Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Sykurpúðar borðuðu mig...

Síðasta helgi var alveg rosalega góð, get ekki sagt annað :) fór á Dósina til systu & co og var alveg fram á sunnudag. Ég og systa áttum góðan tíma saman, enda gott, því bráðum fæ ég ekki að hitta hana jafn oft :s en við kíktum rölt og tjöttuðum helling :D svo var ég dregin í fermingu hjá Tinnu hans Stebba á laugardaginn og það var bara virkilega skemmtilegt. Þar var mikið af fólki, góðar kökur og svo Madagaskar fyrir börnin :) ég fór með Hrefnu til að hjálpa til við strákana en þeir voru nú alveg yndislegir, þannig að ég hjálpaði bara til við þann yngsta og kökurnar ;) Takk fyrir æðislega helgi krúttin mín ! Við sjáumst svo á næstu helgi :)

Ég var veik í síðustu viku :s já fékk hita, hálsbólgu og beinverki á miðvikudaginn og held ég hafi ekkert almennilega lagast fyrr en á laugardag. Þetta var ekki gaman ! Kalt og heitt til skiptis, hafði enga matarlyst og leið illa... en þá er gott að eiga góða vini og kærasta :)

Ráðstefnan okkar var á föstudaginn. Hún gekk rosalega vel og ég var það dugleg að tala þótt ég væri veik :D talandi um dugnað ! En eitt fannst mér nú alveg rosalega lélegt. Engir kennarar eða skólameistari mættu ! ! ! WTF ! ! ! En það er þá bara þeirra missir ;) takk fyrir önnina krakkar og skemmtilega ráðstefnu.

Komin með vinnu :D já fer að vinna á leikskóla sem heitir Fífuborg. Það verður skrítið að vera innan um litla krakka allan daginn, að fá að vera fyrirmynd :) en það reddast sko !

Þoli ekki reykingarlykt *ulla bjakk* !

Er að fara í sálfræði próf í 403 áfanganum :s vá er nett stressuð... ! En ætla að drífa mig og rippa þessu af, bara eins og með plástur :) hehe !

Síðasta vikan í skólanum alveg að verða búin og prófin byrja í næstu viku... allamalla... !

6 Comments:

 • At 2:14 e.h., Anonymous Helga Rós said…

  sæl. prófið í morgun var bara sangjarnt en ég var samt ekki að geta stuttu spurningarnar. en já við sjáumst annað kvöld ;)

   
 • At 2:31 e.h., Anonymous Arna Margrét said…

  Til hamingju með vinnuna!

  Ég fékk einnig jákvætt svar um vinnu og er voða ánægð með að geta farið heim með þá vissu að vera að fara að vinna! ;)

  Vonandi að maður sjái þig eitthvað í sumar!

  Annars bara gangi þér vel í prófunum!

  Kv.

   
 • At 2:32 e.h., Blogger snappy_sheep said…

  @ Arna: Já takk og sömuleiðis :) hvar ertu svo að fara að vinna ?

   
 • At 2:34 e.h., Blogger snappy_sheep said…

  @ Helga: Já prófið var auðveldara en mig grunaði, held ég nái allavega :) en þetta voru samt soldið tricky krossar :s en já þá verður stuð ;)

   
 • At 3:56 e.h., Anonymous Gummi said…

  Æðislegt, til lukku með nýju vinnuna :*

   
 • At 6:10 e.h., Anonymous arna margrét said…

  Er að fara að vinna með Brynju Dögg.. það er svo sem hægt að segja bara stuðningsfulltrúi eða eitthvað. Og svo kannski í sundlauginni á Patró ef ekki þar.. þá fer ég bara í Odda þá daga sem ég get eða finn eikkað annað.

   

Skrifa ummæli

<< Home