Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Brosi við framtíðinni

Ég eyddi helginni á Dósinni hjá Hrefnu & co og fannst auddað rosalega gaman eins og alltaf hjá þeim :) held nú samt að ég hafi borðað e-ð yfir mig þarna :S enda gerði Hrefna pastað sem mér finnst svo gott og svo í sunnudagsmat var kjúlli og skúffukaka *slúrp* en át aðeins of mikið. Á föstudaginn kíktu ég og Hrefna til Erlu Í & co, því sjoppan var lokuð ;) en þar var rosalega gaman og flestir í fartölvunum sínu, - tæknivædda lið ! Á laugardaginn var nýja trivial spilið mitt vígt :) já ákváðum að afmeyja það en ég tapaði samt :S en þetta var geðveikt skemmtilegt og mikill aulahúmor í gangi. Svo eftir spilið sóttu Eydís og Jóna mig og við fórum á Þorrablótsball á Skagaströnd en mér var gefinn frímiði :) þetta var ágætlega gaman, miðað við að mín var edrú :) og fyndið að sjá fulla liðið.

Annars sagði Hrefna mér soldið á föstudaginn og ég get svo svarið það, að ég hélt að stóra systir væri að ljúga upp í opið geðið á mér ! ! ! En ég er greinilega gullfiskur fyrst að ég man þetta ekki, enda 15 ár síðan. En ég hef mikið verið að hugsa um þetta og þetta er frekar svona óþægileg hugsun :(

Góðar fréttir gott fólk - Oddur er kominn aftur á Krókinn til okkar :) ! Ekkert smá gott að hafa hann hérna ! Ég, Halla og Sóley fórum á Ak í gær til að sækja hann í flug, sem átti ekki að lenda fyrr en átta um kvöldið. Þannig að við nýttum tímann og náðum í Eydísi og Láru og kíktum niður í bæ í búðir SHOPPING TIME ! Ég keypti mér smotterí, enda var ennþá útsala :) eyddi þvílíkt litlu í jakka, eyrnalokka og tvö hárbönd, mjög sátt. Og vá hvað ég elska "Frúin í Hamborg + Spútnik" búðina :) hehe ! Það er gjörsamlega allt til þarna. Vá hefði geta slefað en var kurteis og gerði það ekki ;) Eftir þetta var pöntuð pítsa á allt liðið og Davíð greyið, ekki má gleyma honum. Borðað vel en samt komst eftirrétturinn hennar Eydísar líka fyrir, ekkert smá gott sem þú bjóst til - TAKK FYRIR MIG :) ! Ætluðum svo í Adam & Evu en NEI, það var lokað *sniff* en fórum öll í bíó og Oddur líka auddað. Fórum á Fun with Dick and Jane.... hmmm ágætis mynd en þegar það voru leiðinleg atriði þá voru þau sko LEIÐINLEG ! En annars góð mynd. Ég reyndi eins og ég gat að sofa e-ð á leiðinni yfir á Krókinn, enda fáránlega þreytt, en það gekk ekkert. En mín þurfti að vera dugleg og læra þegar ég kom á vistina, enda mín í sálfr. 403 prófi í dag :S

En í morgun komst ég að því hvað ég á góða en hávaðasama vini :) hehe. Til að byrja með barði Jói á hurðina hjá mér til að vekja mig, en ég nennti engann veginn framúr. Svo sendi Halla mér sms og svo hringdi Gunnar Davíð í mig. Já þannig að mín neyddist til að fara á fætur og læra smá meira undir sálfr. prófið og skella mér svo upp í skóla til að taka það, sem gekk alveg ágætlega :) Svo var ég obboðslega dugleg, allavega að mínu mati. Fannst herbergið mitt vera orðið e-ð óhreint, enda nýbúin að horfa á How clean is your house á helginni, þannig að ég tók til, þreif allt, skúraði og skipti um á rúminu :) ah núna smellar herbergið geggjað vel ! Og auddað var tekin löng og góð sturta eftir þetta, enda var ég öll í ryki eftir þetta :S

En annars er mín að reyna að horfa björtum augum á framtíðina, sem ég veit ekkert hvernig verður, en þá er bara best að taka einn dag í einu :)

föstudagur, janúar 27, 2006

Þyrnirós hin bleika

Hey endilega gera þetta, ef ykkur skyldi nú leiðast dúllurnar mína ;) En ég fékk þetta á síðunni hans Heiðars, allir að stela fra öllum, öss !

  1. Hver er augnlitur minn?
  2. Hver er hárlitur minn?
  3. Nr. hvað nota ég af skóm?
  4. Hvað finnst mér skemmtilegast að gera?
  5. Hvernig bíl á ég?
  6. Hvar vinn ég/hvað er ég að læra?
  7. Hver er uppáhaldsliturinn minn?
  8. Hvernig persóna er ég?
  9. Hvernig eyði ég frítíma mínum?
  10. Hversu vel þekkiru mig?

En ég flutti fyrirlesturinn í íslensku í morgun og ég brilleraði :) var ekkert stressuð ! Og BTW ég er BEST :) Jón Þorsteinn sagði það í morgun hehe !

En er að fara á Dósina á eftir með Sóley á kagganum hennar.

Hagið ykkur svo á helginni ;) !

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Klakaferð

Í gær var farið á Akureyri með skólanum í skautferð :) og auddað skellti ég mér með, ekki annað hægt, það var nebbla svo gaman í fyrra. Það fóru þrjár rútur þannig að við vorum alveg ágætlega mörg ! Á leiðinnig á Ak var bara spjallað, sungið og hlegið, sumir reyndar ákváðu bara að leggja sig. Þegar við komum á Ak lá leiðin strax á skautasvellið, held að við höfum bara haft það út af fyrir okkur. Til að byrja með var vesen að komast í skautana og komast aftur niður tröppurnar labbandi í skautum :) hehe en það tókst á endanum og maður gat farið og rennt sér á svellinu. Kristín Helga mín var stuðningurinn minn á svellinu, leiddi mig svo ég myndi ekki detta ;) takk sæta ! En ég fór nú samt e-ð óstudd og ég get sagt það stolt að ég datt ekkert :) framför síðan síðast ! Fannst rosalega frískandi e-ð að fara á skauta :) stelpur, verðum endilega að skella okkur á skauta á næstunni. Svo eftir mikil þtilþrif á svellinu voru allir orðnir svangir. Fórum ekki á Greifann, þei þeir voru of litlir til að taka á móti okkur, en í staðinn fórum við á Hótel KEA þar sem við fengum pítsur, franskar og gos eins og við gátum látið í okkur *slúrp* Og þá fyrst fattaði maður hvað við vorum rosalega mörg ! Eftir matinn röltum við niður að bíó-um til að ákveða hvaða mynd ætti að sjá og ég lét plata mig á ,,The Fog" og ég get nú ekki sagt að hún hafi verið neitt spes. En á myndinni var ég stuðningurinn hennar Kristínar, þannig að við erum kvitt elskan ;) en svarti karakterinn bjargaði myndinni e-ð ! En ég prófaði í fyrsta skipti að fá mér ís í bíó, það var ekkert smá skrítið ! En gott og kalt :) Jæja, svo voru flestir orðnir spenntir að fara heim, og sumir þreyttir. Og þegar það var búið að smala saman liðinu og finna sumar sem voru týndir þá var hægt að leggja af stað SJIBBÝ ! En NEI ! Urðum að snúa við því ein rútan bilaði, slitnaði viftreim, og okkar rúta var með verkfærin WTF ! Á ekki að vera þannig í hveri rútu? En annars var svo sem gaman að vera föst þarna á þjóðveginum, og felstir fóru út í snjókast :) En mér fannst alveg rosalega gott að sofa í rútunni á leiðinni yfir á Krók, en þvílíkur ribbaldalýður, að henda manni svo úr hitanum í rútnni og út í kuldann :( ! En nei, maður var fljótur að koma sér undir sæng og hlýja sér :) En fór samt ekki að sofa fyrr en um fjögur í nótt ! Já þannig að ég er frekar þreytt í dag Zzzzzz ! Sumir tala bara svo mikið á nóttunni ;)

En í dag datt niður sálfr. og enska hjá mér en ég svaf yfir mig í frönsku DAMN ! En svo mætti ég samviskusamlega í lol tíma en þá var kennarinn bara ekki við, en við áttum að gera verkefni og fara svo, en þetta verkefni tók bara nánast alla kennslustundina ;) en gott að fá svona verkefni til að læra þetta betur, e-ð um hjartað og þannig :) en svo er ég að reyna að setja saman félagsfr. verkefnið mitt og það er svo ekki að gera sig ! ÚFF ! En ég hef nógan tíma í það.

Nýtt orð - líkkistunagli !

BTW. Brosið mitt, hann Oddur átti afmæli í gær :) til hamingju með að vera kominn á fullorðinsaldurinn ;) 20 ára. Til hamingju !

mánudagur, janúar 23, 2006

Tópas vs. sex

Ég verð nú bara að segja að laugardagurinn var HELVÍTI skemmtilegur :) ekki annað hægt bara ! Ég, Halla, Eydís og Davíð fórum á Ábæ til að borða og held bara að maður hafi étið soldið yfir sig :S en ekki Davíð, hann var í því hlutverki þetta kvöld að borða leifar, því hann var enn svangur eftir sinn mat :) hehe ! Eftir það kíktum við á Kaffi Krók þar sem Eygló, Ingvar og Gunnar Davíð voru og við jónuðum þau :) mikið spjallað og hlegið og ROSALEGA gaman. Sumir fengu sér í glas en aðrir í glös :) ég fékk mér auddað smá. Hlustuðum á Binna spila og syngja og þetta var rosalega gaman. Svo lá leiðin á barinn, við öll og tópas pelinn ;) ekki má gleyma honum. Þar tóku ég og Halla billjard leik og það varð jafntefli, ekki slæmt. Svo kom Sóley og auddað kom hún með Ósa sinn með ;) sýna gripinn. Svo kom hún Kristín Helga líka og Jökull. Þannig að þetta var orðið rosa fjör. Mikið dansað og mikið stolist út bakvið hús að sötra úr tópas pela og kossa stans og kelerí ;) nefnum engin nöfn ! En nóttin var GÓÐ ;) og morguninn enn betri, engin þynnka :) Svo í gær fóru ég, Halla, Eydís, Davíð, Gunnar, Jökull og Jóhann og fengum okkur að borða og svo ís til að sleikja ;) Takk dúllurnar mínar fyrir æðislegt kvöld :) !

Hver veit hvað FÍA er ;) ? Þetta útskýrði Gunnar fyrir mér, hann og Jökull eru greinilega einu meðlimirnir ;) bara misskiljanlegt ! FÍA = Félag íslenskra analista ;) hahahahahahahahaha ! ! !

En framundan er það lærdómur, skautaferð á AK, Dósin og svo sakna fólks !

P.s. tveir bestu kostir sem ég finn í karlmanni eru að þeir kunni að elda og nudda. Annar kosturinn er góður en báðir FRÁBÆRT :) !

Farin að lesa ,,Ævintýri á Jólanótt" fyrir ÍSL633 !

föstudagur, janúar 20, 2006

Stop weinering

Jæja stelpur, í dag er bóndadagurinn, endilega gera e-ð sætt fyrir eða með manninum ykkar :) Eigiði góðan dag strákar !

Búin að horfa á tvær myndir að undanförnu. Horfði á "Land of the Dead" með Sóley & Jóa. Þetta er mjög SPES mynd verð ég bara að segja, sumt mjög fyndið en sumt svona frekar sársaukafullt eða e-ð þannig. En samt ágæt mynd, fyrir þá sem fíla svona "rugl" :) svo horfði ég á "The Decent" með Jóa, Guðna og Gauta. Var reyndar búin að sjá þá mynd áður, í bíó, en núna öskraði ég allavega ekki, þannig að það er framför ;)

Annars er það bara skólinn & heimanám sem á hug minn allan þessa dagana, ekki það skemmtilegasta, en það er auðveldara að komast í gegnum þetta vitandi það að þetta er lokaönnin mín ;) Er einmitt í eyðu núna, er að fara í frönsku á eftir, sýna snilli mína :S

Búin að fara rúnt á gellukagganum hennar Eydísar, með henni & Ásdísi. Verð nú bara að segja að þetta var SNILLDAR rúntur stelpur mína :) nóg af hlátri, vitleysu, skrítnum handara & hálku ! BTW Eydís, ef þú verður hérna á helginni, endilega láta minns vita :)

En svo eru Eydís I. & Davíð að koma á Krókinn í dag :) SJIBBÝ ! Sakna þeirr svo mikið. Það verður alveg pottþétt gert e-ð skemmtilegt með þeim, alltaf að koma fleiri minningum í hausinn á sér :) Hlakka til að hitta ykkur dúllurnar mínar !

En ég ætla að fara að gera e-ð af viti, kannski frönsku tíma :) Parle vous francais ? hehe

mánudagur, janúar 16, 2006

Fordómar

Ný vika byrjuð, sem þýðir að það er orðið styttra í stúdentinn og það að ég fari heim til mín. Vá rosalega skrítið að hugsa til þess að þurfa að fara frá öllum vinum mínum hérna og það að ég fái ekki að hitta Hrefnu & co jafn oft og ég geri :S Er reyndar hálf hrædd við það að klára skólann, ég veit að það soundar geðveikt asnalega en þegar maður er í skóla þá er þetta svo einfalt; bara skóli á veturna og vinna á sumrin o.s.frv. En eftir stúdentinn þarf maður að fara að hugsa hvað maður vill gera við líf sitt; á ég að vinna, á ég að ferðast, á ég að fara í meira nám? Úff mig langar náttla að gera allt af þessu :S rosalega flókið. En ég veit að það fyrsta sem ég geri er að fara heim á Hjallana til foreldra minna og litla bróður. Svo sé ég til :) En ef einhver er að lesa sem er að fara að útskrifast, hvað ætlið þið að gera eða eruð þið í jafn mikilli klípu og ég með það að ákveða mig? Ég reyndar hef aldrei átt gott með að ákveða hluti :S bleh...!

Hey hver er skoðun fólks hérna á samkynhneigðu eða tvíkynhneigðu fólki? Allar skoðanir vel þegnar :) mér persónulega finnst rosalega skrítið að fólk geti ekki sætt sig við manneskju sem er bi eða gay, meina, þetta er ennþá sama manneskjan, bara sækist eftir ást annars staðar en þar sem sumum finnst að ætti að gera. En ef þetta fólk er hamingjusamt, þá er það bara gott mál :) Við erum öll eins og ekkert okkar ætti því að þurfa að þola fordóma. En oft eru það foreldrarnir sem taka því verst þegar börn þeirra tilkynna þeim að þau séu annaðhvort gay eða bi, en það er þá yfirleitt hræðsla við e-ð sem þau þekkja ekki. Með þessum yfirlýsingum barna sinna vita foreldar að draumar þeirra um brúðkaup, barnabörn o.s.frv. dettar allir niður, en akkuru ekki að vera ánægð yfir heilbrigðu barni, sem veit hvað það vill og gerir það sem það vill? Akkuru ekki að sætta sig við börn sín og elska þau eins og þau eru, ekki eins og foreldar vilja að þau séu? Oki ég veit að ég er farin að bulla soldið en það er e-ð vit í þessu þarna inn á milli :) endilega commentið! En ég vil óska einum af mínum bestu vinum til hamingju, nefni engin nöfn, en Bleikur minn, þú ert hetja að gera þetta :) *KNÚS KRAM OG KOSSAR*

En ég ætla að fara að gera e-ð af viti áður en ég skelli mér í frjálsan tíma til að skokka og taka á :)

sunnudagur, janúar 15, 2006

Do this

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það!
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Ákvað að setja svona inn eins og flestir aðrir, endilega skrifa :)

laugardagur, janúar 14, 2006

Trúir þú á álfasögur?

Djöfulli var mín dugleg á fimmtudaginn. Mætti í frjálsan tíma, ALEIN, því enginn nennti að mæta eða að sumir ætluðu að fá sér blenni ;) en mín mætti og var sko eina stelpan, en ég hafði tækin út af fyrir mig, því strákarnir fóru að spila bolta :) mín hljóp um 2 km, lyfti svo fyrir rass og fætur og gerði svo fullt af magæfingum :) VÁ hvað mér leið vel þegar ég var búin ! Fer sko pottþétt aftur í frjálsan tíma, ætla reyndar að reyna að mæta á mánudögum og fimmtudögum :) Vera dugleg og hreyfa sig og fá orku ;) er sko svo 2x í viku í íþróttum fyrir utan það. Skilurru ;) hehe.

Í gær var föstudagurinn 13. sem margir telja vera óhappadag, og auðvitað eykur það líkur á smá ótta þegar fólk er hjátrúarfullt. Einnig var 99% fullt tungl ;) Ég er alveg hjátrúafull, svona e-ð en samt ekkert öfganeitt. En í gær áttaði ég mig ekkert á því að þessi dagur væri og pældi því ekkert í því. En þegar mín ætlaði að leggja af stað upp í skóla eins og samviskusamur nemandi gerir, þá steig ég eitt skref niður tröppuna og rúllaði svo restina niður :( ÁI ! Já eftir þetta smá óhapp og húllumhæ þá fékk ég bilaðan olnboga, gat ekki skrifað í skólanum og svo er ég búin að finna einn marblett *tár tár* Sóley var bjargvættur minn, getum ekki sagt ,,riddarinn á hvíta hestinum" þannig að það er ,,prinsessan á hvíta hestinum" eða ekki, það vantaði hestinn :S æj þið vitið hvað ég meina. En djöfull bölvaði ég hálku og tröppum eftir þetta !

Fór svo yfir á Dósina með Sóley og auddað komst bíllinn hennar þetta :) ég reyndar var smá smeik á tímabili enda var soldið af hálku og mikið af sól á fjallinu. En við fórum á Bakkann þegar við komum yfir til að fá okkur í svanginn. Þar voru Anne og Lee Ann og okkur fannst þetta bara vera eins og þegar við vorum að vinna í sumar. Voða gaman og við allar þarna :) Fengum okkur auddað panini og vatn *slúrp* og svo létum við freistast og fengum okkur kökusneið og heitt að drekka með. En VÁ hvað ég varð södd eftir þetta ÚFF ! En það var voðalega gaman að hafa svona reunion (er það skrifað þannig?) hjá okkur :) sakna þess að vinna með ykkur pæjur !

En er farin að spjalla við Þórð Pálma, er að passa :)

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Tekur DV líf?

Hmmm þetta vissi ég ekki fyrr en mér var bent á að skoða vísir og VÁ hvað ég varð hissa! Öll vitum við hvað DV er mikið ruslblað og setur mikla lýgi á síðurnar en þarna hafa þeir gengið soldið langt, hvort sem þessi frétt hafi verið lygi eða ekki, en að birta mynd af þessum manni þegar málin var bara komið á það stig að það voru orð gegn orði! Hvað er að fólki í dag?

Skoðið þetta nánar hérna :

http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060110/FRETTIR01/60110081/1091

http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?t=23992&highlight=

laugardagur, janúar 07, 2006

Life is a lie...

Jæja, mín ætlaði nú að taka því rólega í gær en það breyttist e-ð. Það var dressað sig upp, pils & alles og svo farið á rúntinn með Höllu, Eydísi & Davíð. Ekkert smá gott að tjilla & spjalla bara saman. Hlógum reyndar helling þegar Davíð greyið var sendur í það að skamma grey drenginn sem sparkaði flösku í bílinn þeirra :) haha gott á strákinn! En eftir nokkra hringi var ákveðið að fara á barinn, þar sem var eiginlega ekkert líf :( En við sátum & spjölluðum við Helgu, Jóhönnu & fleira fólk. Og eftir smá tíma komst líf í þetta allt & fullt af fólki kom á barinn :) jei partý! Tjúttað & drukkið bús langt fram eftir nóttu. Lærðum rassadansinn frá henni Ingu :) hehe! Eftir þetta fórum við nokkur í Grettislaug & það var í fyrsta skipti sem ég fór þangað. Mér fannst þetta kalt, blautt, slepjulegt & dimmt - en ágætlega gaman bara :) Ég held að ég hafi sofnað svo e-ð um 7 í morgun, man það ekki alveg.

Ég er ekki sátt við eina manneskju eins og er GRR! Já sumir strákar verða greinilega að ljúga að vinum sínum & segja að þeir hafi "neglt" einhverja stelpu, þótt þeir hafi ekki gert það! Mín er sko ekki sátt & ég mun skamma þennan dreng þegar ég hitti hann næst. Helvítis karlþjóðin!

En í dag áttu svo bræður mínir afmæli :) Elli varð 31 árs & Sigþór 12 ára, smá munur þarna á milli :) hehe. Til hamingju með daginn elsku bræðurnir mínir :) !

föstudagur, janúar 06, 2006

Skólalíf

Á miðvikudaginn fékk ég að fara með Hrefnu og Þórði jr. í ungbarnaskoðun :) það var ekkert smá skrítið að vera viðstödd þannig en alltaf lærir maður e-ð nýtt. Hann var auddað heill heilsu og búinn að stækka helling :) Það var mæld þyngd, lengd og höfuðmál, hef aldrei séð svona fyrr.

Jæja, best að draga sig upp úr letinni og byrja aftur á venjulegu lífi :) ég er sem sagt komin á vistina og það er ekkert smá skrítið. Virkar frekar tómleg svona fyrstu tvo dagana enda eru ekki allir komnir ennþá. En einhvern veginn var voðalega gott að koma öllu dótinu sínu fyrir aftur og leggjast upp í rúm og lesa bók við góða tónlist :) ah ! Á þessum fyrstu tveimur skóladögum er kennslan ekki enn byrjuð, enda þarf að redda sér stundatöflu og bókum. Ég verð nú að segja að ég fékk nokkurn veginn fullkomna stundatöflu, ætlaði ekki að trúa því að það væri hægt. En ég reyndar bætti svo inn einu áfanga í viðbót á töfluna þannig að ég er að taka 25 einingar á þessari önn, LOKAÖNNINNI MINNI :) ! Á þessari önn er ég sem sagt að fara að læra FÉL503, UPP303, SÁL313/403, FRA403, ENS603, ÍSL633, LOL203 og svo náttla íþróttir 2x í vikur. Þetta er smá slatti, en þetta tekst ef maður vill að það takist. Eins og er þá veit ég að félagsfr., sálfr. og uppeldisfr. eru próflausir áfangar, það eru þá þannig séð helmingurinn :) en það þýðir þá líka bara meiri verkefnavinna. Er bara búin að kaupa mér eina bók en það er í LOL203, er strax komin nebbla með heimanám :) verð að standa mig í lestrinum.

Í gærkvöldi lá ég samt í leti yfir Freddy Kruger ,,Dream Master" með Jóa og Sóley :) já gullstöng eins og Elva Dk-fari vill orða það ;) en ég fór nú frekar seint að sofa enda hringdi Æði-biti í mig og við getum alltaf talað svo mikið saman :) en svona rugl má ekki gera sig þegar það er skóli daginn eftir, verð að hafa fastan svefntíma ;) en þetta var í lagi í nótt því í dag er ekki kennt, eigum bara að hitta kennarana og fá námsáætlun um áfangana :)

BTW ! Er hætt að drekka gos :) SJIBBÝ !

En ég ætla að fara að gera e-ð af viti og svo koma mér upp í skóla í tíma :)

Au revoir.

sunnudagur, janúar 01, 2006

WTF nýtt ár !

Já árið 2006 er gengið í garð, og eins og flest ár byrja þá er leiðinlegt veður og maður vill helst bara skríða undir sæng, toga hana upp yfir haus og fara að sofa hehe.... En árin gerast alltaf svo betri eftir því sem lengra líður á =) það á samt alveg pottþétt eftir að taka mig einhvern tíma að átta mig á því að það sé komið nýtt ár. Og vonandi að maður afreki e-ð á þessu ári =)

Á föstudaginn vann ég á barnum ásamt Sóley og Einari. Rosa stuð þar og allir rosa kátir og drukknir ;) enda voru flestir að hita upp fyrir áramótin eða fagna sigri í firmamótinu í fótbolta sem var sama dag. Ég var í miklu stuði við að vinna og hafði gaman af því að spjalla við þá sem ég þekkti, líka þá sem ég þekkti ekki. En sumri voru nú orðnir það drukknir að þeir urðu bara leiðinlegir. Svo átta þeir sig ekki á því að við þurfum að þrífa eftir þá og koma öllu í gott horf og svo muna þeir ekkert eftir þessu daginn eftir. Þeir voru nokkrir þarna sem ég hefði alveg verið til í að henda út ARG ! En svo var einn alltaf að biðja mig um greiða, hann var alltaf að fá mig til að brosa, samt var ég brosandi allt kvöldið =) hehe en ástæðuna fyrir þessu sagði hann að ég væri mikið sætari þegar ég brosti OH CUTE ! Eftir góða vinnu nótt var gott að komast heim í hús nr. 13 og fara að sofa Zzzzzz..... !

Í gær var gamlársdagur ! Já síðastir dagurinn á árinu 2005. Vá það fannst mér skrítið. Þá fattaði ég hvað árið var fljótt að líða og maður gat ekkert gert í því. En kvöldið byrjaði á mjög góðum mat og það var borðað vel af. Fjölskyldan í nr. 13, ég, Heimir og Heiðar vorum öll saman. Eftir það var skroppið upp að brennu og horft á flugeldasýninguna sem var hreint og beint frábær, sérstaklega endirinn. Eftir það var það heimagerður tobbleron ís sem rann vel niður... Úff þá varð ég sko södd. Svo var Heimir farinn að kasta í mig bjór, ég drakk það =) Svo loks skutum við upp rakettum og kysstum alla gleðilegt nýtt ár. Mér reyndar brá geðveikt þegar ein rakettan sprakk niðri á jörðinni ! Eftir það fór ég með Heiðari og Heimir í partý til Guðrúnar og Óla og þar hitti ég t.d. Anne, Erlu, Gumma, Val, Bjarka, Frosta, Helgu, og fullt af fólki sem ég man ekkert hvað heitir =) hehe. Eftir það var rölt á ball. Og VÁ það var stappað ! Hitti Sóley og Lee Ann og dansaði með þeim. Svo var ég að fá knús og kossa út um allt og spjallaði við mikið af fólki. Kom svo heim um hálf 6 minnir mig og það var MJÖG gott að sofna, enda svaf ég lengi...

En ef ég ætti að fara að rifja upp e-ð sniðugt frá árinu 2005 þá þyrfit ég að taka smá tíma í það. Svona er minnið þegar maður er enn í jólafríi ;) hehe. En ég kynntist frábæru fólki, vann á kaffihúsi & bar sem var rábær reynsla, lærði að borða feta ost, djammaði mikið, lærði og var í skóla, náði prófum, losnaði við teinana, eignaðist lítinn frænda, og hagði mér eins og unglingur =) En nú er komið nýtt ár og það þýðir upphaf fyrir mér, og ég ætla að nýta þessa byrjun á nýju ári. Nr. 1 á þessu ári er að útskrifast í maí, einnig ætla ég að fara að byrja að skokka aftur =) svo sé ég til með restina af árinu. Einnig er aldrei að vita nema ég finni mér strák... má vona ;)

En jæja, ég kveð þá í bili, og óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs !