Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Berlínar bolla?


Hey á á svo mikið af krúttum út um allt, og þetta til vinstri er hann Einar Össur, strákurinn hennar Búbbu minnar, algjört krútt =) varð 1 árs í ágúst. En svo verð ég að fá mynd af Dominic hans Kidda og Melissu líka!

Vá ég er e-ð ekki að ná þessu, prófin byrja á morgun og það þýðir náttla bara LÆRA LÆRA & LÆRA ! Ég kvíði prófunum náttla að einhverju leiti en ég held samt að ég nái þeim alveg, vera bara bjarsýn á þetta allt og ekkert múður =) ! Ég fer í samrænt próf í íslensku á morgun, úff þriggja tíma próf, en samt skil ég ekki málið með þessi samrændu próf. Þjóna þau einhverjum tilgangi? ? ? Endilega segja ykkar skoðun. Svo er það sálfræði á föstudaginn, íslenska 5. des og lol-ið 6. des. Svo líða margir dagar í síðstu prófin, en uppeldisfr. er 13. des og félagsfr. 14. des! En ég er samt dugleg og byrjuð að lesa fyrir sálfr. prófið =)

En ég verð samt að fara að koma mér í heimsókn á Dósina, hitta nýja prinsinn og gefa honum sængurgjöfina sem ég keypti í dag =) ! Geðveikt flott.

En ég var í heimsókn hjá Kristínu í dag, stuð hjá okkur, hún var að þrífa herbergið sitt og ég lá í makindum upp í rúminu hennar =) virkaði mjög vel. Alltaf gaman að spjalla við hana!

Já Króksarar eru mjög duglegir við jólaljósin en á sunnudaginn tók ég jólaseríurúnt með Lilju Dögg og Ásdísi Öddu. Auddað þurftum við að gagnrýna uppsetningu og liti og fleira þannig ehe =)
En það er samt kominn jólafiðringur í mig og í gær hlustaði ég á jólalög og dundaði mér við það að flokka glósur.

Kærlig hilsen e-ð!

mánudagur, nóvember 28, 2005

Þórður Pálmi

Ég hef ekki enn hitt þann litla í eigin persónu en ég er samt búin að sjá myndir af honum og hann er svo sætur! Ég fann þessar myndir á síðunni hjá henni Lindu Hlín.
Á fysrtu myndinni er svo nýji prinsinn, Þórður Pálmi. Á annarri myndinni er Gabríel Dagur með nýja bróðir sinn. Svo kemur Víkingur Leon með litla bróðir. Og svo eru það feðgarnir á neðstu myndinni, Þórður Rafn og Þórður Pálmi.

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Fyrir 13 árum

Var að vinna í gær á jólahlaðborði á vegum Árbakkans, byrjaði um sex og var komin heim e-ð að nálgast hálf tvö í nótt... en þá var líka geðveikt gott að fara í sturtu, náttföt og kúra sig aðeins! En þetta kvöld fór mjög vel og allir virtust skemmta sér mjög vel, enda ekki annað hægt þegar Harpa og Halli syngja og spila og skemmta fólki =) Takk fyrir flotta tónlist krakkar. Ég var svona aðallega að sjá um drykkina hjá 1/3 af fólkinu, ásamt henni Erlu Í, við vorum líka flottar saman =) rúlluðum þessu alveg! Og þótt ótrúlegt sé þá mundi ég öll vínin sem við vorum að bjóða og það finnst mér fott, enda veit ég voða lítið um vín nema að það er til rautt og hvítt og e-ð þannig ehe... en þarna mundi ég nöfnin og alles. Svo í lokin fengum við að borða og VÁ þetta var góður matur, þannig að maður fékk svona forskot á jólasæluna, bæði með matinn og stemmninguna =) þetta var mjög skemmtilegt kvöld en ég er samt að drepast e-ð í hnénu núna, stóð kannski of lengi í gær *hugs*

En það er sko alveg á hreinu að þegar ég fæ útborgað hringi ég beinustu leið í Kúnst og bið um tíma í klippingu og litun!

Í gær voru 13 ár síðan Hafþór Ingi kvaddi okkur og fór til betri heims. Ég man það eins og það hafi gerst í gær, ég man daginn svo vel. Ég man ekki allt en það sem ég man ekki spyr ég fjölskyldu mína um. Hann var sterkur og lífsglaður drengur og var alltaf til í e-ð skemmtilegt. Hann er samt enn hérna, hann lifir í hjörtum okkar og minningum. Hafþór, ég sakna þín og elska þig. Ekki gleyma mér, ég hugsa til þín =*

föstudagur, nóvember 25, 2005

Prinsinn kominn!

Vá hvað ég hef verið brosandi hringinn síðan ég fékk fréttir af nýja prinsinum =) já systa er búin að eiga, þessi prins ákvað að halda í hefðina og kom fyrr, en hann átti ekki að koma fyrr en 6. des. En hann kom í nótt 00:10 og var 3180 gr og 49 cm =) Snáðinn fékk svo nafnið Þórður Pálmi sem er mjög flott. Hann er þá alnafni afa síns í föðurætt. Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Ég hlakka alveg óstjórnlega mikið til að fá að sjá hann =)

Hmmm ég var að skoða síðuna hans Óskars og þar fann ég svona sniðugt um bíómyndir. Þar merkir maður við hvaða myndir maður hefur séð og ef maður hefur séð meira en 70 myndir af listanum þá er maðu ,,movie hore" og ég var búin að sjá alls 131 mynd af listanum *úps* kannski fara að minnka tv glápið.... *hugs*

En annars er ég bara að láta mér leiðast, var að lesa í sjálfstæðu fólki og mín bara kláraði bókina =) bjóst ekki við því en mér finnst það mjög gott. Svo var ég að reyna að gera spurningar í sálfr. en ég er ekki alveg að skilja það þannig að ég tók mér smá pásu =) hvíla hugann og fleyja sér svo aftur í lærdóminn. En er samt búin að vera dugleg, vaskaði upp og setti í þvottavél og hengdi upp, og svo eldaði ég mér gúmmilaði fyllt pasa með fullt af gumsi út á *slurp*

En annars hef ég verið dugleg þessa vikuna, mætti í alla frjálsu tímana niðrí sal og tók sko á því, ég er svo sterk og dugleg ;) kannski maður haldi þessu bara áfram og reyni að sína árangur *hugs* Ekki væri það nú svo slæmt.

En ætla að fara að læra eða e-ð.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

,,Ótti"

Ástin vakti hjá henni löngun
En Adam var ei lengi í paradís
Oft mátti sjá marbletti í vöngum
Og augun sem gerð væru úr ís

Í ótta kvaldist margar nætur
Aldrei í hjarta frið fann
Við svona eitthvað undan lætur
Smá saman sálin upp brann

Bundin sársauka fjötrum í mörg ár
Af manni sem hún vildi njóta
Dofin og bæld með sálar sár
Slíka hlekki þarf styrk til að brjóta

Af því kom hún slapp ó já
Styrk sinn hún sýndi af lokum
Sál sína vildi aftur fá
Og forða frá köldum strokum
Þetta er ljóð tekið af www.styrkur.net og ég vildi bara sýna ykkur það, líka til þess að benda fólki á þessa síðu. Þarna er heilmikið um heimilisofbeldi, þolendur og fleira. Mæli með því að fólk skoði þessa síðu og fræðist um þetta.

Long time... dead...?

Jæja góðir hálsar... eða hausar... kannski bara fólk =) hef ekki verið beint dugleg við að skrifa hérna inn en betra að segja e-ð svo ég komist aftur í tikk æfingu ;) ekkert samt perralegt! En ég ætla bara að reyna að setja síðustu daga inn í punktum =) hehe það er betra en ekkert!

 • Fór á Dósina á fimmtudaginn með Helgu skvíz og í flotta kagganum hennar. Takk sæta fyrir farið fram og til baka =)
 • Heiðar og Guðríður komu líka, fínasta fólk =)
 • Kúrði með systu og bumbunni aðeins um kvöldið
 • Föstudeginum var eytt að mestu í lærdóm *dúgleg* vann í ritgerðum og fyrirlestri!
 • Svo var svona systratími, ég og systa vorum að föndra jólakort.
 • Komst í geggt jólaskap við það, vantaði bara smákökur og heitt kakó.
 • Um kvöldið voru bakaðar pítsur, Heiðar kann ekki að skera papriku!
 • En svo var það náttla Idol og annað Tv gláp.
 • Sá mynd þar sem voru dauðrefsingar. People! Hvert er ykkar álit? Eruð þið með eða á móti dauðarefsingum? Svara svo og rökstyðja ;) !
 • Laugardagur... las í sjálfstætt fólk og kláraði fyrirlesturinn í uppeldisfr. *so proud*
 • Um kvöldið þjónaði ég í tvöföldu 50 ára afmæli, ekki nema 180 manns....!
 • Það var rosalega gaman sko =)
 • Fékk líka þessa ÆÐISLEGU möndlutertu með daim þegar ég kom heim *slef*
 • Sunnudagurinn fór í leti, vera með fólkinu og borða skúffuköku *slúrp*
 • Á mánudaginn kom ég sjálfri mér á óvart.... mætti í frjálsan tíma niður í sal... Og djöfull var það gaman, endurtaka það pottþétt!
 • Horfði á "Ghostbusters II" í gær. Mjög góð en samt er fyrri myndin betri.
 • Hélt fyrirlestur í dag um heimilisofbeldi, vá ég var svo feimin og stressuð og skalf! Ef ég hefði verið jólatréð hefði ég skolfið allt grenið af mér!
 • En vitið þið hvað afkvæmi asna er?

Hmmm þetta gekk ekki svo illa =) en svo var systa að gera svona klukk dæmi á mig, svona 7 hlutir dæmi e-ð, og ég ætla að gera það, hef reyndar gert sumt af því áður en þá er okay að breyta svörunum aðeins =)

7 Hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

 1. Verða stúdent
 2. Læra meira
 3. Koma mér í form
 4. Vera ánægð með sjálfa mig
 5. Gefa út ljóðin mín
 6. Finna draumamakann
 7. Ferðast

7 Hlutir sem ég get ekki gert:

 1. Sungið vel
 2. Staðið á höndum
 3. Farið í handahlaup
 4. Verið ljóshærð
 5. Hlustað á fordóma *verð reið*
 6. Talað frammi fyrir fólki *feimin*
 7. Hætt að borða nammi

7 Hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

 1. Bakið
 2. Hendur
 3. Varir
 4. Augu
 5. Hárið
 6. Húmor
 7. Bros

7 Orð sem ég nota mikið:

 1. Kleina
 2. Ég er svöng
 3. Ekki þessu
 4. Æði
 5. Dísess
 6. Nölli
 7. OMG

7 Hlutir sem ég sé:

 1. Tölva
 2. Sími
 3. Blóm
 4. Málverk
 5. Jóla cd
 6. Fólk
 7. Teppi

7 Hlutir sem ég ,,pota" í að gera eins:

 1. Begga
 2. Arna
 3. Halla
 4. Kristín
 5. Helga
 6. Eydís Ósk
 7. Eydís Inga

Já vá nú er ég kominí tikk æfingu og komin með ógeð á þessu lyklaborði! Þetta tók LANGAN tíma enda fólk að trufla mig á msn, helvítis ókurteisi! En þetta ætti að nægja ykkur í einhvern tíma, ef einhver nenni að lesa þetta hehe.

Sykyrpúða rúsínú krúttí krútt æði pæðið mitt er Búbba =*

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Núverandi hvað?

Jæja búbban mín klukkaði mig með svona núverandi dóti og ég ætla að vera nölli og dunda mér við það í staðinn fyrir að fara að sofa =) enjoy!

 • Núverandi tími: Aðfaranótt sunnudags
 • Núverandi föt: Stuttbuxur og bolur
 • Núverandi skap: Dösuð, þreytt en vel sátt
 • Núverandi hár: Blautt vafið inn í handklæði
 • Núverandi pirringur: Þetta mánaðarlega
 • Núverandi lykt: Sjampólykt og kúlu súkkinu hennar systu
 • Núverandi hlutur sem ég ætti að vera að gera: Sofa Zzzzz....
 • Núverandi skartgripir: Engir
 • Núverandi áhyggjur: Jólaprófin
 • Núverandi löngun: Grennast
 • Núverandi ósk: Fara á Patró
 • Núverandi farði: Enginn
 • Núverandi eftirsjá: Engin
 • Núverandi vonbrigði: Klára svo seint í prófunum
 • Núverandi skemmtun: Systa og heimilisfólk
 • Núverandi ást: Fjölskylda og vinir, jú líka græn epli
 • Núverandi staður: Hús nr. 13
 • Núverandi bíómynd: Einhver um dauðarefsingu minnir mig
 • Núverandi íþrótt: Pikka á lyklaborðið
 • Núverandi tónlist: Suðið í tölvunni og mágur minn að glamra á gítar
 • Núverandi lag á heilanum: Latabæjarlagið
 • Núverandi blótsyrði: Blóta ekki *hóst*
 • Núverandi msn manneskjur: Öddi
 • Núverandi desktop mynd: Gabríel og Víkingur
 • Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Eh sofa, var að klára að þjóna döh...
 • Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Engin
 • Núverandi dót á veggnum: Málning

Jæja ég ætla að reyna að greiða hárflókann minn og sofna vært eftir gott át í vinnunni hehe!

föstudagur, nóvember 18, 2005

Mýs

Einu sinni voru þrjár mýs að metast um það hver þeirra væri hugrökkust. Fyrsta músin: Iss maður, ég tek músagildru í bekkpressu og fer létt með það. Mús númer tvö: Já ég drekk nú bara músaeitur eins og vatn. Þá gekk þriðja músin í burtu og hinar spurðu hvert hún væri að fara. ,,Heim að ríða kettinum", svaraði hún. Hahahahahahahaha þetta er bara snilld =)

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Hár með sjálfstæðan vilja!

Öss nú verður kindin að fara að segja svona tvö eða þrjú orð hérna handa lömbunum sínum, það er víst e-ð verið að biðja mann að rita fáein orð svo fólk fái ekki fráhvarfseinkenni =)

Ég er búin að velja mér áfanga fyrir næstu önn og þá sé ég betur hvað það er stutt eftir, farin að ssjá hvíta húfu og skírteini í hyllingum hérna fyrir framan mig *dreymin á svip* en ég valdi mér í varaval LOL203 en í aðalval valdi ég FRA403, FÉL503, UPP303, SÁL403/313, ÍSL633 og ENS603 =) þetta er alveg slatti en ég þarf 21 einingu bóklegt og 2 einingar íþrótta til að klára! En þetta verður mikil vinna því tvennt af þessu eru ritgerðaráfangar og svo eru þetta svona miklir les áfangar =/ og ekki bætir úr skák að ég fæ ekkert allt of þægilega kennara í þessum áföngum, aðallega sko félagsfræðin, þar sem það tekur kannski klukkutíma að fá hjálp frá kellingunni! En þetta reddast með svona góða nemendur ;) hehe.

Hey svo er orðið ANSI ÓTRÚLEGA stutt í jólaprófin....! Ég tek eitt samrænt próf og svo fimm önnur en verð samt ekki búin fyrr en 14. desember. Fyrst leist mér ekkert á það því ég þarf að vera komin suður snemma þann 15. desember en hey það hefur reddast =) Takk Jón minn! En ég held að ég ætli bara að taka eitt próf sem 100 % en það er LOL103 enda er það soldið erfitt =/ En svo hverfa teinarnir 15.desember og svo bara fara heim yfir jólin =) VÁ get varla beðið enda hef ég ekki farið heim síðan í maí og þá stoppaði ég bara í þrjá daga.

Vá fólk getur verið skrítið, en ég hérna fór í gær og borgaði fyrir að láta pína mig WTF! Jú kellan fór í vax á löppunum en það var ekkert eins vont og ég hafði ímyndað mér og leið bara vel á eftir. Þetta tók bara um 5 mínútur en ef ég hefði gert þetta hefði það tekið allavega klukkutíma eða e-ð. En þessi sem vaxaði mig heitir Hjördís, fín kona, og eftir soldið spjall hjá okkur komst ég að því að pabbi hennar er Patreksfirðingur =) vá lítill heimur!

Í gærkvöldi átti ég að vera tilbúin um hálf átta og svöng líka, því Kristín ætlaði að gefa mér afmælisgjöf =) stefnan var þá tekin á Pollan, ég, Kristín og Anna Rún og ég held bara að ég sé enn södd eftir Röggann *slef* Takk æðislega fyrir mig, þetta var mjög gaman stelpur =)
Svo eftir það horfði ég á Freddy elskuna mín Krueger.

Jæja, ætla að hvíla augun fram að mat ehe og leggja mig, svaf e-ð illa í nótt, var alltaf að vakna.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Hrukkur???

Þá er helgin komin að lokum, eða svona næstum því, kvöldið eftir og þá er hún búin. Ég eyddi helginni á Dósinni hjá þeim á nr. 13 og það var bara rosalega gaman eins og alltaf.

Á föstudaginn var ég komin hingað um kaffið. Fékk far með Heimi, var eina stelpan =/ fannst það mjög óþægilegt en það bjargaðist. Hrefna og Erla voru að byrja að föndra jólakort þannig að ég las bara í Sjálfstætt fólk eftir Dóra Lax, sérstök bók finnst mér. Alltaf langdregnar lýsingar á öllu en kannski er það gott í sjálfu sér. Um kvöldið var legið í leti, poppað og horft á TV. Fyrst horft á Latabæ með strákunum og svo bara bíómyndir. Sofnaði nú samt ekkert fyrr en e-ð að ganga tvö held ég, enda ég og systa að spjalla og horfa á TV. Svo akkúrat á miðnætti þá hringdi Búbban mín og söng afmælissöng handa mér =) *tár* það var gaman.

Á laugardaginn vaknaði ég snemma og var komin á fætur um hádegi, ekkert verið að drífa sig enda á afmælisdeginum sínum =) já kellan varð 19 ára skvízu pæj ;) stækkaði reyndar ekkert yfir nóttina, og fékk engin grá hár eða hrukkur, þannig að mín er sátt =) kannski kemur það um tvítugt *hugs* eyddi deginum með heimilisfólkinu, fórum í búð og kíktum út og svona gaman =) svo sýndi ég snilli mína og bakaði þessa flottu afmælisköku *slef* djöflatertu með englakremi og hún var geðveikt góð! Já systa útskýrði það fyrir mér að þegar fólk er komið á ákveðinn aldur þá verður það sjálft að baka afmæliskökurnar =) svo fór ég að vinna um sjö og varð samferða Sóley. Þarna vorum við öll síðan í sumar, ég, Sóley, Anne, Lee Ann, Mummi, Erla og Dedda =) þetta var bara gaman. Kveið kvöldinu rosalega en þetta gekk eins og smurt og allir mjög happy með sitt. Svo byrjaði fólkið á tveim borðum í salnum allt í einu að syngja afmælissöng handa mér.... eh.... vá hvað ég fór hjá mér. Roðnaði svakalega, fór úr hvítvíni yfir í rauðvín var sagt en takk samt æðislega fyrir sönginn dúllurnar mínar =) svo voru æðisleg skemmtiatriði þarna á árshátíðinni og maður sá nú e-ð af þeim þegar maður var alltaf úr í sal. Þórður mágur tók sig vel út sem rauðhetta litla hehe. Hmmm var búin að vinna um hálf tólf og þá tókst stelpunum að draga mig á ballið með honum Geirmundi sem var mjög gaman. Fórum fyrst heim til Lee Ann að drekka og svo á ballið. Reyndar eftir einhvern tíma hættu þær að dansa því þær voru of uppteknar af Hórunni og slagsmálum *öss* en þetta var samt gaman, hef samt aldrei séð jafn mikið af slagsmálum og á einu balli! En fékk fullt af afmælis knúsum og kossum um allt ball =) Takk takk. Svo fannst mér geggt fyndið, ég var inn á kvennaklósettinu og þá kom einhver stelpa ,,Vá ertu með svona steina á tönnunum?" Eh what?! En svo fattaði hún að þetta voru teinar. Það var fullt af fólki að koma upp að mér að tala við mig og svo fékk skvízan auddað athygli frá hinu kyninu ;) en mín ákvað samt að vera auddað stillt =) held að ég hafi verið sofnuð á slaginu sex í morgun og vá hvað það var gott, var ekkert smá þreytt!

Vaknaði svo í dag um eitt og fór á fætur þá og fór í sturtu og í föt =) er reyndar geðveikt þreytt núna þannig að ég sofna pottþétt snemma í kvöld Zzzzz! Fengum svo vöfflur áðan, úff ég er að springa... Svo fer ég yfir á eftir með Heimi um kvöldmatinn held ég. En afrekaði samt það í dag að lesa í lol-inu fyrir morgundaginn, svona e-ð smá =)

Hmmm það voru mjög margir sem mundu eftir deginum mínum í gær, en mest fólk sem ég hef ekki talað við lengi, en mér sárnaði að ein af mínum bestu vinkonum mundi ekki eftir því og man það ekki enn =/ og er búin að fá tvær gjafir, fékk frá Höllu 2 bjórkönnur, gloss, nóa kropp og lyklakippu og frá settinu heima smá pening. Takk takk =*

En vitið hvað það er að tepoka einhvern? Endilega commentið og segið hvað þið haldið =) þetta kom hann Valur með á tjúttinu í gær, var alltaf að segjast ætla að tepoka fólk hahaha bara fyndið!

Bleble!

föstudagur, nóvember 11, 2005

Sápa...

Öss mín bara með gamla sál... nei samt ekki, maður þarf ekkert að vera orðin gömul og gráhærð til að horfa á sápur. Ég byrjaði fyrir löngu til dæmis að horfa á Guiding Light, til að byrja með horfði ég á það með henni Valgerði heitinni en eftir að hún dó þá hélt ég á að horfa á þetta, samt ekki hvern einasta þátt, þess þarf ekki =) en ég bara ersvo forvitin og verð alltaf að vita hvað gerist næst. Held samt að eina sápan sem ég horfi næstum allaf á sé Neighbours sem eru góðir þættir =) finnst mér! En fyndið með svona þætti hvað allt getur verið ruglingslegt =/ ég lenti óvart inn í EINUM Glæstum Vonum þætti (tek það samt fram að ég horfi samt ekki á þá) og þar var einhver gaur sem vargiftu kellu og þá var hann orðinn stjúppabbi hálfsystkina sinna WTF! Það er bara fucked up fólk. En þegar maður fer að pæla í þessu þá er mikið af svona í þessu daglega lífi ef við reynum aðeins að fylgjast með því. Ég veit um dæmi þar sem að hjón skyldu og yngdu bæði upp, og svo kom í ljós að yngri makarnir þeir áttu barn saman áður en þeir giftust hinu fólkinu =/ bara skrítið lið! Þannig að þetta voru mjög NÁNAR fjölskyldur. En svona erum við, þurfum drama og sápur og krydd af einhverjum ástæðum í líf okkar.... hehe!

Hey hverjir hérna hafa farið að skoða Hvítserk??? Ég hef gert það, einhvern tíma þegar ég var yngri og fannst það geðveikt gaman =) en svo núna þegar ég fer að pæla í því þá skil ég ekki alveg hvaða ánægju fólk fær út úr því að skoða kletta út í sjó sem fullt af fuglum er búið að skíta á =/ neibb er ekki alveg að fatta þetta. En svona er náttúran skrítin.

Vá strákar! Arg gæti misst vitið út af þeim, þeir gera mann stundum geðveika! Sem sagt lambakjötið sem ég talaði um einhvern tíma um daginn lætur mig ekki vera =/ ARG! Hann var að gera mig gráhærða, sko alltaf e-ð þú ert svo fallega og bla bla bla.... svo má ég sofa hjá þér?! WTF!!! Eh hvað er að fólki? Ég náttla hef engann áhuga og sagði pent nei takk en þá varð hann bara móðgaður og sagði að hann gæti alveg fullt í rúminu þótt hann væri yngri en ég! Vá hvað ég hló þegar hann sagði þetta, húmor! Það skiptir engu máli. Hann verður bara að átta sig á því að ég vil hann ekki! Úff erfitt að vera sæt ;) DJÓKUR! En já strákar eru erfiðir.

Hmmm.... ég er að pæla að fara að setja e-ð í tösku sem ég ætla að taka með mér á Dósina!

Bless kindurnar mínar =)

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Bleh.....


Sko, ég er farin að taka alveg rosalega mikið eftir nammi síðstu daga =/ sé það í auglýsingum eða heyri um það í útvarpinu, sé nammibréf út um allt og allir að bjóða manni nammi! Er þetta bara af því að ég ákvað að borða bara nammi á laugardögum eða??? *snökt* þoli þetta ekki! En samt er nammilöngunin ekki svo mikil, hef nebbla uppgötvað nammi sem er geðveikt gott, geðveikt græn epli sem eru djúsí góð =) *slef* mæli með þeim. Nammi þarna er elskan mín nýja ;) en samt skrítið með mig, ég get bara borðað svona epli, svona rosalega græn. Get ekki borðað rauð eða gul, finnst þau smakkast e-ð svo skrítið =/

Vá það er orðið svo sleipt úti að það er bara stórhættulegt =/ var að labba í skólann í morgunn og ég datt næstum á öllu þessu svelli sem er á göngustígnum! Vá það þarf virkilega að láta salta þetta eða bera möl á þetta svo enginn fari sér að voða. En ég var nú voða ekki að pæla hvað ég var að gera í morgun, til að byrja með fór ég út á peysunni en það reyndar var ekki svo kalt. En svo fattaði ég þegar ég var komin svona hálfa leip að ég var á inniskónum ehe... en mín var ekkert að snúa við, fínt að leyfa tánum að anda =)

Öss mín var sko að sýna kraftana áðan =) hehe. Var nebbla í íþróttum og við vorum ekki nema fimm sem mættum, ég var eina focking stelpan =/ ! En þá sýndi ég bara strákunum hvað ég er sterk =) hljóp 2 km og svo var tekið á því í tækjunum og núna get ég varla labbað því ég lyfti kannski of mikið fyrir lappirnar =/ en það reddast. Svo vildi Ingvar að við stæðum á höndum í lok tímans WTF! Einn sem gat það. Ég reyndi það ekki einu sinni, enda hef ég aldrei getað það, ekki einu sinni í grunnskóla =/ en það er í lagi, hæfileikar mínir liggja annars staðar ;) hmmm svo er ég víst búin að lofa mig í frjálsu tímana í salnum í kvöld =/ allt fyrir hana Lilju mína. En maður hefur gott af því ;) !

Hmmm ég varð pirruð í morgun! Ég var nebbla að ná í þvottinn minnum hálf tíu og hún fór e-ð að tjá sig að fólk ætti ekki að ná í hann fyrr en klukkan 10! Oh sry! Kom hálftíma fyrr! Svo var hún e-ð að segja að ég væri með svo mikið að þvotti. Ég skylid það bara þannig að hún myndi ekki þvo svona mikið, að maður gæti bara farið e-ð annað. Eh exskvís mí! Ég bara kemst ekkert heim á helgum, soldið langt! ARG! *PIRR* En svo þegar ég kom í hádeginu þá var hún voða næs og allt, meira segja sagði að ég mætti koma með þvott líka á mánudögum því ég kæmist ekki heim =) haha, hún er ágæt ef hún vill vera það!

Jei svo er ég að fara á Dósina á morgun =) get ekki beðið eftir að hitta alla, bæði fólk og bumbur ;) en bumban er sett þann6. desember og ég get varla beðið eftir að fá nýtt frændsystkin =)

Hey svo er stóri dagurinn eftir aðeins 2 daga! Þá verð ég gömul og gráhærð ;) hehe

See you later alligator - after while groccodile!

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

,,Rokland"

Höfundurinn Hallgrímur Helgason kom hérna í skólann til okkar í dag til að kynna nýju bókina sína ,,Rokland" og lesa upp úr henni fyrir okkur, sögusviðið er Krókurinn =) þetta er brilliant bók, allavega þetta litla sem hann las fyrir okkur og ég væri vel til í að eignast þessa bók =) er ábyggilega MJÖG góð! Hann verður líka að lesa upp úr henni á Kaffi Krók í kvöld, endilega að kíkja þangað =)

Jæja fólk, þá er að fara að fá sér bók og lesa =) !

mánudagur, nóvember 07, 2005

Hvað viltu???

Hmmm ég var víst beðin að gera svona afmælis- og jólagjafalista hérna á síðunni minni, sem er kannski ekki svo vitlaust, þá þarf fólk ekki að spurja jafn mikið hvað mig langar í fyrir afmælið mitt og um jólin =)

 • Lopapeysa með rennilás og hettu
 • Tvíbreið sæng
 • James Blunt
 • Nýji Rammstein diskurinn
 • Hello kitty taska *þessi hvíta & bleika*
 • Bleiku flugugleraugun ;)
 • Typpa kökuformið í rómantik.is
 • Að fara til miðils
 • Blandari *töff partý apparat*
 • Flott nærföt ;) *mjá*
 • Joe boxer náttbuxur
 • Nýja puma ilmvatnið
 • Ronja Ræningjadóttir *snilld*
 • Röggi special & öllari ;)

Já þetta eru svona hugmyndir =) var bara ekki að meika það að hugsa meira!

Þyrnirós svaf í.... sex daga???

Vá mér finnst ég ekki hafa bloggað bara heillengi =/ enda man ég ekkert allt sem gerðist í síðstu viku, var líka e-ð slöpp þá en er hressari núna =) En þetta hefur gerst síðstu daga hjá mér í nokkrum svörtum punktum =)
 • Fór í borg óttans á fimmtudag
 • Sá snjó kastað í plömmerinn á Siggeir =/
 • Hitti Jógó í fyrsta skipti =)
 • Algjört krútt!
 • Tjill um kvöldið
 • ,,Nightflyer" á dvd og Öddi kom í heimsókn
 • Föstudagsmorgunn fór í píningu
 • Jebb strekking á teinunum =/
 • Keypti 2 jólagjafir
 • Fór í viðtal
 • Vá ég var stressuð þar....!
 • Bíó um kvöldið ,,Two for the money"
 • Langdregin og leiðinleg mynd... Zzzzz.....!
 • Fór á skauta á laugardag
 • Fórum þegar María skallaði svellið =/ ái!
 • Ég fékk að ráða um kvöldið
 • Valið varð ,,Corpse Bride" í bíó =)
 • Hún var mjög góð og mjög spes
 • Ekki samt fyrir alla
 • Rúntur eftir það, ég var alveg týnd =/ ehe...
 • Sunnudagur fór í LETI upp í 16 =)
 • Fékk svo far með Höllu & co =)
 • Svaf mest alla leiðina =) Zzzzz!

Hmmm... það eru komin upp drög að próftöflu fyrir jólaprófin og ég er alveg sátt við prófin nema þetta síðasta, þeir ákváðu nebbla að vera ömurlegir og planta prófi hjá mér þann 14. desember þegar ég á að vera að fara til Reykjavíkur =/ kræst! Þannig að annað hvort verð ég að fara með flugvél eða breyta tannsa tímanum.... vesen! En þetta reddast vonandi! En er einhver sem er að fara suður 14. des seinnipartinn???

Hver vill fá mig í vinnu? Vantar vinnu til að borga skólann minn!!! Einhver sem veit hvar er hægt að fá vinnu á Króknum?

Anyway, meira sem ég er hætt að gera fyrir utan að drekka blenni (fram að áramótum sko með blennið) en það er að hætta að borða nammi nema auddað á nammidögum =) ef mér tekst það... *ehe*

Hmmm.... best að fara að koma sér í tíma, svo ég nái einhverju af þessu dóti hérna =)

Bleble =) !

BTW....5 dagar í stóra daginn =)

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Snjókeyrsla

Öss ef maður er ekki bara þessi flotti ógó snilli =) ég brilleraði á ökumatinu, bjóst nú ekki við öðru ;) okay smá egó en gott að hafa álit á sér! Ég reyndar var geggt kvíðin fyrst en Keli er fínn kall þannig að þetta var ekkert mál. Hann reyndar spurði helling út í eldri systkini mín, enda kenndi hann þeim e-ð hér í denn =) gaman af því hvað heimurinn er lítill. Þá er bara að fara að sækja um nýtt skírteini og þá get ég krúsað um göturnar eins og ég vil.... samt eitt problem... á ekki bíl =/ hehe.

Ég heyrði svo í stóra bró í dag, svona hvort ég fái ekki að gista á sófanum þegar ég kem =) auddað maður! Hlakka til að hitta hann e-ð af viti núna. Svo heyrði ég líka í stystu í dag =) hafði nebbla áhyggjur af þeim, því þau voru veðurtept í borg óttans =/ en þau eru komin örugg heim til sín! *hjúff*

En ég sá þetta hjá henni Elsu ,,frænku" =) ætla að prófa þetta, bara nölli dauðans *roðn*
 • Hvað er klukkan? 18:00
 • Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Held stúlka Þórsdóttir. Hef aldrei séð það.
 • Hvað ertu kölluð? Habba, Húbba eða tútta. Stundum It.
 • Hvað voru mörg kerti á síðstu afmæliskökunni þinni? Eh... *hugs* LANGT síðan =/
 • Hár? Brúnt með ljósum strípum, axlarsítt og flott.
 • Göt? Tvö í sitthvoru eyra. Tilvonandi göt verða ekki sögð hér ;)
 • Fæðingarstaæður? Patró
 • Hvar býrðu? Patró & Króknum
 • Uppáhaldsmatur? Fiskur, kjúlli, svið og hveitikökur - mömmumatur!
 • Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Já
 • Gulrót eða beikon bitar? Eh... gulrót
 • Uppáhalds vikudagur? Miðvikudagur, þá er skólavikan hálfnuð
 • Uppáhalds veitingastaður? Ítalía
 • Uppáhaldsblóm? Sóleyjar og bómullarblómin
 • Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Rugby og fótbolta
 • Uppáhalds drykkur? Trópí, undanrenna og vatn
 • Disney eða Warner brothers? Disney
 • Uppáhalds skyndibitastaður? Subway og dominos
 • Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi
 • Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Eh Halla minni mig
 • Í hvaða búð myndir þú vilja botna heimildina á kretitkortinu? Vero moda eða blend
 • Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Les eða hlusta á tónlist
 • Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Ertu á föstu
 • Hvenær ferðu að sofa? Milli 23 og 24. REYNI.
 • Uppáhalds sjónvarpsþáttur? C.S.I, O.C og Nágrannar
 • Með hverjum fórstu síðast út að borða? Sóley, Jóa og Valda
 • Ford eða Chevy? Ford
 • Hvað varstu lengi að klára þetta? 5 mín =)

Er farin út með Höllu, sukk í gangi ;)