Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

sunnudagur, maí 07, 2006

Parle vous francais?

Ég sit hérna inni í herbergi hjá Sollu nágranna og er að trufla hana við prófalestur og fá að nota tölvuna hennar aðeins til þess að blogga. Þar sem að ég kemst ekki inn á síðuna mína í heimavistartölvunum eða upp í skóla :s helvítis drasl ! En ekkert við því að gera, bara finna tölvu til að heimsækja, eins og þessa hérna ;)

En prófin eru byrjuð og ég er samt bara búin að taka eitt, þar sem að prófin hjá mér röðuðust geðveikt asnalega upp, alltaf á fimm daga fresti, enda bara þrjú próf sem stúlkan þarf að taka :) en ég tók ensku 603 á föstudaginn og það gekk bara alveg rosalega vel og ég mun pottþétt ná því prófi. Það var nú samt ekkert ýkja langt, nokkrir krossar og svo stór ritunarspurning. Og ég var rosalega heppin að kunna Macbeth utan af :) svo byrjaði ég að læra undir frönsku 403 á föstudaginn og lærði eins og brjáluð og líka á laugardag. Já ég ætla sko að ná þessum áfanga ! Gengur vel að læra en held ég verði e-ð að biðja hann Eric að hjálpa mér aðeins með passe compose og imparfait en það er soldið að vefjast fyrir mér. En ég kann stigbeyginguna nokkuð vel held ég með bien og bon, og svo get ég notað sagnirngar y og en í verkefnum, þannig að ég hef greinilega lært e-ð :) svo er það bara lol-ið sem er síðasta prófið og þá þarf að lesa mikið !

En ég er samt ekkert að nenna að læra, og er líka búin að liggja í leti í dag og vera bara hálf eirðarlaus :s en það er kannski allt í lagi svona einn dag. Ég ákvað að sofa bara út í dag, ekkert vera að stilla klukkuna eins og ég hef gert síðustu morgna. Og svaf alveg til hádegis. Þá var farið í sturtu og komið sér á fætur. Bjó meira að segja um rúmið svo ég myndi ekki freistast til þess að leggjast aftur niður og fara að sofa :s rölti svo heim til hennar Kristínar og við kíktum á rúntinn, átum ís, kjöftuðum og hlógum :) VÁ ég á eftir að sakna þín sæta !

Mig langar alveg rosalega í geisladiska með Jack Johnson, en það er nebbla alltaf verið að spila lög með honum í útvarpinu og hann er með guðdómlega rödd og syngur flott lög :)

Sóley er flutt af vistinni... skrítið :s fékk eiginlega bara fráhvarfseinkenni þar sem núna sé ég hana ekki á hverjum degi. Ég sakna þín og við sjáumst vonandi fljótlega !

Ég hef eignast gæludýr :) loksins ! Það eru nebbla nokkrar flugur sem ákváðu að flytja inn í herbergið mitt þegar ég opnaði gluggana einn daginn vegna hita :s en ég er góð og leyfi þeim að vera þarna, á meðan þær eru til friðs ;)

Það er búið að vera frábært veður síðustu daga. Svo gott og heitt og OMG ! Maður á ekki að læra í svona góðu og fallegu veðri. Maður á að vera að gera e-ð alllt annað !

Ég er farin að sakna vistarinna strax, samt er ég ekki farin. Mun sakna allra vina minna svo mikið og sérstaklega góðu nágrannanna hérna á ganginum.

Held þetta sé orðið gott, nenni ekkert að skrifa meira og ætla frekar að fara að horfa á TV og reyna að hugsa sem minnst um þessa BÍP frönsku sem er farin að ásækja mig á nóttunni :s einhver frönsku snillingur sem er tilbúinn til að kenna mér fyrir prófið ? ? ?

Au revoir...!

4 Comments:

 • At 12:54 f.h., Anonymous Halla said…

  hmm veistu hvaða merku uppgötvun ég var að gera hérna bara fyrir örfáum mínútum síðan, það eru bara 19 jaa eða réttara sagt 18 dagar í útskrift :) :s
  úff alltof stutt maður, gerði mér bara ekki grein fyrir því fyrren bara núna hvað það er lítið eftir!!

   
 • At 9:57 f.h., Anonymous lilja nágranni said…

  Það er gott að nýta sér solluna :D en jamm þetta er allt yndislegt, svooo stutt í sumarfrí :D:D:D

   
 • At 10:50 f.h., Anonymous lilja dögg said…

  váá eg get ekki beðið eftir því ða þú flytjir suður
  :D:D:D:D:D:D:D:D:D
  gangi þér vel í prófunum

   
 • At 12:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Nice colors. Keep up the good work. thnx!
  »

   

Skrifa ummæli

<< Home