Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Seint páskablogg

Páskafríið er búið og venjulegt vistar og skólalíf tekur við. Þetta var fljótt að líða og var búið áður en það byrjaði, það liggur við. En þetta var hið ágætasta páskafrí þótt ég hafi ekki komist heim á Patró eins og ég ætlaði mér :s en ég verð bara að fara seinna heim. En ég er að pæla að hafa þetta bara sem punktablogg, nenni engan veginn að koma með þetta allt í smáatriðum.

- Eyddi sem sagt fríinu mínu í Grafarvogi hjá kallinum og fjölskyldu, þ.e. tilvonandi heimili mitt, Kópavogi hjá Ella bróðir og svo út og suður til að hitta fólk. Síðustu dagarnir voru teknir á Króknum.

- Hitti auddað e-ð af vinum mínum. Fór e-ð út með Gumma, Sollu, Lilju, Steinunni og Söndru. Þau eyddu öll e-ð en ég eyddi ekki neinu :s erfitt að vera fátækur námsmaður. Sá nebbla geggt flotta skó sem mig langaði í. Svo hitti ég auddað Lilju Dögg, elskuna mína :) fæ svo að hitta hana oftar í sumar þar sem hún verður að vinna í Reykjavík.

- Kynntist loksins Lillu mágkonu og manninum hennar honum Kristjáni. Við fórum öll saman í bíó á "Date movie" sem er ágætis kvöldskemmtun, mæli samt ekkert með henni. Hef séð betri myndir en einnig verri. Náði að tala fullt við Lillu í fríinu og reyna að kynnast henni. Hún er bara ágætis stelpa :)

- Tengdó var að fá sér hvolp, labrador tík og hún heitir Birta. Það sæmir henni bara mjög vel enda er hún mjög ljós á litinn :) hún er algjört krútt og voða fjörug. Er ekkert voða vön hundum en það venst, læri á þá :)

- Fór í þrjú atvinnuviðtöl í Grafarvogi og þau komu öll bara mjög vel út. Er bara að bíða eftir að fá svar og það er ein vinnan sem ég hef meiri áhuga á en hinar, vona að það rætist úr því *krossleggja fingur* Já það verður skrítið að flytja suður og fara að vinna *hugs*

- Settið og Sigþór litli bróðir komu suður á miðvikudaginn og gistu hjá Ella. Ég og Gunnar fóru í mat til þeirra. Fengum GEÐVEIKT gott lasagnia og svo auddað lítið páskaegg, aðallega svona til að fá málshátt. Ég reyndar man minn ekkert :s Held að fjölskyldunni lítist bara vel á Gunnar, þau eru allavega ekki búin að segja neitt ljótt svo ég heyri ;) Þau fóru svo Norður á Dósina á föstudag til Hrefnu & co.

- Ég kláraði að læra e-ð. Kláraði Body Language verkefni í sálfræði 403, gerði spurningar í lífeðlis- og líffærafræði 203 og svo tók ég viðtal við eldri borgara fyrir verkefni í sálfræði 313. Það tókst mjög vel og lærði helling á því. Tók viðtal við Jóhönnu ömmu Gunnars, sem sagt tengda amma mín ;) og kellan er 95 ára og er geðveikt hress ! Ótrúlegt ! Las líka helling í bók sem tengdamútta lánaði mér, gleymdi henni samt fyrir sunnan :s

- Á laugardag lá leiðin svo Norður í land. Komum fyrst við í Borgarnesi þar sem ég knúsaði Lilju Dögg mína, enda fæ ég ekki að sjá hana geggt lengi. Svo komum við í Borgarfirðinum í bústaðnum hjá tengdó og það var bara voðalega kósý þar. Svo var síðasta heimsóknin á Urðarbrautinni. Þar voru allir vakandi nema yngsti fjölskyldumeðlimurinn. Svo var farið yfir Þverárfjallið til að komast yfir á Krók en það var kannski ekki voða sniðugt eftir á :s já spoilerinn að framan er týndur einhvers staðar upp á fjalli *úps* en við komumst heil yfir og það skiptir öllu.

- Kom svo á vistina í dag, voða skrítið, þar sem ég kom það snemm að hún var hálf tóm :s en eins gott bara að klára þetta og flytja svo suður til kallsins ;) og fara að vinna og koma einhverri reglu á líf sitt ! Svo er bara pæling hvort ég fari í meira nám. Auddað vill maður það en hvað á maður að læra ? Erfitt. En eitt skref í einu ;)

Hérna hafiði e-ð páslablogg, en það getur vel verið að ég hafi gleymt einhverju :s er ekkert að reyna að leggja e-ð svona á minnið þegar ég á frí.

3 Comments:

 • At 12:39 f.h., Anonymous systa said…

  Spoiler að framan?? Skrítinn bíll sem kallinn þinn á ha ha. Gott samt að það var ekki meira en það ;-)

   
 • At 10:08 f.h., Blogger snappy_sheep said…

  @ Systa: Já hehe :) það var ekkert smá gaman að hitta ykkur. Vona að maginn þinn sé búinn að jafna sig.

   
 • At 12:20 f.h., Anonymous Elsa Lára said…

  Gott að þú áttir fínt frí. Kveðja, Elsa Lára

   

Skrifa ummæli

<< Home