Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

þriðjudagur, desember 27, 2005

Hó hó hó...

Aðfangadagur rann upp eins og gengur og erist, en mín var svp spennt nóttina fyrir að ég gat varla sofið, svona er það þegar stemman er svona mikil og barnið kemur upp í manni. Ég reyndi að vera voða hjálpleg með matinn og leggja á borð =) og vá hvað þetta var góður matur *slúrp* en mér finnst frómasinn alltaf bestur ! Sigþór litli bró fékk möndluna, ekki er það nú skrítið, held barasta að drengurinn sé með e-ð voða ofurnæmt lyktarskyn eða e-ð. En ég held að ég hafi borðað soldið yfir mig enda var ég með hiksta nánast restina af kvöldina ehe.... Svo kom auðvitað að pökkunum og allir mjö gánægðir með það sem þeir fengu. Ég fékk blandara m/glerkönnu, nýja puma ilminn, bókina ,,Blekkingaleikur", kerta dekur, diesel bol & peysu, handklæði m/ nafninu mínu og stjörnumerki, James Bluns cd, bað dót, glervasa m/ hjarta seríu ofan í og trivial puirsuit 20 ára útgáfu =) TAKK ÆÐISLEGA FYRIR MIG !

Á jóladag börðumst ég, Elli og Sigþór um heimsyfirráð. Já við vorum að spila RISK, það er brilliant spil. Mér gekk mjög vel í byrjun en svo breyttist e-ð og Elli vann hehe. En ég ætla að spila aftur við þá og reyna að vinna. En það skiptir ekki mestu, skiptir mestu að hafa gaman af þessu =) !

Í gær fór ég svo með mömmu og pabba upp í Hafnarfjörð að fara að leiðinu hans Hákonar frænda. Vá ég hafði aldrei farið að leiðinu þannig að mér fannst þetta mjög erfitt. Ég fékk ekki að kveðja en samt var ég látin vita fyrst þegar hann fór. Skrítið. En við svona aðstæður þá sér maður hvað það þarf stuttan tíma til að fólkið sem manni þykir vænt um hverfi frá manni.

,,Blekkingaleikur" er BRILLIANT bók. Mæli með henni !

föstudagur, desember 23, 2005

Skyldi það vera jólahjól...?

 1. Settið og litli bró eru komin suður =)
 2. Hafði ekki séð þau síðan í endi júní !
 3. Vá og mútta er orðin GRÖNN ! Næstum horfin
 4. En ef henni líður vel, þá líður mér vel !
 5. Hitti Gunnar í gær, rúntur og tjatt
 6. Fékk svo óvænt jólapakka frá honum
 7. Samviskubit... ég gef honum ekkert...
 8. Skötuveisla í dag út á Álftanesi hjá Halla, Villu og dætrum
 9. Hellingur af fólki þar !
 10. Ég borða ekki skötuna en lyktina má ekki vanta, hún er hluti af jólunum =)
 11. Táta og Telimakkus voru orkumikil og fjörug að vanda
 12. Tekinn rúntur niður í bæ að sjá jólastemmningu, fólk og ljós
 13. Laugarvegurinn var lokaður, það var friðarganga minnir mig
 14. Kíktum rölt í Kringlunni
 15. Sáum enga jólasveina
 16. Hins vegar fullt af löggimönnum og ryggisvörðum !
 17. Tveir flottir sem voru að spila á rafmagnsgítar og saxófón
 18. Klappa fyrir þeim !
 19. Dominos pítsa og brauðstangir eftir allt labbið
 20. Jólatréð var komið upp hjá Ella bró
 21. Tókum okkur til og settum ljós á það og kúlur
 22. Það kemur manni sko í jólaskapið !

Já þetta er svona nokkrir punktar. Samt geðveikt skrítið að vera í borginni yfir jólin, varla neinn snjór hérna, bílarnir keyra hann bara niður THAT SUCKS ! En gott að vera hér með mömmu, pabba og bræðrum mínum. Vantar bara Hrefnu & co. Langar eiginlega að fara að setja pakkana undir, reyna að nota hvolpaaugu *blink blink* og fá jákvætt svar við því =) !

Svo á morgun er aðfangadagur ! WTF ! Þetta líður geðveikt hratt. En ég vil óska öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs =) Takk fyrir það liðna.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Síðustu dagar

Búin að fara 2x í bíó síðan ég kom suður. Fór á King Kong með Oddi og Sóley. Mæli virkilega með þessari mynd. Ég sat stjörf allan tímann! Brilliant mynd! Fékk meira að segja tár í augun þegar hann dó *tár tár* Svo kíkti ég á Exorcism of Emily Rose með Hildi Lilju. Bjóst við betri mynd en þetta. Fannst hún ekkert spes, mjög vonsvikin!

Svo var ég að skoða Innuna því við fengum einkunnirnar okkar í dag =) ég er búin að vera spennt síðan ég kláraði síðasta prófið. Ég fékk 8 í félagsfr. 403, 8 í íslensku 503, 9 í uppeldisfr. 203, 9 í sálfr. 303, 7 í lífeðlis- og líffærafr. 103, og svo 8 í íþrótta áfanga. Mjög sátt við þetta allt, ekki slæmar einkunnir. en samt ósátt við það að ég var skráð í 2 einingar í íþróttum en fékk bara eina!!! Þarf að tala við Ingvar þegar ég kem aftur norður í skólann! En annars MJÖG sátt við að hafa náð =) !

En ég ætla að fara að hengja upp þvott og skjótast með jólakort á pósthúsið fyrir Ella. Svo Horfa á Nágranna, ekki annað hægt þegar allt er að gerast í þeim. Svo sjá til hvernig ég er, er e-ð illt í maganum *pjúk*

Au revoir mon amis !

föstudagur, desember 16, 2005

Saw what... you?

Minns er svo þokkalega komin í jólafrí, ó já, ég finn nánast ilminn af jólamatnum og snjónum... eða þið vitið hvað ég meina ;) er komin í jólaskap dauðans og finnst geðveikt gott að vera komin í jólafrí, að fá að slappa aðeins af frá náminu. En ég held ég hafi bara náð öllum prófunum, en ég fæ að vita það á mánudaginn, get ekki beðið ! Ég fékk allavega að vita einkunnina mína í uppeldisfr. en það á samt efir að reikna inn verkefni og svona, en prófeinkunnin var 9.65 WTF!!! Þannig að ég hlýt að fá hátt þar ;) mjög sátt við þessa önn sem ég var að klára !

Ég kom svo til Reykjavíkur á fimmtudaginn, fékk far með Jóni. Vorum þrjár sem fórum með honum. Ég svaf náttla e- af leiðinni, ekki annað hægt þegar maður er þreyttur eftir mikinn prófalestur. Stoppuðum í Brú í pylsu og kók, ég á ekki að borða þannig, fæ bara í magann *pjúk* fór svo beinustu leið til Ella þegar ég kom suður. Elduðum kjúklinastrimla í kókos e-ð og e-ð annað sem ég man ekki hvað heitir og svo grjón, eða næstum grjónagraut. Hey vó, ég gleymdi bara grjónunum í smá stund ehe... en þetta smakkaðist mjög vel *slúrp*

Í gær vaknaði mín svo snemma til að mæta til tannsa. Gat eiginlega ekkert sofið um nóttina því ég var svo spennt ! Já og það gerðist loksins ! Hún tók teinana mína og VÁ hvað það er ROSALEGA skrítið ! En samt svo gott, nú ég get ég borðað almennilega hehe. Fékk svo þennan sniðuga góm, bláglimmeraðan með litlu gulu hjarta að brosa. Er enn að venjast því að nota þetta og það eru margar reglur í kringum þetta úff ! En þetta kemur. Svo kom ég heim og fór í sturtu, tjillaði svo fyrir framan dvd. Horfði á ,,Sixth sence" hafði nebbla ekki séð hana lengi og hún er alltaf jafn góð. Svo var ég að pakka inn gjöfum fyrir Ella og svo var það dominos og Saw II á meðan við gæddum okkur á bestu pítsum sem hægt er að fá ! Sofnaði svo seint því ég festist við Sirkus stöðina.

En ég ætla að fá mér að borða og svo reyna að gera e-ð.

mánudagur, desember 12, 2005

Vertshen...

Skellti mér á Dósina á fimmtudaginn og það er alltaf jafn gott að koma heimtil Hrefnu & co! Ég og systa vorum bara að spjalla og horfa e-ð á TV, ég var líka að monta mig af nýja símanum mínum ;) náði líka fullt af myndum af strákunum, enda ekki annað hægt en að hafa myndir af þeim í símanum þegar maður hittir þá ekki á hverjum degi. Ég reyndi líka að vera til gagns þarna; vaskaði upp, braut saman, hengdi upp þvott og þvoði, tók til og passaði yngsta strákinn á meðan þau fóru með hina að sjá kveikt á jólatrénu =) fyndið að vera að passa svona lítið barn. Ef hann gaf frá sér hljóð hljóp ég til og ef ekkert heyrðist þá hljóp ég líka til....! Já erfitt þegar maður er ekki vön svona krílum =) en það kemur! Svo þegar við skruppum í Essó til að kaupa smá snakkerí þá sáum við íslenska bachelorinn. VÁ ég hefði átt að missa mig, enda næsti tengdasonur Íslands! WHAT?! Nei takk sko! Sé ekkert sjarmerandi við þennan mann, enda fer mikill sjarmi þegar hann er að deita um 20 stelpur í einu til að byrja með! Meira ruglið! Hefði nú samt átt að flippa smá og biðja hann að velja mig ;) hahahahaha vá það hefði verið fyndið! En jamm, íslenski bachelorinn sökkar (að mínu mati sko skiluru)!

Kom á Krókinn aftur á laugardagskvöldið. Gerði mig soldið SÆTARI, maskari og gloss klikkar aldrei ;) tók rúnta með Höllu og fórum svo á barinn. Upphaflega stóð bara til að ná í gleraugun hennar þar en við enduðum á tjatti við Jóhönnu, ég hafði líka ekki hitt hana GEÐVEIKT lengi =/ og svo var tekinn einn billjard leikur, og við tókum eftir því aðvið verðum að fara að æfa okkur meira, vorum ekki það góðar...! Til að byrja með var mér geggt kalt á barnum en svo kom ítölsk sál og mér hlýnaði allri ;) enda drengurinn að gefa mér auga *roðn* e-ð við útlendinga *hugs* svo var rúntað til 7 um morguninn WTF!!! Já aðalumræðuefni þess rúntar voru píkutal, í staðinn fyrir typpatal og svo kynlíf og ný gerð af pokimon ,,PikaHa" ;) bara fyndið, einkahúmor! Svo aðalsetning vikurnnar er POTTÞÉTT ,,hey þarna er píkan mín"!!! HAHAHA! En já skondið kvöld ognótt. Ég samt sonfaði ekki fyrr en um 8 eða hálf 9 því einhverra hluta vegna var Öddi vakandi og ég var að tjatta við hann. En vá það var gott að sofna Zzzzz...!

Svo er mín bara að reyna aðvera dugleg. Var í gær að læra e-ð í félagsfr. og fékk að hertaka tölvuna hans Jóa á meðan. Held honum hafi verið sama enda þurfti hann ekki að nota hana. Takk fyrir lánið =) ! Svo var ég áðan að læra í uppeldisfr. með Kristínu og Helgu. Það gekk alveg, er sem sagt að taka mér lestrarpásu núna og læra meira eftir mat og á morgun. Jamm próf í uppeldisfr. á morgun klukkan tvö og félagsfr. klukkan tvö á miðvikudag og svo bruna beint til R-víkur! VÁ það er svo stutt í jólin! Varla að ná því!

Í dag á svo mamma hennar Beggu, hún Sidda, afmæli =) til hamingju með það elskan. Langt síðan ég hef hitt ykkur!

Svo verð ég nú bara að óska henni Unni Birnu til lukku með sigurinn út í Kína! Já stelpur,við erum fallegastar ;)

Jæja, ætla að gera e-ð af viti, kannski pakka smá niður.

föstudagur, desember 09, 2005

Don´t worry - be happy!

Vá núna er ég sko hátt uppi, brosi hringinn og er bara geðveikt stolt af mér, soldið montin líka =) hehe. En ég náði að fá lol-kennarann minn til að segja mér hvort ég hafi náð eða fallið á prófinu, þurfti ekki að vita neina einkunn, og ég NÁÐI =) SJIBBÝ ! ! ! Þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af prófunum, brilleraði bara!

Hey ég ætla að vera nölli eins og flestir sem halda bloggsíður og setja svona inn e-ð nýtt klukk e-ð dæmi... bleh... Sjáum allavega hvernig þetta virkar en ég lofa ekki að vera fljót að svara fólki en reyni, það er að segja ef einhver commenta... damn þá þarf ég að fara að hugsa og þá kemur brunalykt... ->

Commentaðu nafninu þínu og...
 1. ég segi þér e-ð handahófskennt um þig
 2. ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
 3. ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
 4. ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
 5. ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á
 6. ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig
 7. ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt

Jæja sjáum hvort þetta geri sig. En er farin. Er í húsi nr. 13 hjá öllum krúttunum mínum =)

þriðjudagur, desember 06, 2005

Encephalon hvað?

Já mín ekki búin að skrifa í smá tíma en HEY ég hef miða frá mömmu svo ég þarf þess ekki =) djók! Mín er bara að lesa og læra fyrir jólaprófin, reyna að vera dugleg svona lokaárið, enda bara fimm mánuðir í útskrift WTF! En ég er búin með sálfr. en fór í það á föstudaginn og það var alveg að gera sig verð ég að segja, næ því alveg, trúi ekki öðru. Svo lagði mín í það að fara á tjúttið á laugardaginn og Eydís Ósk var ÆÐIPÆÐI og sléttaði hárið mitt, var rosa pæja, takk sæta =) það var drukkið smá og dansað fullt, fengið knús hér og þar og skemmt sér vel. Partý eftir á og svo heim að sofa og svaf sko vel! Get nú samt ekki sagt að ég hafi vaknað vel, nei minns var soldið þunn =/ *pjúk* en samt það dugleg og samviskusöm og lærði allan sunnudaginn fyrir íslensku prófið og svo brilleraði ég á því =) geggt stolt af mér! Svo var lol-ið í morgun... veit nú ekkert hvort maður eigi e-ð að segja álit sitt á því prófi... Vona bara að ég nái allavega lægstu mögulegu einkunn sem hægt er að ná með, mér gekk það vel =/ ! *krossleggja fingur* En svo eru uppelsifr. og félagsfr. eftir en þau eru ekki fyrr en í næstu viku en ætla samt að reyna að læra e-ð svo ég geri ekki allt á síðustu stundu sko =)

Svo fékk ég þennan æðislega fallega og hljótláta dreng í heimsókn í gær, hann hvarf alveg í sængina mína! Já Þórður Pálmi var hjá mér, á meðan ég var að læra, á meðan Hrefna og Þórður Rafn fóru að versla e-ð =) vá hvað hann er lítill og fallegur með fallegt dökkt hár og æðisleg augu =) var alveg að missa mig yfir honum. En svona áhrif hafa ungabörn á mann! Verð bara að segja að ég stóð mig vel í því að passa hann =) ! Takk fyrir heimsóknina.

En ætla að hafa þetta stutt, ætla að kíkja út með Höllu og svo reyna að byrja að læra e-ð í uppeldisfr. =)

fimmtudagur, desember 01, 2005

Tarzan og fíllinn Tont

Já þetta er soldið svona skondin mynd, svona þar sem að snjórinn er e-ð vonandi á leiðinni. Og hver kannast ekki við það að opna munninn og reyna að gleypa snjórkorn þegar það er að snjóa úti? En vá ef ég væri fugl þá myndi ég pottþétt vera að hugsa það sama og þessir tveir ;) hehe!

En já prófin eru byrjuð, búin að fara í samrænda í íslensku. Djöfulsins rugl var það! Ég samt gerði fullt á þessum klukkutíma sem við áttum að sitja inni, en um leið og kallinn hleypti okkur út þá fór ég. Er ekki alveg að skilja akkuru þessi samrændupróf eru! Hver er skoðun ykkar á þessum prófum? People, commenta =) ! En svo hef ég bara verið að læra fyrir sálfr. og það gengur alveg þokkalega. Búin að lesa allt í bókinnni og svo verið að glugga í glósur og verkefni. Vaknaði meira að segja hálf sjö í morgun til að læra WTF?! En það var okay, meina sofnaði um tíu í gær, þannig að ég var útsofin. Prófið er svo á morgun. Svo framundan er bara lestur og fleiri próf og á helginni framundan er það íslenskan og lol-ið sem munu taka allan minn tíma! Svo er uppeldisfr. og félagsfr. ekki fyrr en tvo síðustu dagana þannig að ég fæ næstum viku til að læra fyrir þau! En hverjir hérna eru byrjaðir í prófum? Vá ég kvíði samt mest lol-inu, enda mikið á latínu =/ bleh!

Hey ég fór að pæla í gær e-ð um heyrnarlausa og blinda. Ef svo vildi til að þið YRÐUÐ að vera haldin annað hvoru, hvor mynduð þið þá velja það að vera blind eða heyrnarlaus, og afhverju? Ég persónulega myndi velja það að verða heyrnalaus.... Enda vil ég ekki missa af öllu þessu fallega sem hægt er að sjá, les svo mikið o.s.frv.

En ég ætla nú bara að hafa þetta stutt, þarf að skreppa upp í skóla aðeins og svo fara að lesa meira í sálfr. og skoða sjúkrasögur!

Eigiði góðan dag öll sömul =) ! - HLAKKA TIL JÓLANNA!