Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

föstudagur, apríl 28, 2006

Dimmetering

Hérna eru nokkrar myndir frá dimmeteringunni sem ég fékk lánaðar frá henni Lilju nágranna :) vonandi eiga einhverjir fleiri myndir :)

Hákon, Þráinn og Kalli tóku sig til og sungu upp á borðum við undirspil Binna. Þarna eru svo kisurnar Sólborg og Vildís.
Valdi var svo driverinn okkar :) gefum honum gott klapp *klapp klapp*
Sigríður komin upp á borð í flottu dressi ;) þarna sést svo Sigrún hermaður og Kristín og Guðrún Hanna að spjalla saman.
Björg, Sunna og Solla. Þær voru sko í hörkustuði og ekki annað hægt :)
Sumir urðu mjög þreyttir og þá virkaði borðið sem hinn fínasti koddi... Zzzzz....
Halla, ég og Solla. Já hvað erum við eiginlega að horfa á? Það allavega virkar mjög merkilegt :) man ekkert eftir að þessi hafi verið tekin.
Helga Rós, ég og Kristín komnar upp á heyvagninn eftir mikið erfiði. Urðum að fá hjálp til að komast upp enda við soldið litlar og í glasi ;)
Solla og Lilja í rosa góðum fíling. Tekinn sameiginlegu súludans ;)
Jökull og Addi í góðum fíling. Jökull var ofur bjallan, kölluðum hann bara Maríu ;) hann var ekki sáttur.
Hehe hér er ein góð frá dimmeteringunni. Ég hlammaði mér bara á hana Kristínu mína þar sem ekkert sæti var laust úti. Þarna átti mikill hlátur sér stað :)

Já dimmeteringin var rosalega skemmtileg og held bara að flestir hafi skemmt sér mjög vel :) það var drukkið, borðað snakkerí, sungið, spilað, spjallað og dansað alla nóttina og auddað var svo farið á heyvagni inn á Krók. Þar tók við að vekja kennara og nemendur á heimavistinni. Svo fengum við þennan frábæra morgunmat á vistinni, þ.e. egg, bacon, bakaðar baunir og brauð *slúrp* Söfnuðum svo saman kennurum og fórum í leiki, og afhentum þeim svo viðurkenningar. Já það var erfitt að vaka svona lengi en þess virði :) fór svo að sofa e-ð um 10 í gærmorgun og svaf eins og steinn til hálf sex, hefði alveg geta sofið lengur en ákvað að koma mér á lappir. Var samt ekkert að hafa fyrir því að klæða mig. fór bara út á náttbuxum, ullarsokkum og flíspeysu :) skil ekki afhverju fólk horfði svona mikið á mig ;) hehe. Ég, Sóley, Oddur, Solla, Lilja og Jói vorum svo öll hjá Jóni í gær þar sem var grillað, spilað nokkurs konar trivial og spjallað og hlegið. Var meira að segja það dugleg að ég kláraði að lesa smásöguna í frönsku og skilaði svörum og úrdrætti :)

Er svo að fara á Dósina á eftir með Sóley en fer svo aftur hingað á morgun til að tjútta með kallinum mínum og vinum :) Er að fara í afmæli til hans Víkings Leon litla frænda á morgun en hann varð 3 ára í gær :) til hamingju frændi. Kem og knúsa ykkur öll á eftir :)

En já í dag er síðasti skóladagurinn minn :) !

Eigiði góða helgi, ég veit að það ætla ég að gera :) !

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Rostungar hafa litla vængi

Hey hérna er svona smáræði til að setja saman og hafa gaman af :) mæli með því að þið gerið þetta og commentið svo útkomuna ykkar !

Veldu mánuðinn sem þú fæddist:

Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaðiá

Veldu núna afmælisdaginn þinn:

1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskifting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara

Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu:

A- Afþví að ég elska súkkulaði
B- Afví að mér leiddist
C- Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að ég þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Afvþví mér finnst egg góð
H- Afþví að ég er á sýru
I- Afþví ég misteig mig
J- Afþví ég er með vörtu
K- Afþví mér líkar Cheer
L- Afþví að ég var skökk/skakkur
M- Afþví ég var full/ur
N- Afþví að mamma sagði mér að gera það
O- Afví ég er hýr
P- Því ér er einmanna
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Afví að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
W- Afþví að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska prump
Ö- Því ég er að safna rassahárum

Vá vá vá... ! Önnin er að verða búin og ég er að fara að útskrifast ! Þetta er bara alveg hreint og beint ótrúlegt, er varla að ná þessu. Maður er eiginlega búinn þessa síðustu skólaviku því suma tímana þarf maður ekkert að mæta aftur í. Fer samt í munnlegt próf í ensku 603 á föstudag, þarf að skila spurningum og úrdrætti í frönsku 403 og svo er hugleiðing í tíma í íslensku 633 á föstudag um ,,Brothers Grimm" og ævintýri. Já smá eftir en samt ekki svo mikið. Og svo eru það bara þrjú lokapróf og svo bara búið.

Já afi minn, hann Árni Jónsson, átti afmæli á laugardaginn. En hann var 77 ára kallinn. Til hamingju með það afi minn, ég elska þig :*

Ég og Halla höfðum nóg að gera í dag. Fyrst rúntur á meðan við hlustuðum á rassalagið okkar sem er SNILLD ! Svo Skaffó þar sem keypt var brazzi og jarðaberja svali. Loks var það bakaríið þar sem við fengum okkur sykur til þess að hlaða okkur og vakna. Röltum svo yfir í blómabúðina á Króknum þar sem við lögðum inn pantanir fyrir okkur vegna útskriftarinnar. Pöntuðum hvíta nellikku með brúðarslöri til þess að setja í barminn. Og svo lá leiðin heim til Höllu. Fékk að sjá útskriftarfötin hjá stelpunni og VÁ þau eru geðveikt flott :) svo lánaðí hún mér tösku og gúmmítúttur ;)

En það er ógó geðveikt frábært veður og sól úti, og þar sem Lilja nágranni var að fiska eftir félagsskap þá ætla ég að rölta með henni út og fá mér ferskt loft. Fyrst þarf ég að pissa... er alveg í spreng....

Bæ bæ

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sykurpúðar borðuðu mig...

Síðasta helgi var alveg rosalega góð, get ekki sagt annað :) fór á Dósina til systu & co og var alveg fram á sunnudag. Ég og systa áttum góðan tíma saman, enda gott, því bráðum fæ ég ekki að hitta hana jafn oft :s en við kíktum rölt og tjöttuðum helling :D svo var ég dregin í fermingu hjá Tinnu hans Stebba á laugardaginn og það var bara virkilega skemmtilegt. Þar var mikið af fólki, góðar kökur og svo Madagaskar fyrir börnin :) ég fór með Hrefnu til að hjálpa til við strákana en þeir voru nú alveg yndislegir, þannig að ég hjálpaði bara til við þann yngsta og kökurnar ;) Takk fyrir æðislega helgi krúttin mín ! Við sjáumst svo á næstu helgi :)

Ég var veik í síðustu viku :s já fékk hita, hálsbólgu og beinverki á miðvikudaginn og held ég hafi ekkert almennilega lagast fyrr en á laugardag. Þetta var ekki gaman ! Kalt og heitt til skiptis, hafði enga matarlyst og leið illa... en þá er gott að eiga góða vini og kærasta :)

Ráðstefnan okkar var á föstudaginn. Hún gekk rosalega vel og ég var það dugleg að tala þótt ég væri veik :D talandi um dugnað ! En eitt fannst mér nú alveg rosalega lélegt. Engir kennarar eða skólameistari mættu ! ! ! WTF ! ! ! En það er þá bara þeirra missir ;) takk fyrir önnina krakkar og skemmtilega ráðstefnu.

Komin með vinnu :D já fer að vinna á leikskóla sem heitir Fífuborg. Það verður skrítið að vera innan um litla krakka allan daginn, að fá að vera fyrirmynd :) en það reddast sko !

Þoli ekki reykingarlykt *ulla bjakk* !

Er að fara í sálfræði próf í 403 áfanganum :s vá er nett stressuð... ! En ætla að drífa mig og rippa þessu af, bara eins og með plástur :) hehe !

Síðasta vikan í skólanum alveg að verða búin og prófin byrja í næstu viku... allamalla... !

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Seint páskablogg

Páskafríið er búið og venjulegt vistar og skólalíf tekur við. Þetta var fljótt að líða og var búið áður en það byrjaði, það liggur við. En þetta var hið ágætasta páskafrí þótt ég hafi ekki komist heim á Patró eins og ég ætlaði mér :s en ég verð bara að fara seinna heim. En ég er að pæla að hafa þetta bara sem punktablogg, nenni engan veginn að koma með þetta allt í smáatriðum.

- Eyddi sem sagt fríinu mínu í Grafarvogi hjá kallinum og fjölskyldu, þ.e. tilvonandi heimili mitt, Kópavogi hjá Ella bróðir og svo út og suður til að hitta fólk. Síðustu dagarnir voru teknir á Króknum.

- Hitti auddað e-ð af vinum mínum. Fór e-ð út með Gumma, Sollu, Lilju, Steinunni og Söndru. Þau eyddu öll e-ð en ég eyddi ekki neinu :s erfitt að vera fátækur námsmaður. Sá nebbla geggt flotta skó sem mig langaði í. Svo hitti ég auddað Lilju Dögg, elskuna mína :) fæ svo að hitta hana oftar í sumar þar sem hún verður að vinna í Reykjavík.

- Kynntist loksins Lillu mágkonu og manninum hennar honum Kristjáni. Við fórum öll saman í bíó á "Date movie" sem er ágætis kvöldskemmtun, mæli samt ekkert með henni. Hef séð betri myndir en einnig verri. Náði að tala fullt við Lillu í fríinu og reyna að kynnast henni. Hún er bara ágætis stelpa :)

- Tengdó var að fá sér hvolp, labrador tík og hún heitir Birta. Það sæmir henni bara mjög vel enda er hún mjög ljós á litinn :) hún er algjört krútt og voða fjörug. Er ekkert voða vön hundum en það venst, læri á þá :)

- Fór í þrjú atvinnuviðtöl í Grafarvogi og þau komu öll bara mjög vel út. Er bara að bíða eftir að fá svar og það er ein vinnan sem ég hef meiri áhuga á en hinar, vona að það rætist úr því *krossleggja fingur* Já það verður skrítið að flytja suður og fara að vinna *hugs*

- Settið og Sigþór litli bróðir komu suður á miðvikudaginn og gistu hjá Ella. Ég og Gunnar fóru í mat til þeirra. Fengum GEÐVEIKT gott lasagnia og svo auddað lítið páskaegg, aðallega svona til að fá málshátt. Ég reyndar man minn ekkert :s Held að fjölskyldunni lítist bara vel á Gunnar, þau eru allavega ekki búin að segja neitt ljótt svo ég heyri ;) Þau fóru svo Norður á Dósina á föstudag til Hrefnu & co.

- Ég kláraði að læra e-ð. Kláraði Body Language verkefni í sálfræði 403, gerði spurningar í lífeðlis- og líffærafræði 203 og svo tók ég viðtal við eldri borgara fyrir verkefni í sálfræði 313. Það tókst mjög vel og lærði helling á því. Tók viðtal við Jóhönnu ömmu Gunnars, sem sagt tengda amma mín ;) og kellan er 95 ára og er geðveikt hress ! Ótrúlegt ! Las líka helling í bók sem tengdamútta lánaði mér, gleymdi henni samt fyrir sunnan :s

- Á laugardag lá leiðin svo Norður í land. Komum fyrst við í Borgarnesi þar sem ég knúsaði Lilju Dögg mína, enda fæ ég ekki að sjá hana geggt lengi. Svo komum við í Borgarfirðinum í bústaðnum hjá tengdó og það var bara voðalega kósý þar. Svo var síðasta heimsóknin á Urðarbrautinni. Þar voru allir vakandi nema yngsti fjölskyldumeðlimurinn. Svo var farið yfir Þverárfjallið til að komast yfir á Krók en það var kannski ekki voða sniðugt eftir á :s já spoilerinn að framan er týndur einhvers staðar upp á fjalli *úps* en við komumst heil yfir og það skiptir öllu.

- Kom svo á vistina í dag, voða skrítið, þar sem ég kom það snemm að hún var hálf tóm :s en eins gott bara að klára þetta og flytja svo suður til kallsins ;) og fara að vinna og koma einhverri reglu á líf sitt ! Svo er bara pæling hvort ég fari í meira nám. Auddað vill maður það en hvað á maður að læra ? Erfitt. En eitt skref í einu ;)

Hérna hafiði e-ð páslablogg, en það getur vel verið að ég hafi gleymt einhverju :s er ekkert að reyna að leggja e-ð svona á minnið þegar ég á frí.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Viltu kynnast fólki?

Hvað get ég sagt að sé í fréttum nema þetta sama og venjulega, þ.e. skóli, heimanám og letilíf á vistinni. Já ég er farin að átta mig á því að ég mun sakna vistarinnar þegar ég klára núna í vor :s meina, hér er æðislegt fólk, og bara gaman að vera. Þá er bara ekkert annað en að koma í heimsókn hingað :) Það er bara e-ð svo gott að vera hérna, andrúmsloftið er gott og æj... ég er farin að vera væmin :s

En afmælisbarn dagsins er Jói Rúnar bestasti vinur minn :D eða einn af mörgum. En kallinn varð 20 ára í dag og ellin er strax farin að segja til sín, en hann er veikur, með hita og e-ð þannig :s en ég, Sóley, Oddur og Jón Þorsteinn tókum okkur til og færðum drengnum tvær afmæliskökur, eina bananasplitt tertu og svo djöflateru sem á stóð ,,Til hamingju með daginn Jói". Svo gerði Jón ekta súkkulaði og það voru ekki nema 16 plötur af súkkulaði í því :s já þetta smakkaðist allt voða vel og auddað var sunginn afmælissöngur handa Jóa :D Minnir mig bara á þegar ég var hérna fyrstu önnina mína og Jói og Jón Þorsteinn komu og sungu afmælissöng handa mér og spiluðu á gítar :D það var ÆÐI! Til hamingju með daginn gamli ;)

Ég er loksins búin að klára lokaverkefnið mitt í íslensku 633, reyndar ekkert loksins, var mjög fljót að þessu. Já stúlkan er svo dugleg :D Og kennaranum mínum leist bara mjög vel á, á samt ekkert að skila því strax en gott að vera búin svo maður sé ekki að stressa sig á síðustu stundu :) svo á ég bara eftir að skila lokaritgerð í félagsfr. 504 og svo er voðalega lítið að verða eftir á þessari önn. Það er komin upp próftafla og ég fer bara í þrjú próf, því hinir fimm áfangarnir eru próflausir hjá mér :D ég fer sem sagt í próf í frönsku 403, ensku 603 og líffæra- og lífeðlisfræði 203. Og sem betur fer fæ ég alltaf einhvern góðan tíma til að læra undir hvert próf. Ó já! Það er orðið stutt í hvítu húfuna :D ! Það er líka orið stutt í Dimmeteringu ;) VÁ það á eftir að verða geðveikt stuð ! En það er allt voða mikiðleyndó ;) !

En það er komið ógó veður og mig langar ekkert voða mikið að fara fram úr á morgun ef það verður svona veður þá :s en vona bara það besta. Svo fer að styttast í páskafrí og það að ég fari suður :D

En höfum þetta gott í bili og endilega muna að commenta people :D !

laugardagur, apríl 01, 2006

Látið vita af væntumþykju ykkar


Þetta blogg er ætlað frænku minni, sem er einnig rosalega góð vinkona mín. Ég vildi að ég gæti komið og knúsað þig og sagt þér hversu mikið mér þykir vænt um þig og hversu æðisleg þú ert, en þessi mynd hérna og símtalið okkar áðan verður að duga þangað til við hittumst. Þú veist að ef e-ð er að, alveg sama hvað það er, þá veist hvað mig er að finna. Er alltaf til staðar fyrir þig, þú veist það. Ég elska þig.

Í leiðinni vil ég koma boðum til foreldra minna, systkina, maka og barna, kærasta, vina og ættingja - Ég elska ykkur.

Hver ert þú?

Þetta er e-ð svona spurningaflóð sem ég tók af síðunni hennar Örnu minnar :) ég ákvað setja mín svör með og megið þið endilega svara fyrir ykkur :) bara breyta svörunum náttla. Have fun!

1. Fullt nafn? Harpa Sif Þórsdóttir
2. Líkamsgötun og ef svo er hvar? Tvö göt í hvoru eyra. Var með í naflanum og tungunni
3. Hvaða mynd sástu síðast í bíó? Mig mamas house 2
4. Viltu láta jarða þig eða brenna? Jarða mig
5. Fæðingarstaður? Patreksfjörður
6. ...verið handtekin/n? Já
7. ...grátið yfir því einhverjum sem þú elskar of mikið? Já
8. ...lent í árekstri? Já
9. ...hver er sætasti/a vinur/vinkona? Hmmm... erfið spurning :s vil ekki þurfa að velja
10. Uppáhalds dagur vikunnar: Miðvikudagur, því þá er skólavikan hálfnuð
11. ...matur? Soðin ýsa, svið, lifrarbuff og pasta a la systa
12. ...veitingastaður? Röggi á Ólafshúsi, Subway, Dominos og fleira
13. ...besti tónlistarmaður/hljómsveit? Bob Marley, Bubbi, Marlin Manson, Placebo, Jeff Buckley og fleiri
14. ...drykkur? Vatn, trópí og sítrónu kristall
15. ...ís? Með pekanhnetum og karamellu
16. ...skyndibitastaður? Subway
17. ...liturinn? Svartur, blár og bleikur
18. ...sjónvarpsþættir? Nágrannar, Friends, C.S.I, Bostan Legal og fleiri
19. Áttu kærasta/ustu? Já
20. Hversu oft féllstu á bílprófinu? Aldrei
21. Í hvað eyðirðu mestum tíma? Skóla og heimanám :s
22. Háttatími? Á virkum dögum milli 22 og 24, en á helgum bara þegar ég nenni
23. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Höllu, Sóley, Sollu, Lilju, Vildísi, Odd og Jóa
24. Á hvað ertu að hlusta núna? Tölvusuðið og sjónvarp í bakgrunni
25. Hvað ertu með mörg húðflúr? Eitt, aftan á hálsinum
26. Hvað áttu mörg gæludýr? Bara hann Gunnar minn
27. Hvaða fræga látna manneskja dettur þér fyrst í hug? Bob Marley
28. Fylgirðu alltaf leiðbeiningum? Nei nenni því veseni ekki alltaf, það kemur svo aftan að manni seinna
29. Hvað myndirðu gera við 300 milljónir? Láta settið fá slatta, klára skóla, kaupa gamla himinbláa bjöllu með blægju, íbúð og ferðast og versla, gefa til góðgerðarmála
30. Hvaða lýta/fegrunaraðgerð myndirðu fara í? Enga
31. Ertu ánægð/ur með lífið? Já verð að segja það. Á góða fjölskyldu, frábæran kærasta og vini

,,Ég anda þegar ég sef" merkir það sama og ,,Ég sef þegar ég anda" :) þetta er úr Lísu í Undralandi.