Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Hvað í kjúklingi...?

Orð dagsins er alveg pottþétt "pirraður". Já mín er soldið pirruð í dag :S til að byrja með er mín að verða e-ð veik *hóst* er búin að vera með hósta og drepast í hálsinum síðan á laugardaginn og svo þurfti ég endilega að fá líka kvef... Úff helvítis vesen.... Og þar í þokkabót komin með þennan líka fáránlega mikla hausverk. Já held að planið eftir hádegi sé að hvíla sig og reyna að losna við þennan andskota! Já held bara að það séu flestir veikir eins og er. En það er samt alltaf best að vera heima hjá mömmu og pabba ef maður ætlar e-ð að fara að verða veikur, þaðr getur maður nebbla verið eins lítill og maður vill og verið bara veikur :)

Ég er líka pirruð því ég er orðin þreytt á að þurfa alltaf að taka fyrsta skrefið með ákveðinn vin, þarf alltaf að hafa samband fyrst til að sjá hvort við eigum að gera e-ð :S hélt að vinir hefðu báðir sambönd við hvorn annan, ekki bara annan veginn. Þannig að mín er ekki sátt :( æj kannski er ég að misskilja alllt, en kannski ekki!

En ég talaði um í síðastu færslu að reyna að setja inn óskalista um stúdentagjafir :) en fólk má líka alveg vera hugmyndaríkt.
 • Stafræna myndavél (e-a netta)
 • Nýja sæng og kodda
 • Fartölvu - ein bjartsýn
 • Góðar enskar orðabækur - ef ske kynni að maður veldi ensku nám
 • Skart
 • Peninga
 • Bara e-ð sniðugt :)

Já er voðalega e-ð tóm núna, enda lazarus í dag :S en þetta er samt alveg ágætt!

En ætla að pilla mig í félagsfr. tíma og sýna að ég sé byrjuð á þessu eigindlega rannsóknarverkefni ;) er svo dúleg!

P.s. ekkert smá happy með það að C.S.I sé byrjað aftur á Skjá Einum *klapp klapp* :) enda bara brilliant þættir, mæli með þeim. Mæli líka með Strange sem er á á sömu stöð, nýbyrjað. En yrði ennþá meira happy ef X-Files væri sýnt á Skjá Einum en ekki Sirkus, þar sem við erum ekki með Sirkus á vistinni :S *einn sár aðdáandi*

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ég fíla dilla dilla

Noh bara liðin vika síðan frá síðasta bloggi, stúlkan kann greinilega að halda sig frá tölvunni ;) allavega blogginu ehe... En hvað ætli hafi gerst síðstu viku?
 • Það voru miðannarpróf í skólanum, og mín er bara í þremur prófáföngum en tók samt bara tvö próf, ætlum nebbla að taka bara lokapróf í enskunni. En ég tók sem sagt próf í líffæra- og lífeðlisfræði og svo frönsku og þetta gekk bara alveg sæmilega, kvarta allavega ekki. En ég held ég muni ná, þarf reyndar að bíða nokkra daga í viðbót *krossleggja fingur*
 • Mín bara komin með kærasta.... WTF! Já það gerðist. Eftir eitt ár á markaðnum ákvað stelpan að róa sig niður og fá sér kærasta. Það eru nú einhverjir sem vita af þessu en ekki margir. Gott að finna loksins strák sem kann að elda :) en er allavega mjög happy með þetta, þótt sumir hafi ekkert verið neitt kátir með það að heyra af þessu, en þeir mega þá bara eiga sig! Ég er happy :)
 • Eyddi helginni á Dósinni hjá systu & co og er þar ennþá. Kom með rútunni á föstudaginn og við vorum alveg fimm í henni! Já ekkert smá mörg, urðum að troða ;) hehe. Helgin var tekin rólega, passaði smá svo turtildúfurnar kæmust út að rölta og eyða tíma saman. Svo tókum við nokkur rölt í gær. Ég, Hrefna, Gabríel, Víkingur, Þórður jr. og Kristín :) og auddað var mikið vitnað í Madagascar á helginni en hann Víkingur er alveg með hana á hreinu sko. ,,Brosa og veifa" ;) snilld! Svo reyndar náði ég að taka viðtölin fyrir félagsfræði verkefnið mitt, engin nöfn nefnd enda leynilegt en þakka þeim sem eiga hlut að :) svo voru bakaðar bollur í dag enda er bolludagurinn á morgun og ég held ég hafi borðað soldið of mikið :S en maður fórnar sér fyrir svona góðgæti ;) en annars held ég að ég sé e-ð að verða slöpp, var allavega hóstandi í alla nótt og gat lítið sem ekkert sofið :( og er geggt illt núna í hálsinum.
 • Stutt eftir að önninni og planið eftir stúdentinn er nokkurn veginn komið á ról :) það vita það ekki margir en ég er næstum komin með vinnu og samastað. Ætla samt að halda því leyndu lengur ef ske kynni að þetta skildi ekki fara eins og ég ætlaði mér. En held ég þurfi að fara að finna mér útskriftarföt :S úff vesen. En er með hugmynd að fötum, þarf bara að finna þau.

En hey, var að pæla hvort ég ætti að gera svona óskalista fyrir útskirftargjafir ;) ætla að hugsa aðeins um hvað ég vil og blogga svo seinna og setja það inn :) svo gæti alltaf bæst við.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

You will never walk alone

Vá ég verð bara að segja að gærdagurinn hefði bara ekki geta orðið betri, ég er sko MJÖG sátt :) til að byrja með get ég nefnt bikarleikinn á milli Liverpool og Man. U. Liverpool menn höfðu ekki unnið bikarleik á móti Man. U í 85 ár en í gær unnu þeir 1-0, skoruðu sigurmarkið á 19. mínútu :) djöfulli var þetta flottur leikur! Til hamingju allir poolarar :) !

Svo var auddað söngvakeppnin til að velja hver ætti að fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision :) og ég, Gunnar, Eydís, Davíð og Oddur horfðum öll á hjá Jóni Þorsteini enda vorum við líka að spila trivial nýju útgáfunu. Og auddað vann hún Silvía Nótt! Annað kom bara ekki til greini og djöfull var ég sátt við það. Minnir að það hafi um 70000 manns kosið hana! Svo var kíkt á barinn til að fagna leiknum og keppninnni og það var troðið á barnum :S og margir með Silvíu stjörnur og sumir í grímubúningum :) þetta var svakalega gaman!

En í dag er svo konudagurinn og vonandi að sem flestir hafi glatt konurnar í lífi sínu. Til hamingju konur með daginn :) ég meira að segja fékk rós :S

laugardagur, febrúar 18, 2006

Big hug in the shower tonight

Já þetta er raunveruleikinn, þið eruð ekki að sjá ofsjónir, ég er vakandi þegar það er næstum kominn laugardagsmorgunn :S er farin að verða soldið þreytt en nenni ekki að fara að sofa strax Ha?! Er það ekki bara hámark letinnar? Held það bara.

Í gær (fimmtudag) horfði ég á Longest Yard með Sollu, Lilju, Odd, Sóley og Jón Gauta. Nokkuð góð mynd og nóg til að hlægja af :) svo horfði ég á Shrek 2 með Jóa. Missti mig alveg þegar ég vissi að hann ætti hana í tölvunni hjá sér. Hún er náttla bara snilld. Sérstaklega asninn, sem er frábær karakter :) Þeir sem hafa ekki séð hana, drífið í því!

Annars bara komin helgi, eins og sést, og ég held að planið sé bara leti, horfa á leikinn milli Liverpool og Man. U, og svo reyna að byrja að læra undir miðannarpróf á sunnudaginn. Hljómar það ekki bara fínt :) ? Held það bara. En ég var að tefla í fyrsta skipti í langan tíma áðan. Vistinni var nebbla gefið tafl og það geta fjórir spilað í einu, mjög sniðugt. Ég, Oddur og Helgi vorum að spila öll á móti öllum :) ég stóð mig vel þrátt fyrir litla sem enga kunnáttu í tafli en Oddur bar sigur úr býtum, þegar við vorum búin að vera 2 1/2 tíma með einn leik :S en ég væri til í að eiga svona tafl, þar sem fjórir geta spilað. Komst líka að því að tafl er bara nokkuð skemmtilegt, þótt það geti oft verið sárt að hugsa :S en tafl (helst svona) er komið á óskalistann minn takk fyrir!

En míns er að pæla að fara að skríða undir heita sæng, loka augunum og sofna Zzzzzz......!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Láttu eyrað kjurt

Það hlaut að vera, ég bara fann þetta á mér, hlýt að vera skyggn. Nei segi svona, nú er ég bara farin að bulla. En þessi vika byrjaði ekkert smá vel, mánudagurinn var svo æðislegur og ekkert smá gott veður :) gat maður hugsað sér e-ð betra? Svo fóru að koma hugsanir í kollinn á mann, að þetta væri örugglega bara lognið á undan storminum... gæti það verið? Nei reyna að þurrka út þessar hugsanir, reyna að þrauka... Vá ennþá meira bull ;) en jújú, þetta var lognið á undan storminum þar sem að það fór að hvessa með vikunni og þegar fólk fór á fætur í morgun, þessir sem dröttuðust fram úr, þá var allt komið á bólakaf undir snjó og það sást ekki á milli húsa :S WTF ! Já mín varð sko eins og snjókall bara við það að labba á milli vistarinnar og skólans, enda þurfti maður að vaða mjaðmadjúpa skafla á sumum stöðum ! En við erum hraustmenni og hræðumst ekki smá snjó, en það væri samt obboðslega gott að þurfa ekki að mæta í tíma þegar það er svona, fá bara að vera undir hlýrri sæng, með heitt kakó með sykurpúðum og lesa bók eða horfa á góða mynd. Ah væri það ekki yndislegt? Einhver memm? Já þið ættuð bara að sjá þetta dreymna augnaráð núna....

En já fólk talar og það er sko fact að fólk talar um aðra. Já ég fékk engar smá fréttir á þriðjudaginn. En ég er greinilega að fara að vera hjá kærastanum mínum á Dósinni í sumar. Ég bara HA?! Fyndið hvað fólki dettur í hug. En það er alltaf gaman að komast að einhverju sem maður veit ekki sjálfur. Fólk er skondið. En svo fólk viti það, þá er ég ekki á föstu og ekki búin að ákveða hvar ég verð í sumar og hana nú eða hæna nú ;) En fólk ætti kannski að fara að hugsa áður en það segir e-ð um það sem það veit ekkert um.

Já langar að koma stjörnuspánni minni fyrir daginn í dag að, en ég fer auddað daglega á spámann og skoða stjörnumerkið mitt, sporðdrekann :)

,,Þú ert minnt/ur hér á að þú ert ekki fær um að öðlast hamingju í sambandi fyrr en þú horfist í augu við ótta þinn gagnvart framtíðinni og jafnvel skuldbindingu. Hér er þér lýst sem harðgerri plöntu sem þarf reglulega rigningu til að halda sér grænni og koma í veg fyrir að laufin falli til jarðar".

Vitiði hvað? Ég held bara að það sé soldið til í þessu, verð að viðurkenna það að ég er skíthrædd við framtíðina og skuldbindingu :S Æj...!

Liverpool vann Arsenal 1-0 og ekkert smá flott hvernig þetta mark kom, enda skorðuðu Liverpool menn á 87 mínútu minnir mig :) Svo má ekki gleyma því að Liverpool mætir Manchester United mönnum á laugardag og þá verður maður sko límdur við skjáinn eins og sönnum poolara sæmir, eða e-ð þannig ;) allir að horfa !

Horfði á LOTR í gær, alveg 1 1/2 mynd :) hehe. En samt ekki. Sko sofnaði yfir fyrri helmingnum af fyrstu myndinni og svo horfði ég bara þar til önnur myndin var hálfnuð :S iss það er nú ekki nógu gott. En maður þarf að taka þær svona allar í einu og gá hvort maður hafi þol í þannig dvd maraþon :) Skil ekki hví mörgum finnst Frodo sætur :S en hins vegar finnst mér Aragon ekkert smá sexý ;) *slef* hehe

En er í pásu, ætla að nýa hana e-ð í lærdóm, ekki bara bloggerí :) "I know you want to"

sunnudagur, febrúar 12, 2006

HollandVinur minn hann Stefan van Nierop er þarna ásamt íshokkíliðinu sínu :) Varð bara að setja þessa mynd hérna inn. Stefan, I miss you alot and love you ! Do not forget me, I will visit you when I can :)

Pylsupartý... WTF!!

Well enn önnur helgin liðin og kvíðinn og stressið fyrir stúdentinum er farið að segja til sín ! Já er mikið farin að pæla hvað ég eigi að gera í sumar og hvar, hvort ég eigi að fara heim eða suður, en held að suður áttin sé e-ð að reyna að toga í mig, en er ekkert búin að ákveða. Enda er ég ein óákveðnasta manneskja sem ég veit um SHIT hvað það getur stundum verið erfitt að ákveða einföldustu hluti ! En samt erum við tiltölulega heppin með það að geta átt um e-ð að velja í þessu lífi okkar, það er allavega ekkert voðalega slæmt þannig séð.

En það var pylsupartý á barnum á föstudaginn, eintómir strákar ! Minns var bara edrú og alles og dansaði samt :) ég og Oddur komumst að þeirri niðurstöðu að fólk dansar ekkert betur eða e-ð meira eftir taktinum þegar það er drukkið, það bara heldur að það geri það ;) hehe ! Þannig að næst þegar þið eruð geðveitk að fíla ykkur og teljið að þið getið e-ð dansað, þá eruð þið að blekkja ykkur ;) nei kannski ekki allir, sumar kunna virkilega að dansa :) en ég get alveg viðurkennt það hér og nú að ég er ekkert spes dansari. En aldrei of seint að læra. En fyrir utan pylsupartý var helgin voða róleg og ekki einu sinni mikill lærdómur, bara smá lestur í frönsku :S Weird... yfirleitt er svo mikið að læra að ég kemst varla yfir það... !

Vá ég var að reyna að horfa á mynd í gær en það gekk svo illa því í henni var dauðarefsingar og einn dúddinn var settur í gasklefann. Akkuru aðhyllist fólk dauðarefsingar? Meina, þá erum við ekkert skárra en þetta fólk sem verið er að drepa, við höfum ekki þetta vald til að taka líf annarra. Ég er á móti dauðarefsingum ! Endilega segja ykkar skoðun :)

föstudagur, febrúar 10, 2006

Næla? Öryggisnæla?

Jæja ég var næld, hljómar asnalega ég veit, af honum Heiðari. Kannski ég reyni þá bara að dunda mér við þetta =)

4 störf sem ég hef unnið

 • Síminn (ekki við að svara í símann)
 • Við Árbakkann (kaffihús)
 • Fjölnir fiskvinnsla
 • Hótel Edda

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur

 • Stephen King myndir
 • Monthy Python
 • Freddie Krueger
 • LOTR myndirnar

4 staðir sem ég hef búið á

 • Hjallar 16 Patró
 • Heimavistinni Ísó
 • Heimavist Króknum
 • Blönduósi

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á

 • O.C.
 • Boston Legal
 • Nágrannar
 • Strange

4 staðir sem ég hef verið í fríi á

 • Ísland x4 *roðn*

4 vefsíður sem ég skoða daglega

 • Tölvupóstinn minn
 • Skólasíðuna
 • Spámann.is
 • Síður hjá ýmsum

4 bestu matur

 • Kjúklingur
 • Fyllt pasta a la systa
 • Svið
 • Villisveppasúpa

4 staðir sem ég vildi vera á

 • Á Patró hjá fjölskyldunni minni og vinum
 • Í Rvk hjá Ella og vinum mínum
 • Á Blönduósi hjá systu & co
 • Upp í rúmi að sofa

4 bloggarar sem ég næli

 • Arna Margrét
 • Lilja Dögg
 • Eydís Inga
 • Berglind

En að einhverju öðru en bara punktum og fjórum. Var að klára í skólanum klukkan fjögur... DÓ! Enn einn fjórir. Var í frönsku og vorum að lesa held ég skytturnar þrjár. Gekk bara ágætlega með það að þýða en held maður verðir brátt settur í bann með að rétta upp hönd og spurja svona mikið :S Neh efa það. Held samt líka að ég sé að verða brjáluð, það þarf kannski að fara að kalla inn mennina með væntumþykjupeysina, en ég sko er búi að gera allar spurningar sem fylgja þessum fimm köflum sem við eigum að taka á miðannarprófinu í LOL203 :S leiddist ekki, vil bara ekki falla :) Lærði samt FULLT á þessu og mann mest allt ennþá ;) En já talandi um miðannarpróf SHIT þau byrja 20. febrúar WTF!!! Finnst eins og önnin sé bara nýrbyrjuð en samt finnst mér líka soldið eins og það sé varla neitt eftir af henni :S hljómar skrítið!

En ætla að koma mér út, Eydís, Oddur og Halla eru að bíða eftir mér.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Silvía Nótt er KÚL

Er að pæla að hafa þetta bara svona punktablogg - búin að pikka svo mikið inn í dag að ég fer að verða putta veik eða e-ð :S

 • Á fimmtudaginn var skokkað 3 km og svo skellt sér á barinn eftir það.
 • Mikið af fólki undir aldri en þeim var komið út.
 • Á föstudaginn skellti ég mér á AK með Kristínu minni.
 • Keypti mér Body butter, white musk og Bob Marley special útgáfu.
 • Auddað var komið við á Subway *slúrp*
 • VÁ hvað fólk horfir á mann þegar maður er ekki innfæddur WTF!
 • Kíkti á Áæ með e-ð af þessum vinum manns :) og þar var étið á sig gat.
 • Var driver e-ð af kvöldinu.
 • Var stoppuða af löggunni WHAT?! MOI?!
 • Já það var kveikt á kösturunum á bílnum ehe...
 • Lagðist svo í leti fyrir framan Monthy Python - The holy grail
 • Zzzzzzz......
 • Á laugardaginn reyndi ég a læra í lol.
 • Las allavega þrjá kafla og varð e-ð fróðari.
 • Um kvöldið var matarboð hjá Eydísi og Davíð.
 • Ég, Halla, Jónas, Gunnar, Jökull og Addi vorum öll í mat.
 • Læri læri - tækifæri ;)
 • Og ís í eftirrétt.
 • Skríti að drekka bjór með ís :S
 • Auddað var horft á söngvakeppnina.
 • Og Silvía Nótt var bara GEÐVEIKT KÚL :)
 • Eina góða lagið!
 • Fyllerí um kvöldið og svaka stuð á barnum.
 • Vorum flest með svona stjörnur um augun eins og Silvía :) hehe
 • Mín var rauð - geggt kúl mar ;)
 • Í gær var það annars að borða með Kristínu og svo ís og rúntur, þurfti líka að læra í lol fyrir prófið.

Anyway, þarf í tíma bráðlega og er svöng. Fariði vel með ykkur og lítið á það sem þið hafið en ekki það sem þið getið ekki fengið :)