Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

fimmtudagur, maí 04, 2006

Allt hefur enda

Ekki getur maður alltaf sagt að lífið sé sanngjarnt. Allt sem til er, tekur einhvern tíma enda og hverfur á braut. Þótt það sé misjafnlega erfitt þá verðum við að reyna að muna allt það góða en ekki bara sjá gallana. Þegar manneskja deyr getur sorgin oft verið rosalega erfið. Sumir gefast alvg upp, en þá er gott að eiga góða að. Reynum að muna það fallega og góða um manneskjuna sem kvaddi okkur og vitandi það að hún sé á betri stað. Ekki birgja sorgina inni, leyfum okkur að gráta og syrgja, en munum líka manneskjuna í hjarta okkar og geymum hana þar.

Í gær fékk ég þær fréttir að frænka mín, Jóhanna Hafsteinsdóttir, sé búin að kveðja þennan heim en hún var búin að berjast við krabbamein í nokkurn tíma. Ég vil senda aðstandendum hennar og vinum alla mína samúð og ég vona svo heitt og innilega að þið komist gegnum þetta.

5 Comments:

 • At 9:17 e.h., Anonymous Eydís said…

  samhyggist þér Harpa mín :* Bjó jóhanna á Akureyri?

   
 • At 10:01 f.h., Anonymous Elsa Lára said…

  Ég samhryggist þér innilega elsku Harpa. Knús frá mér og mínum á Skaganum.

   
 • At 2:41 e.h., Anonymous Halla said…

  Samhryggist þér Harpa mín, knúsar og kossar :*

   
 • At 12:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Hey what a great site keep up the work its excellent.
  »

   
 • At 12:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Great site loved it alot, will come back and visit again.
  »

   

Skrifa ummæli

<< Home