Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

þriðjudagur, maí 02, 2006

Winnie the Pooh´s

Helsta í fréttum er það að Víkingur Leon litli frændi minn varð 3 ára á fimmtudaginn sem leið, þann 27. apríl. Og var afmælisveislan haldin á laugardaginn síðasta. Það var ekkert smá flott og mættu mjög margir. Víkingur var ekkert smá ánægður með allt og auddað var ég sett í það að kenna honum á tölvuleikinn sem ég gaf honum. Ég reyndar festist svo í leiknum heillengi :s já en komst svo í raunveruleikann aftur. Og BTW bananatertan var ÆÐISLEGA jummy :) ! Verð að fá uppskriftina ;)

Vil óska Eydísi og Davíð turtildúfum til hamingju með laugardaginn síðasta. En þá áttu þau skötuhjú 2 ára afmæli og settu upp hringa í tilefni dagsins :) Til hamingju með það elskurnar mínar.

Blush rósavín er GEÐVEIKT gott :) ! Nú er ég sjúk. Verð að komast í ríkið og kaupa mér svona.

Gærdagurinn var frábær. Eyddi honum að mestu með systu & co. Vaknaði tiltölulega snemma (á mínum mælikvarða, miðað við hvíldardag) og fór út að leika með strákunum og systu. Vorum að kríta á stéttina og fljúga flugdreka og vá ég bara komst á barndóm við þetta :) þetta var rosalega gaman og bara hressandi að vera úti að leika sér. Svo var auðvitað tekinn góður labbitúr um Dósina og fór allt fjölskyldufólkið með :) Takk fyrir góða helgi :* og takk systa fyrir æðislega gott spjall, þú ert frábær systir :)

Búin að taka til í herberginu mínu og færa rúmin. Þá get ég farið að læra undir próf, get nebbla ekki lært undir lokapróf með herbergið á hvolfi :s

Enska 603 er 5. maí, franska 403 er 10. maí og lífeðlis- og líffærafræði 203 er 15. maí. Hmmm fá próf en þau dreifast yfir allan prófa tímann :s

Hvernig er hægt að láta sambönd vera góð ?

Anyway, er farin að bulla, er svöng og það er allt of heitt :s enda komið sumar :) þarf svo að fara að panta mér tíma í litun og klippingu hjá Kúnst. Einhverjar hugmyndir um hvað ég ætti að láta gera við hárið á mér ? ? ?

4 Comments:

 • At 10:06 e.h., Anonymous Eydís said…

  takk fyrir :) það var gaman að hafa vini sína með til að fagna :)

   
 • At 10:12 f.h., Anonymous systa said…

  Takk sömuleiðis fyrir skemmtilega helgi.

   
 • At 5:43 e.h., Anonymous Lilja Dögg said…

  hey þú ert alveg að fara að koma til mín....:D:D:D:D
  HArpa er einhvern tíman drasl hjá þér?

   
 • At 6:50 e.h., Blogger snappy_sheep said…

  @Lilja: Drasl? Auðvitað ekki... jú svona stundum :s nú? Þarft þú að fara að taka til hjá þér?

   

Skrifa ummæli

<< Home