Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

mánudagur, maí 15, 2006

Fjögur ár búin

Já eins og þið vitið þá er lokað inn á blogspot.com í skólatölvunum og þeim sem eru á vistinni :s ADNALEGT ! Þannig að mér finnst ég ekki hafa verið neitt voðalega dugleg við að blogga en ákvað að reyna að segja nokkur orð þar sem núna er ég á Dósinni hjá systu & co og kemst sem sagt í tölvuna þeirra :)

Á fimmtudag hitti ég Höllu mína og við vorum alveg saman í slatti góðan tíma :) rúntuðum, töluðum, hlógum og átum svo á okkur gat á Ábæ þar sem við fengum okkur pítsu og bragðaref *mmm* Takk fyrir frábæran dag !

Á föstudaginn var brunað yfir á AK með Gunnari :) VÁ hvað mér finnst seinni helmingurinn leiðinlegur, þarna þegar maður er kominn geggt nálægt AK, ég veit bara ekki af hverju :s þar hittum við Jökul, Jónu og Lillu og kíktum öll niður í bæ í búðir. Ég fann EKKI NEITT sem mig langaði í... skrítið... yfirleitt finn ég alltaf e-ð, kannski er ég að verða of gömul fyrir svona... *hugs* gæti verið... En alltaf gaman að hitta fólk sem maður þekkir og þykir ógó vænt um :* C u guys !

Eftir þessa ferð var brunað yfir á Krók og pakkað inn afmælisgjöf handa Sóley og svo brunað yfir á Dósina þar sem afmælisveislan fór fram. Já kella varð tvítug á laugardaginn en hélt upp á það á föstudegi. Til hamingju sæta :) gaman að fá að gleðjast með þér á þessum degi og VÁ ekkert smá flott ljóðið frá mömmu þinni ! Við vorum alveg slatti mörg og þetta var bara allt voða gaman. Og ekkert smá góðar kökur og matur ! Það var svo bjór og annað vín fram eftir nóttu og svo bara fengið að gista hjá þeim á Urðarbrautinni :) Sóley, ég vona að þér hafi líkað gjöfin !

Á laugardaginn var hangið hérna á Dósinni e-ð fyrripartinn. Ég og Gunnar vorum fengin til að passa Þórð Pálma jr. :) já gott að æfa sig ! Svo var farið yfir á Krók þar sem við áttum "deit" við Jón Þorstein en hann var að losa mig við ísskápinn sem var inni hjá mér. Lærði svo e-ð smá og kvöldið var tekið í leti með Gunnari og vinum hans og góðri tónlist :) tókum meira að segja rúnt út í Varmahlíð þar sem Jóhann og frú voru með bústað, grill og áfengi handa heilum her !

Á sunnudaginn vaknaði ég snemma, þrátt fyrir að hafa hundsað vekjaraklukkuna :s Oh langaði svo að sofa lengur ! En mín fór á fætur og var dugleg við að lesa um meltingu, þvagfæri, æxlun, þroska og þess háttar :) kúrði svo aðeins hjá Gunnari áður en ég fór í sturtu. Fengum okkur bakarís mat í hádeginu og ég held bara að þetta sé í fyrsta skipti sem við förum svona snemma út á sunnudegi eftir að við vöknum :s ekki verra, verðum að gera það oftar :) það var horft á Joey þættina og svo var Gunnar svo mikil elska og eldaði pasta með þessari frábæru sósu *slef* Já gott að eiga mann sem kann að elda gott handa manni ;) Svo lét ég hann taka með fullt af dóti þegar hann fór suður... já skrítið að sofa í hálf tómu herbergi í nótt :s

Var ekkert að nenna að læra í gærkvöldi og afsakaði mig frá lestrinum með því að klára að pakka fullt niður og þrífa e-ð af herberginu :) Já er sem sagt búin í prófunum og held bara að þau hafi öll gengið mjög vel. Gat meira að segja það sem mér þótti erfiðast í þessum áfanga sem ég var í í morgun. Já þetta var síðasta prófið mitt í fjölbraut :) ! Fór svo í lit og plokk eftir prófið og leið og ég labbaði út þar þá hringdi systa og sagðist vera komin á Krókinn :) Já ég fékk þessa elsku til að ná í mig og restina af dótinu mínu :) Já þau verða að þola mig alveg 1 1/2 viku ;) Takk æðislega fyrir það ! Er ekki búin að skila af mér herberginu þótt ég hafi klárað að þrífa og taka dótið mitt, en það var rosalega skrítið að yfirgefa vistina með það í huga að ég fer aldrei þangað aftur, að ég sé bara búin og fái hvíta húfu á kollinn á föstudaginn í næstu viku :s ! VÁ ÉG HLAKKA SVO TIL :) !

Dagurinn var góður og svo kúrði ég mig aðeins hjá kisu og steinsofnaði :s jebb mín er soldið þreytt eftir prófin.

Já er varla að trúa því að ég sé að verða stúdent, að ég sé að flytja suður til kærastans og fara að vinna og vera svona hrikalega fullorðin... já ég er að fara að verða fyrirmynd fyrir börn þar sem ég fékk vinnu á leikskóla í Grafarvogi :) er rosalega spennt ! Já taka pásu frá námi og lifa aðeins !

En ætla að kveðja í bili og fara að nota augun í e-ð annað en þennan tölvuskjá :)

Au revoir !

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home