Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

föstudagur, apríl 28, 2006

Dimmetering

Hérna eru nokkrar myndir frá dimmeteringunni sem ég fékk lánaðar frá henni Lilju nágranna :) vonandi eiga einhverjir fleiri myndir :)

Hákon, Þráinn og Kalli tóku sig til og sungu upp á borðum við undirspil Binna. Þarna eru svo kisurnar Sólborg og Vildís.
Valdi var svo driverinn okkar :) gefum honum gott klapp *klapp klapp*
Sigríður komin upp á borð í flottu dressi ;) þarna sést svo Sigrún hermaður og Kristín og Guðrún Hanna að spjalla saman.
Björg, Sunna og Solla. Þær voru sko í hörkustuði og ekki annað hægt :)
Sumir urðu mjög þreyttir og þá virkaði borðið sem hinn fínasti koddi... Zzzzz....
Halla, ég og Solla. Já hvað erum við eiginlega að horfa á? Það allavega virkar mjög merkilegt :) man ekkert eftir að þessi hafi verið tekin.
Helga Rós, ég og Kristín komnar upp á heyvagninn eftir mikið erfiði. Urðum að fá hjálp til að komast upp enda við soldið litlar og í glasi ;)
Solla og Lilja í rosa góðum fíling. Tekinn sameiginlegu súludans ;)
Jökull og Addi í góðum fíling. Jökull var ofur bjallan, kölluðum hann bara Maríu ;) hann var ekki sáttur.
Hehe hér er ein góð frá dimmeteringunni. Ég hlammaði mér bara á hana Kristínu mína þar sem ekkert sæti var laust úti. Þarna átti mikill hlátur sér stað :)

Já dimmeteringin var rosalega skemmtileg og held bara að flestir hafi skemmt sér mjög vel :) það var drukkið, borðað snakkerí, sungið, spilað, spjallað og dansað alla nóttina og auddað var svo farið á heyvagni inn á Krók. Þar tók við að vekja kennara og nemendur á heimavistinni. Svo fengum við þennan frábæra morgunmat á vistinni, þ.e. egg, bacon, bakaðar baunir og brauð *slúrp* Söfnuðum svo saman kennurum og fórum í leiki, og afhentum þeim svo viðurkenningar. Já það var erfitt að vaka svona lengi en þess virði :) fór svo að sofa e-ð um 10 í gærmorgun og svaf eins og steinn til hálf sex, hefði alveg geta sofið lengur en ákvað að koma mér á lappir. Var samt ekkert að hafa fyrir því að klæða mig. fór bara út á náttbuxum, ullarsokkum og flíspeysu :) skil ekki afhverju fólk horfði svona mikið á mig ;) hehe. Ég, Sóley, Oddur, Solla, Lilja og Jói vorum svo öll hjá Jóni í gær þar sem var grillað, spilað nokkurs konar trivial og spjallað og hlegið. Var meira að segja það dugleg að ég kláraði að lesa smásöguna í frönsku og skilaði svörum og úrdrætti :)

Er svo að fara á Dósina á eftir með Sóley en fer svo aftur hingað á morgun til að tjútta með kallinum mínum og vinum :) Er að fara í afmæli til hans Víkings Leon litla frænda á morgun en hann varð 3 ára í gær :) til hamingju frændi. Kem og knúsa ykkur öll á eftir :)

En já í dag er síðasti skóladagurinn minn :) !

Eigiði góða helgi, ég veit að það ætla ég að gera :) !

6 Comments:

 • At 6:06 e.h., Anonymous Halla said…

  það var sko bara stuð að dimmitera :o)

  hehe skil ekki fólk sem horfir alltaf svona á mann þegar maður fer út í náttfötum :D
  EN þú varst náttla líka búnað fá æfingu á að láta horfa á þig eftir dimmiteringuna ;o)

   
 • At 10:09 e.h., Anonymous Hilja said…

  Til hamingju með dimmiteringuna ... :) Vonandi ferðu að koma bráðlega í reykjavíkina svo að við getum hist og þú getur kíkt á nýju svítuna mína :P

  Kv. Hilja

   
 • At 7:22 e.h., Anonymous VLÞ said…

  Takk fyrir mig frænka :-)

  Víkingur Leon
  Víking Leon
  Víkingi Leoni
  Víkings Leons ;-)

   
 • At 10:15 e.h., Anonymous Lilja nágranni said…

  Það var þvílíkt stuð í dimmiteringunni, við Solla reyndar sofnuðum og misstum af leikjunum, típískar við! Þú verður svo einhverntíman að koma og sjá myndirnar sem ég setti ekki á netið :)
  en jamm... See ya

   
 • At 11:14 f.h., Blogger snappy_sheep said…

  @Halla: Já auddað fékk maður nóga æfingu ;) en mér finnst svo eðlilegt að fara út á náttbuxum. En sumir náttla eru svo miklar teprur að þeir þora því ekki :s

  @Hilja: Takk takk :) já verð að fara að koma og skoða nýja setrið ;) og auddað kallinn líka sem þú nældir þér í ;)

  @VLÞ: Já ég veit, er ekkert voða góð í málfræði :s fyrirgefðu. En takk fyrir góða helgi :)

  @Lilja neighbour: Já þið misstuð af miklu við það að sofna en skil ykkur vel, ég var drulluþreytt :s já fer að koma í heimsókn og skoða restina af myndunum :)

   
 • At 12:42 e.h., Anonymous Halla said…

  hehe mér finnst það líka ósköp eðlilegt :)

   

Skrifa ummæli

<< Home