Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

föstudagur, mars 31, 2006

Ansans ósköp! Ég verð of seinn!

Já sæl og blessuð. Úff mín hefur sko ekki verið að standa sig í blogginu undanfarna daga :S en það er alveg hægt að finna afsakanir fyrir því - til dæmis er ég að drukkna í verkefnum í skólanum, tölvurnar hérna á vistinni voru e-ð að klikkast og svo var ég í Reykjavík eina helgi hjá kærastanum mínum. Best að hafa þetta bara svona punkta blogg, annars verð ég hérna í allt kvöld :S

- Fór til Reykjavíkur síðustu helgi. Sú helgi einkenndist af því að kynnast nýju fólki, pottapartý í Zídon sól í Breiðholti, bjór, hlöllabát, kúra með kærastanum, læra og liggja í leti :) ekki slæmt það. Gunnar eldaði loksins mat handa mér og ég fékk kjúlla sem var æðislega góður, gat samt ekki borða mikið því mín var e-ð pínu slöpp :S en takk elskan mín! Síðustu nóttina þarna svaf ég rosalega lítið, kannski þrjá tíma, því mig dreymdi svo illa :( en þá var gott að geta vakið kallinn og láta knúsa sig ;)

-Á þriðjudaginn fórum við nokkur á Ólafshús að borða afmælismat, Halla varð nebbla gömul (20 ára) síðasta mánudag. Ég, Sóley, Solla, Lilja, Vildís, Oddur og Jói mættum. Ég og Sóley gáfum stúlkunni hálsmen saman og held bara að það hafi slegið í gegn :) Til hamingju dúllan mín!

- Það er alltaf nóg að gera í skólanum þegar það er svona lítið eftir af önninni. Held barasta að kennararnir taki sig saman og plani það að láta okkur fá öll helvítis verkefnin á sama tíma! Já það er soldið mikið að gera hjá mér núna og það er ástæðan fyrir því að ég er ekki núna að kúra með systu og spjalla :S er byrjuð á lokaverkefni í íslensku og ég ætla að skoða bók og mynd. Ég er með ævintýrið Lísa í Undralandi og vá hvað þetta er steikt saga en samt ótrúlega góð og skemmtileg! Mæli með henni fyrir þá sem ekki hafa lesið hana. Svo er það ráðstefnan okkar í uppeldisfræði en það fer óðfluga að koma að henni :S vá ég er stressuð fyrir henni en þetta hlýtur allt að reddast sem þarf að gera.

- Já ég er virkilega farin að sjá stúdentahúfuna fyrir mér á kollinum og það varð ennþá raunverulegra þegar ég og Strulla fórum í vikunni og létum mæla hausinn fyrir húfuna.... SHIT! Svo eru drög að vorprófum komið upp! Þannig að þetta er allt að smella :) Hlakka ekkert smá til að flytja suður, vonandi fer ég að fá einhverja vinnu þar :S

En ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, líður ekkert allt of vel.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Pink... me...?

Já ég ákvað að breyta síðunni, enn einu sinni, eins og þið sjáið kannski :) og það skrítna er að beikt varð fyrir valinu :S já er farin að halda að ég sé bleik í afneitun ;) þeir fatta sem fatta ! En þá vil ég líka fara að heyra ákveðna manneskju segjast vera hnakki í afneitun ;) einnig fattar sá sem fattar ! En nú ætla ég að stíga stórt skref og segja að bleikt er kannski ekker svo slæmur litur.... VÁ ÞETTA VAR ERFITT ! En blár og svartur er samt enn í uppáhaldi hjá mér :)

Í dag er svo kominn mánuður hjá mér og Gunna :) ekki slæmt það. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Í rauninni hverfur tíminn bara alveg frá manni og áður en maður veit af er maður orðinn tvítugur, með hrukkur og grá hár :S jeij sem betur fer verð ég ekki tvítug fyrr en í haust ;) Samt er Gunnar orðinn tvítugur en engin grá hár eða hrukkur :S hmmm.... kannski er þá í lagi að verða eldri? Það er pæling...

,,Ég lifi lífinu þegar ég er dauð" - sagði þetta við Odd í dag. Ég var e-ð að ræða háskóla og hann sagðist vilja lifa lífinu e-ð fyrst, en ég sagði að ég myndi lifa því þegar ég væri búin í skóla :) ,,En ef þú deyrð þegar þú ert ný búin með skólann"?.... Já góð pæling og mín gat svarað ;) mjög svo thinkable setning !

Já er sem sagt farin að hugsa um meira nám, enda klára ég stúdentinn í maí :) en ég er með tvennt sem ég er að hugsa um, en það er annað hvort félagsráðgjöf í félagsvísindadeildinni eða enska í hugvísindadeildinni.... veit ekki akkuru ég er að pæla í þessu, enda bæði mjög erfitt... En e-ð langar mig að læra meira, en hef ENGA hugmynd um hvað... Eruð þið, sem eruð að klára, e-ð farin að hugsa um meira nám ? ? ?

Hmmm svo er Elli bróðir að fara út á föstudaginn, já á leik með Liverpool - Everton. Mig langar líka :S ! Kannski einhvern tíma í framtíðinni *lítið ský fyrir ofan hausinn* Kannski maður fái e-ð að utan ;) *blink blink*

Jæja kleinurnar mína, ég er þá rokin, er svöng og þreytt, sakna fullt af fólki og hef allt of mikið að gera :S Salut !

sunnudagur, mars 19, 2006

Langoliers

Ég fór til Reykjavíkur á fimmtudaginn eftir skóla með henni Helgu Rós og mömmu hennar, og það gekk bara nokkuð vel. En svo komum við í Reykjavík og þar eru ekkert allir jafn duglegir við að rata og aðrir :) en þeim tókst að koma mér á aðfangastað - Takk kærlega ! Ég gisti heima hjá Ella bróðir og hann var svo elskulegur að leyfa Gunnari að koma og gista líka :) það var vaknað soldið snemma á föstudaginn enda átti ég að vera mætt í atvinnuviðtal klukkan níu, ekki fyrr og ekki seinna :) held bara að það hafai gengið vel, hef samt ekkert til að miða við, enda fyrsta alvöru atvinnu viðtalið mitt ! Einhvern tíma er allt fyrst ! Fæ svo svar eftir viku eða tvær vikur, og er ekkert smá spennt ! Eftir viðtalið hitti ég Búbbuna mína :) hafði ekki hitt hana síðan í maí á síðasta ári :S VÁ hvað það var gott að hitta hana, tala við hana og vera í kringum hana :) kíktum rúnt og svo í Kringluna. Þar keypti hún sér e-ð og líka jólagjöf handa mér, þennan flotta og bleika brjóstahaldara :) takk elskan mín ! Ég reyndar keypti mér bara einn hlut í Reykjavík og það var nýtt pennaveski, já mitt sem hefur fylgt mér síðan í 8. bekk er farið að syngja sitt síðasta :( en það kemur að lokum hjá öllu ! Loks settumst við á Café Bleu og vorum ekkert smá kvenlegar ;) NOT ! Náði að afreka það að lesa í Raddir Barnabókanna í Reykjavík og eftir það horfði ég Langoliers e. Stephen King. Þriggja tíma mynd og ágætlega góð. Ég og Gunnar fórum svo Norður eftir að ég fékk að skoða tilvonandi samstað minn eftir stúdentinn :) og Bjarni fékk far með okkur. Kom svo við á Dósinni hjá systu & co og fékk knús og kossa :) og líka mynd af strákunum. Restinni af kvöldinu var eytt í að horfa á DVD og svo hitta mömmu Gunnars :S vá ég var feimin en þetta er bara fínasta kona :) !

Á laugardaginn var legið í leti, lesið meira í Raddir Barnabókanna og svo fariða á Akureyri í bíó, ég, Gunnar og Oddur. Fórum á Big mamas house 2 og svo var tekið flipp, drykkja í þokunni og svo loksins komist aftur á Krókinn, þar tók barinn við og billjard leikur við hana Höllu mína :)

Í dag var okkur boðið í mat til Jökuls og Jónu, og Davíð og Eydís komu líka :) Hryggur og voða flott - Takk æðislega ! Annars var dagurinn tekinn rólega. Kúrðum yfir mynd og skoðuðum á netinu flug til Danmerkurs og hvað sé hægt að gera þar :) já hljómar ekki vel að fara til DK, tjalda og versla eins og vitleysingur ?

En ég átti að vera að læra fyrir íslensku próf núna, en var að lesa á Fróða að prófið færist á miðvikudaginn :) ég er ekkert smá fegin !

miðvikudagur, mars 15, 2006

Are you a dirty little perv?


Já fóruð þið ekki bara að brosa þegar þið sáuð þetta brosandi krútt :) ? Ég viðurkenni að ég brosti, þannig að þið getið líka viðurkennt það :) já ég er soldið á flippinu í dag, en það er bara hluti af hinu góða ! En ég ákvað setja svona voða sæta mynd hérna inn með smá skilaboðum, því það hafa margir verið e-ð frekar niðurdregnir undanfarið og mig langaði að reyna að láta fólk brosa smá :) Oh er ég ekki góð ?

En ég er alveg búin að taka eftir því hvað brosa er rosalega hollt fyrir mann. Mér var sagt í einum tíma í skólanum að maður ætti að brosa, þó að maður væri ekki beint í skapi til þess, en við það að brosa nokkrum sinnum þá getur skapið lagast helling og manni farið að líða soldið betur. Ég mana fólk til þess að prófa að brosa, ekki bara til vina og kunningja, heldur líka til ókunnugra, og sjáið hvað þið fáið marga til að brosa á móti :) hafið engu að tapa en mikið að vinna !

Kvöldið í gær var geðveikt skemmtilegt ! Ég og Halla mín ákváðum að hafa svona vinkonu kvöld, því við höfum hisst svo rosalega lítið undanfarið :S ekki nógu gott ! En við byrjuðum á því að fá okkur þeyting með fullt af gúmmelaði og tókum rúnt á gellubílnum :) og auddað var mikið tjattað og hlegið, til að ná okkur í ýmsar fréttir og deila gleði okkar og sorgum :) Svo komum við okkur vel fyrir í sófanum heima hjá henni og hofðum á ,,Van Wilder" sem er bara snilldar mynd ! Var búin að gleyma hvað hún er fyndin. Snýst aðallega um partý, kynlíf, brundbrauð og crazy fyndið fólk :)

Hey einhver sem getur svarða mér þessu? HVENÆR BYRJUÐU ,,GILMORE GIRLS" AFTUR Á STÖÐ EITT?!?! Eða er það kannski svo langt síðan :S en VÁ hvað ég er fegin að geta farið aftur að taka frá þriðjudagskvöld í þessa þætti - LOVE THEM !

Já ég og Oddur komumst að því áðan að við höldum að hann sé að breytast í hund ! Já brá ykkur, hvernig haldiði að okkur líði ? Hehe alltaf gaman að þessu. Hann nebbla var e-ð þvílíkt að láta tunguna lafa út úr sér áðan og lappirnar allar á iði, maður beið bara eftir því að hann stykki á einhverja löpp :S

C ya later guys !

laugardagur, mars 11, 2006

Krossa próf

Já ákvað að dunda mér hérna aðeins, er nebbla að passa.

 • (x) reykt sígarettu
 • ( ) klesst bíl vinar/vinkonu
 • ( ) stolið bíl(x) verið ástfangin
 • (x) verið sagt upp af kærasta/kærustu .. má setja hálfan kross?
 • ( ) verið rekin :Þ
 • (x) lent í slagsmálum
 • (x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
 • (x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
 • (x) verið handtekin
 • ( ) farið á blint stefnumót
 • (x) logið að vini/vinkonu
 • (x) skrópað í skólanum
 • ( ) horft á einhvern deyja
 • ( ) farið til Canada
 • ( ) farið til Mexico
 • (x) ferðast í flugvél
 • ( ) kveikt í þér viljandi
 • ( ) borðað sushi
 • ( ) farið á sjóskíði
 • (x) farið á skíði
 • (x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
 • ( ) farið á tónleika
 • (x) tekið verkjalyf
 • (x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
 • (x) legið á bakinu úti og horft á skýin
 • (x) búið til snjóengil
 • ( ) haldið kaffiboð
 • (x) flogið flugdreka
 • (x) byggt sandkastala
 • (x) hoppað í pollum
 • (x) farið í "tískuleik"
 • (x) hoppað í laufblaðahrúgu
 • (x) rennt þér á sleða
 • (x) svindlað í leik
 • (x) verið einmana
 • (x) sofnað í vinnunni/skólanum
 • ( ) notað falsað skilríki
 • (x) horft á sólarlagið
 • ( ) fundið jarðskjálfta
 • (x) sofið undir berum himni
 • (x) verið kitluð/kitlaður
 • ( ) verið rænd
 • (x) verið misskilin/n
 • (x) klappað hreindýri/geit/kengúru
 • (x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
 • ( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
 • (x) lent í bílslysi
 • (x) verið með spangir/góm
 • (x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
 • (x) borðað líter af ís á einu kvöldi
 • (x) fengið deja vu
 • (x) dansað í tunglskininu
 • (x) fundist þú líta vel út.
 • (x) verið vitni að glæp
 • (x) efast um að hjartað segði þér rétt til
 • ( ) verið gagntekin af post-it miðum
 • (x) leikið þér berfættur í drullunni
 • ( ) verið týndur
 • (x) synt í sjónum
 • (x) fundist þú vera að deyja
 • (x) grátið þig í svefn
 • (x) farið í löggu og bófa leik
 • ( ) litað nýlega með vaxlitum
 • ( ) sungið í karaókí
 • (x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
 • (x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
 • (x) hringt símahrekk
 • (x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
 • (x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
 • (x) dansað í rigningunni
 • (x) skrifað bréf til jólasveinsins
 • ( ) verið kysst/ur undir mistilteini
 • (x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
 • (x) blásið sápukúlur
 • (x) kveikt bál á ströndinni
 • (x) komið óboðin í partý
 • ( ) verið beðin um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin í
 • (x) farið á rúlluskauta/línuskauta
 • (x) hefur einhver óska þinna ræst
 • ( ) farið í fallhlífastökk
 • ( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig

mánudagur, mars 06, 2006

Exit only!

Það var geðveikt gaman á Akureyri :) vorum komin þangað um svona þrjú leytið á föstudaginn. Þá var farið fyrst upp í Toyota því bíllinn hans Gunnars þurfti að fara í skoðun, þannig að við fengum lánsbíl á meðan, geggt kúl :) en þá var farið í Centro og leitað að útskriftarfötum og þar var fundið svart pils og svart svona peysu dæmi :S kann ekki að lýsa því, og BTW Gunnar fann þetta, ekki ég. Já svona er þetta að hafa mikla reynslu af Kringlu rölti ;) en svo var maður svo heppin að afgreiðslukonan gleymdi að stimpla inn helminginn af fatnaðinum :S þannig að kortið mitt fékk að halda e-ð af peningum. Svo keypti ég bol í Sautján, þannig að útskriftarfötin mín eru komin :) Svo keytpi Gunni sér geggt flottan hatt í Frúin í Hambrog hehe! Vorum svo hjá Eydísi og Davíð, þau voru svo væn að hýsa okkur :) Um kvöldið fengum við rosa gott að borða, svo var farið í bíó á ,,The Pink Panther" og hún er ekkert smá fyndin :) og svo var það bjór og tjútt á Kaffi Akureyri. Rakst meira að segja á þrjá Patreksfirðinga, en hún Sigga nokkur að heiman kom og heilsaði upp á mig :) gaman að hitta fólk að heiman. Svo var eitt geðveikt fyndið við þetta kvöld, en það var strákur sem gaf Gunnari auga og stelpa sem gaf mér auga :S WTF! Bara skondið. Svo eftir gott djamm var farið í Tikk takk take away e-ð og fengið sér ostabrauðstangir og gos *slúrp* mjög gott. Svo var ekkert smá gott að sofna þegar við komum aftur heim.

Á laugardaginn var vaknað snemma og soldil þynnka á gangi, aðallega hjá mér og Eydísi :S en það var sturtað sig og klætt, og fengið sér að borða á Crown Chicken... weird place.... svo var tekið rölt um Adam og Evu og margt sniðugt að sjá þar ;) svo var helvítis búðarkonan algjör gribba og virkaði bara leiðinleg! Og hún spurði mig að skilríkjum WTF! ! ! Sagði nú bara hvasst við hana að ég hefði oft komið þarna áður og hún varð eins og skítur! helvítis fólk! Kíktum svo aðeins á bókamarkað en enduðum samt með DVD myndir í poka á leiðinni út :) á æðislegan kærasta, hann gaf mér Charlie Chaplin Collection á DVD :) Takk krúttið mitt! En hittum svo hittum við Sóley og Ósa á Kaffi Akureyri, fengum okkur öll e-ð gott að drekka og mikið spjallað og hlegið :) gaman að vera svona þrjú pör úti saman :) Svo áður en ég og Gunnar fórum yfir á Krók þá kíktum við til Lillu (Jóhanna) systur hans :S já mín varð sko bara að gjöra svo vel að hitta hana, enda verður maður einhvern tíma að hitta familíuna.... en það tókst vel og mér lýst vel á hana :) vorum komin svo á Krókinn um tíu. Þá var mín svöng þannig að það var eldað fyllt pasta og gums með og hvítlauksbrauð *slef* og Jolli kom líka og fékk sér :) Annars var svo bara legið í leti fyrir framan imbann og sofnað svo ;)

Á sunnudaginn var leti í gangi og erfitt að kveðja Gunnar þegar hann þurfti að fara :S Miss him already! Las samt í sálfr. 403 í gær, svona til að læra e-ð fyrir þetta blessaða próf sem er á morgun....!

En er komin með miðannarmatið úr frönsku og lol-inu. Í frönsku fékk ég 6 í miðannarmat, finnst það gott þar sem að ég er með frjálsa mætingu og mæti kannski einu sinni í viku. Svo í lol-inu fékk ég 8.6 á sjálfu prófinu en 8 í miðannarmat :) ógó sátt sko!

En er að fara í atvinnuviðtal í næstu viku þannig að ég er búin að vera geggt hátt upp í allan dag :) ! Er geðveikt spennt!

Brandari helgarinnar : ,,This is an A - B conversation. Why don´t you C your way out of it" ;) haha! Gunnar sagði þetta við Sóley á laugardaginn.

föstudagur, mars 03, 2006

Cendrillon est beau fille

Já það er núna í gangi myndavéla ást hjá mér á nýju vélinni sem systa keypti sér :) mín var e-ð að skoða þessa vél betur á netinu og líst stúlkunni bara nett vel á hana ;) getið séð hana hér:

http://www.elko.is/item.php?idcat=21&idsubcategory=23&idItem=2981

Jú svo er búið að troða þeirri flugu inn í hausinn á mér *suð suð* að fara til Costa Rica sem sjálfboðaliði í einn af tólf þjóðgörðunum þar. Já Strulla mín er e-ð að pæla í þessu, kannski þetta gæti gerst eftir einhverja mánuði, þegar maður er ríkur ;) reyndar hljómar rosalega spennandi, að vera í 1-6 mánuði.

Svo langar minni rosalega að koma höndum mínum yfir myndina ,,The Witches of Eastwick" sem Jack Nicholson leikur í. Hef einu sinni séð hana áður, í gamla daga ;) og langar að sjá hana aftur eða jafnvel bara eignast hana. Einhver sem veit hvar er hægt að fá þetta gamlar myndir (1987) ?

En mín er farin að lesa enn eina smásöguna í frönsku og að þessu sinni er það Cindrellon eða Öskubuska :) byrjaði á henni í gær og það er bara nokkuð gaman að lesa þessa sögu á frönsku. Gott að bæða orðaforðann í frönskunni þar sem maður er nú í 403 áfanga :)

En mín ætlar að fara að sparka í Sóley og koma henni á lappir ;) draga hana í mat og svo liggur leiðin bara á Akureyri á eftir þegar Gunnar kemur að ná í mig :) segi betur frá því seinna.

P.s. Vá mig dreymdi skrítið í nótt. Dreymdi vin minn frá Tálknafirði og ég fékk e-ð geggt stórt knús frá honum og ég get svo svarið það, að ég fann knúsið í gegnum drauminn :)

Vil þá bara segja ÉG SAKNA ALLRA FYRIR VESTAN ;) næstum allra!