Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Viltu kynnast fólki?

Hvað get ég sagt að sé í fréttum nema þetta sama og venjulega, þ.e. skóli, heimanám og letilíf á vistinni. Já ég er farin að átta mig á því að ég mun sakna vistarinnar þegar ég klára núna í vor :s meina, hér er æðislegt fólk, og bara gaman að vera. Þá er bara ekkert annað en að koma í heimsókn hingað :) Það er bara e-ð svo gott að vera hérna, andrúmsloftið er gott og æj... ég er farin að vera væmin :s

En afmælisbarn dagsins er Jói Rúnar bestasti vinur minn :D eða einn af mörgum. En kallinn varð 20 ára í dag og ellin er strax farin að segja til sín, en hann er veikur, með hita og e-ð þannig :s en ég, Sóley, Oddur og Jón Þorsteinn tókum okkur til og færðum drengnum tvær afmæliskökur, eina bananasplitt tertu og svo djöflateru sem á stóð ,,Til hamingju með daginn Jói". Svo gerði Jón ekta súkkulaði og það voru ekki nema 16 plötur af súkkulaði í því :s já þetta smakkaðist allt voða vel og auddað var sunginn afmælissöngur handa Jóa :D Minnir mig bara á þegar ég var hérna fyrstu önnina mína og Jói og Jón Þorsteinn komu og sungu afmælissöng handa mér og spiluðu á gítar :D það var ÆÐI! Til hamingju með daginn gamli ;)

Ég er loksins búin að klára lokaverkefnið mitt í íslensku 633, reyndar ekkert loksins, var mjög fljót að þessu. Já stúlkan er svo dugleg :D Og kennaranum mínum leist bara mjög vel á, á samt ekkert að skila því strax en gott að vera búin svo maður sé ekki að stressa sig á síðustu stundu :) svo á ég bara eftir að skila lokaritgerð í félagsfr. 504 og svo er voðalega lítið að verða eftir á þessari önn. Það er komin upp próftafla og ég fer bara í þrjú próf, því hinir fimm áfangarnir eru próflausir hjá mér :D ég fer sem sagt í próf í frönsku 403, ensku 603 og líffæra- og lífeðlisfræði 203. Og sem betur fer fæ ég alltaf einhvern góðan tíma til að læra undir hvert próf. Ó já! Það er orðið stutt í hvítu húfuna :D ! Það er líka orið stutt í Dimmeteringu ;) VÁ það á eftir að verða geðveikt stuð ! En það er allt voða mikiðleyndó ;) !

En það er komið ógó veður og mig langar ekkert voða mikið að fara fram úr á morgun ef það verður svona veður þá :s en vona bara það besta. Svo fer að styttast í páskafrí og það að ég fari suður :D

En höfum þetta gott í bili og endilega muna að commenta people :D !

5 Comments:

 • At 1:15 f.h., Anonymous systa said…

  alltaf gaman að sjá nýtt blogg hjá stelpunni. Miss jú

   
 • At 7:27 f.h., Blogger snappy_sheep said…

  @ Systa: Ég sakna þín líka *knús*

   
 • At 10:01 f.h., Anonymous Halla said…

  ég á eftir að sakna þín í páskafríinu :'(

  en já dimmiteringin, það verður sko svaka stuð ;o)

  sé þig nú vonandi á eftir, en hafðu það bara sem allra best í fríinu sæta.. :* og sjáumst svo hressar og kátar eftir páska ;)

   
 • At 10:07 e.h., Anonymous Elsa Lára said…

  Það vantar ekki dugnaðinn hjá þér skvís og þú ert alltaf velkomin í heimsókn á Skagann. Hringdu bara eða mættu ef þig vantar gistinu. Sjáumst seinna, Elsa Lára :=) ..

   
 • At 10:07 e.h., Anonymous Elsa Lára said…

  Það vantar ekki dugnaðinn hjá þér skvís og þú ert alltaf velkomin í heimsókn á Skagann. Hringdu bara eða mættu ef þig vantar gistinu. Sjáumst seinna, Elsa Lára :=) ..

   

Skrifa ummæli

<< Home