugt =)
En ég jarma á ykkur seinna og læt meira inn á þegar ég hef aðeins meiri tíma frá jórtrinu!
Me me!